Skurðstofur rifnar niður hjá HSS og hæð breytt í legudeild Heimir Már Pétursson skrifar 17. september 2021 19:21 Á sama tíma og starfsemi og starfsfólki hefur verið þröng skorinn stakkurinn húsnæðislega undanfarin ár hefur heil hæð á spítalanum verið ónotuð. Nú er verið að breyta því. Stöð 2/Egill Skurðstofur og önnur aðstaða á heilli hæð hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem aldrei hafa verið notaðar fyrir samfélagið í Reykjanesbæ síðast liðinn áratug hafa verið rifnar niður. Húsnæðið verður nýtt til að tvöfalda legurými á spítalanum og bráðamóttakan verður stækkuð mikið. Fjárframlög til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa ekki verið í neinu samræmi við fjórðungs fjölgun íbúa á svæðinu undanfarin fimm ár að sögn forstjóra. Skipulag húsnæðis væri löngu spurngið og úrelt miðað við starfsemina. Þannig þurfi til dæmis níu starfsemnn bráðamótku að kúldrast saman í litlu herbergi þar sem lyfjabúr spítalans væri einnig til staðar og mötuneyti starfsmanna væri nánast inni á bráðadeildinni. Engin starfsemi var á þriðju hæð nýrri byggingar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í um áratug. Þar voru skurðstofur sem voru ekkert notaðar fyrir samfélagið en leigðar út annað slagið til sérfræðinga úti í bæ til að gera einstakar aðgerðir. Annars stóð þetta húsnæði meira og minna autt. Markús Ingólfur Eiríksson tók við starfi HSS fyrir rúmum tveimur árum. Þá hafði heil hæð á spítalanum verið ónotuð í um áratug.Stöð 2/Egill Markús Ingólfur Eiríksson sem tók fyrir forstjórastöðunni á HSS fyrir rúmum tveimur árum segir að nú verði þessi hæð að fullu nýtt. Enda fráleitt að hafa hana ekki í notkun á sama tíma og starfseminni væri húsnæðislega þröngt skorinn stakkurinn. „Það er verið að innrétta hér legudeild með nítján rýmum. Auk þeirra verða átta dagdeildarrými á hæðinni sem veita okkur möguleika á að auka þjónustu við lyfjagjafir og slíkt.“ Þannig að leguplássum fjölgar mjög á spítalanum þegar þetta verður komið í gagnið? „Já, þau fara úr tuttugu og þremur í fjörtíu og tvö. Þá erum við að tala um varanlega aukningu,“ segir forstjóri HSS. Með samþykkt Alþingis á nýrri heilbrigðisstefnu fyrir tveimur árum hafi hlutverki HSS verið breytt. „Okkar hlutverk er fyrst og fremst að veita fyrsta og annars stigs þjónustu eins og það heitir á tæknimáli. Eða grunnheilbrigðisþjónustu heima í héraði,“ segir Markús Ingólfur. Spítalinn verði einnig hluti af heilbrigðiskerfinu í landinu og ætlað að taka á móti sjúklingum frá Landspítala undir álagi eins og gert var í sumar þegar HSS hafi tekist með elju starfsmanna á sex dögum að setja upp tíu ný legurými. Sigurgeir Trausti Eiríksson sérfræðilæknir í heimilislækningum á HSS segir löngu hafa verið tímabært að bæta aðstöðu bráðadeildar spítalans.Stöð 2/Egill Sigurgeir Trausti Höskuldsson sérfræðilæknir í heimilislækningum áHSS fagnar því aðauk fjölgunar legurýma verði aðstöðu bráðadeildarinnar gjörbylt. „Það er löngu kominn tími til. Bráðamóttakan hefur verið sprungin í fjölda ára. Nú erum viðað fá nýja bráðamóttöku sem verður þrefalt stærri. Hún mun umbreyta starfseminni hjá okkur,“ segir Sigurgeir Trausti. Í dag geti deildin tekið við fjórum sem þurfi rúm en margir séu jafna á bið. Eftir stækkunina geti deildin tekið á móti allt að tólf sem þurfi á rúmi aðhalda. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðismál Reykjanesbær Tengdar fréttir Gjörgæslan sprungin og sjúklingar sendir til Akureyrar Gjörgæsludeild Landspítalans er yfirfull og þarf því að senda sjúklinga á sjúkrahúsið á Akureyri. Þrettán í heildina eru á gjörgæslu, þar af átta með kórónuveiruna. Fimm eru í öndunarvél. Ólafur G. Skúlason, forstöðumaður gjörgæsludeildar, segir að lítið megi út af bregða. 13. ágúst 2021 12:55 Landspítali á hættustig: Tveir liggja inni og tíu í sérstöku eftirliti Farsóttarnefnd og viðbragðsstjórn Landspítalans hafa tekið þá ákvörðun að færa spítalann upp á svokallað hættustig. Tveir liggja inni smitsjúkdómadeild spítalans með Covid-19. 22. júlí 2021 20:16 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Fjárframlög til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa ekki verið í neinu samræmi við fjórðungs fjölgun íbúa á svæðinu undanfarin fimm ár að sögn forstjóra. Skipulag húsnæðis væri löngu spurngið og úrelt miðað við starfsemina. Þannig þurfi til dæmis níu starfsemnn bráðamótku að kúldrast saman í litlu herbergi þar sem lyfjabúr spítalans væri einnig til staðar og mötuneyti starfsmanna væri nánast inni á bráðadeildinni. Engin starfsemi var á þriðju hæð nýrri byggingar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í um áratug. Þar voru skurðstofur sem voru ekkert notaðar fyrir samfélagið en leigðar út annað slagið til sérfræðinga úti í bæ til að gera einstakar aðgerðir. Annars stóð þetta húsnæði meira og minna autt. Markús Ingólfur Eiríksson tók við starfi HSS fyrir rúmum tveimur árum. Þá hafði heil hæð á spítalanum verið ónotuð í um áratug.Stöð 2/Egill Markús Ingólfur Eiríksson sem tók fyrir forstjórastöðunni á HSS fyrir rúmum tveimur árum segir að nú verði þessi hæð að fullu nýtt. Enda fráleitt að hafa hana ekki í notkun á sama tíma og starfseminni væri húsnæðislega þröngt skorinn stakkurinn. „Það er verið að innrétta hér legudeild með nítján rýmum. Auk þeirra verða átta dagdeildarrými á hæðinni sem veita okkur möguleika á að auka þjónustu við lyfjagjafir og slíkt.“ Þannig að leguplássum fjölgar mjög á spítalanum þegar þetta verður komið í gagnið? „Já, þau fara úr tuttugu og þremur í fjörtíu og tvö. Þá erum við að tala um varanlega aukningu,“ segir forstjóri HSS. Með samþykkt Alþingis á nýrri heilbrigðisstefnu fyrir tveimur árum hafi hlutverki HSS verið breytt. „Okkar hlutverk er fyrst og fremst að veita fyrsta og annars stigs þjónustu eins og það heitir á tæknimáli. Eða grunnheilbrigðisþjónustu heima í héraði,“ segir Markús Ingólfur. Spítalinn verði einnig hluti af heilbrigðiskerfinu í landinu og ætlað að taka á móti sjúklingum frá Landspítala undir álagi eins og gert var í sumar þegar HSS hafi tekist með elju starfsmanna á sex dögum að setja upp tíu ný legurými. Sigurgeir Trausti Eiríksson sérfræðilæknir í heimilislækningum á HSS segir löngu hafa verið tímabært að bæta aðstöðu bráðadeildar spítalans.Stöð 2/Egill Sigurgeir Trausti Höskuldsson sérfræðilæknir í heimilislækningum áHSS fagnar því aðauk fjölgunar legurýma verði aðstöðu bráðadeildarinnar gjörbylt. „Það er löngu kominn tími til. Bráðamóttakan hefur verið sprungin í fjölda ára. Nú erum viðað fá nýja bráðamóttöku sem verður þrefalt stærri. Hún mun umbreyta starfseminni hjá okkur,“ segir Sigurgeir Trausti. Í dag geti deildin tekið við fjórum sem þurfi rúm en margir séu jafna á bið. Eftir stækkunina geti deildin tekið á móti allt að tólf sem þurfi á rúmi aðhalda.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðismál Reykjanesbær Tengdar fréttir Gjörgæslan sprungin og sjúklingar sendir til Akureyrar Gjörgæsludeild Landspítalans er yfirfull og þarf því að senda sjúklinga á sjúkrahúsið á Akureyri. Þrettán í heildina eru á gjörgæslu, þar af átta með kórónuveiruna. Fimm eru í öndunarvél. Ólafur G. Skúlason, forstöðumaður gjörgæsludeildar, segir að lítið megi út af bregða. 13. ágúst 2021 12:55 Landspítali á hættustig: Tveir liggja inni og tíu í sérstöku eftirliti Farsóttarnefnd og viðbragðsstjórn Landspítalans hafa tekið þá ákvörðun að færa spítalann upp á svokallað hættustig. Tveir liggja inni smitsjúkdómadeild spítalans með Covid-19. 22. júlí 2021 20:16 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Gjörgæslan sprungin og sjúklingar sendir til Akureyrar Gjörgæsludeild Landspítalans er yfirfull og þarf því að senda sjúklinga á sjúkrahúsið á Akureyri. Þrettán í heildina eru á gjörgæslu, þar af átta með kórónuveiruna. Fimm eru í öndunarvél. Ólafur G. Skúlason, forstöðumaður gjörgæsludeildar, segir að lítið megi út af bregða. 13. ágúst 2021 12:55
Landspítali á hættustig: Tveir liggja inni og tíu í sérstöku eftirliti Farsóttarnefnd og viðbragðsstjórn Landspítalans hafa tekið þá ákvörðun að færa spítalann upp á svokallað hættustig. Tveir liggja inni smitsjúkdómadeild spítalans með Covid-19. 22. júlí 2021 20:16