Hefur sjálfsskaði tilgang? Agla Hjörvarsdóttir og Fanney Björk Ingólfsdóttir skrifa 17. september 2021 16:01 Við þekkjum það á eigin skinni að nota sjálfsskaða sem leið til að lifa af. Við höfum oft fundið fyrir því að fólk á erfitt með að skilja af hverju við séum að valda sjálfum okkur skaða. Hvers vegna að bæta sársauka ofan á sársauka? Í nýju bókinni Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum fjöllum við um að það er ekki einhver ein sérstök ástæða fyrir því að manneskja stundar sjálfsskaða. Raunin er sú að það eru mjög fjölbreyttar ástæður og flóknar tilfinningar sem geta legið að baki. Í gegnum tíðina hefur verið tilhneiging til þess að líta á sjálfsskaða út frá einhæfum vinkli. Við getum ekki horft á sjálfsskaða almennt með rörsýn heldur þurfum við að vera opin gagnvart fjölbreytileikanum. Þótt ótrúlegt megi virðast þá gegnir sjálfsskaði mikilvægum tilgangi. Hann er raunverulegt bjargráð sem oft á tíðum virkar mjög vel. Það er þó mikilvægt að árétta strax að þó svo að eitthvað sé bjargráð þá þýðir það ekki að það sé sjálfkrafa gott eða heilbrigt. Bjargráð geta verið verulega skaðleg þó svo að þau virki vel til þess að lifa af erfiðar aðstæður sem okkur þykja yfirþyrmandi eða jafnvel óyfirstíganlegar. Hvaða tilgangi gæti hann þjónað? Sjálfsskaði er miklu algengari en fólk heldur en samt getur verið erfitt að skilja hvernig eitthvað sem er svona slæmt fyrir mann geti haft tilgang. Okkur finnst mikilvægt að koma því á framfæri að fólk skaðar sig ekki að ástæðulausu. Sjálfsskaði getur verið ákveðin losun, huggun eða slegið á yfirþyrmandi tilfinningar. Fólk skaðar sig af ýmsum ástæðum; til að refsa sér, til að hafa einhverja stjórn, til að ná jarðtengingu eða sem viðbragð við álagi svo eitthvað sé nefnt. Stundum þjónar hann því hlutverki að dempa miklar sjálfsvígshugsanir og koma í veg fyrir að fólk framkvæmi hættulegri hugmyndir. Hann sinnir þá þeim mikilvæga tilgangi að vera sjálfsvígsforvörn. Þess vegna er ekki hægt að fjarlægja sjálfskaðann án þess að það komi eitthvað raunverulega hjálplegt í staðinn. Þrátt fyrir að það geti verið tenging á milli þess að stunda sjálfsskaða og að hugsa um að vilja taka eigið líf þá getur sjálfsskaðinn líka staðið einn og sér. Þú getur skaðað þig án þess að vilja deyja. Til þess að hætta að stunda sjálfsskaða var fyrsta skrefið okkar að skilja ástæðurnar sem lágu að baki. Okkar reynsla er sú að manneskja hættir ekki að skaða sig á einni nóttu. Þetta er ferðalag sem þarf að fara í gegnum. Það felur í sér að skilja hvers vegna við sköðum okkur, hvenær við erum líklegri til þess, hvaða bjargráð virka og hvaða bjargráð virka alls ekki. Þetta þýðir tilraunastarfsemi, þetta þýðir bakslög. Fólk stoppar ekki sjálfsskaða, fólk vinnur sig í gegnum hann. Höfundar eru Hugaraflsfélagar og tveir af höfundum bókarinnar Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Við þekkjum það á eigin skinni að nota sjálfsskaða sem leið til að lifa af. Við höfum oft fundið fyrir því að fólk á erfitt með að skilja af hverju við séum að valda sjálfum okkur skaða. Hvers vegna að bæta sársauka ofan á sársauka? Í nýju bókinni Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum fjöllum við um að það er ekki einhver ein sérstök ástæða fyrir því að manneskja stundar sjálfsskaða. Raunin er sú að það eru mjög fjölbreyttar ástæður og flóknar tilfinningar sem geta legið að baki. Í gegnum tíðina hefur verið tilhneiging til þess að líta á sjálfsskaða út frá einhæfum vinkli. Við getum ekki horft á sjálfsskaða almennt með rörsýn heldur þurfum við að vera opin gagnvart fjölbreytileikanum. Þótt ótrúlegt megi virðast þá gegnir sjálfsskaði mikilvægum tilgangi. Hann er raunverulegt bjargráð sem oft á tíðum virkar mjög vel. Það er þó mikilvægt að árétta strax að þó svo að eitthvað sé bjargráð þá þýðir það ekki að það sé sjálfkrafa gott eða heilbrigt. Bjargráð geta verið verulega skaðleg þó svo að þau virki vel til þess að lifa af erfiðar aðstæður sem okkur þykja yfirþyrmandi eða jafnvel óyfirstíganlegar. Hvaða tilgangi gæti hann þjónað? Sjálfsskaði er miklu algengari en fólk heldur en samt getur verið erfitt að skilja hvernig eitthvað sem er svona slæmt fyrir mann geti haft tilgang. Okkur finnst mikilvægt að koma því á framfæri að fólk skaðar sig ekki að ástæðulausu. Sjálfsskaði getur verið ákveðin losun, huggun eða slegið á yfirþyrmandi tilfinningar. Fólk skaðar sig af ýmsum ástæðum; til að refsa sér, til að hafa einhverja stjórn, til að ná jarðtengingu eða sem viðbragð við álagi svo eitthvað sé nefnt. Stundum þjónar hann því hlutverki að dempa miklar sjálfsvígshugsanir og koma í veg fyrir að fólk framkvæmi hættulegri hugmyndir. Hann sinnir þá þeim mikilvæga tilgangi að vera sjálfsvígsforvörn. Þess vegna er ekki hægt að fjarlægja sjálfskaðann án þess að það komi eitthvað raunverulega hjálplegt í staðinn. Þrátt fyrir að það geti verið tenging á milli þess að stunda sjálfsskaða og að hugsa um að vilja taka eigið líf þá getur sjálfsskaðinn líka staðið einn og sér. Þú getur skaðað þig án þess að vilja deyja. Til þess að hætta að stunda sjálfsskaða var fyrsta skrefið okkar að skilja ástæðurnar sem lágu að baki. Okkar reynsla er sú að manneskja hættir ekki að skaða sig á einni nóttu. Þetta er ferðalag sem þarf að fara í gegnum. Það felur í sér að skilja hvers vegna við sköðum okkur, hvenær við erum líklegri til þess, hvaða bjargráð virka og hvaða bjargráð virka alls ekki. Þetta þýðir tilraunastarfsemi, þetta þýðir bakslög. Fólk stoppar ekki sjálfsskaða, fólk vinnur sig í gegnum hann. Höfundar eru Hugaraflsfélagar og tveir af höfundum bókarinnar Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun