Hvers vegna ekki Flokk fólksins? Þór Saari skrifar 17. september 2021 15:02 Flokkur fólksins varð til á sínum tíma í kringum eina manneskju sem hefur af mikilli einurð og afli barist hetjulega fyrir bættum kjörum öryrkja og fólks sem er neðarlega í hagsældarstiganum. Flokkurinn komst inn á þing 2017 vegna framgöngu formannsins í formannaþætti í sjónvarpinu daginn fyrir kosningar, en málefnaskrá flokksins hefur ávallt þótt rýr þótt megin áherslur hans séu mikilvægar. Flokkur fólksins er ekki byggður á neinum hugmyndafræðilegum grunni þó það votti fyrir sósíalískum áherslum í helsta baráttumáli hans og talar heldur ekki fyrir kerfisbreytingum, en vill halda áfram með þá kapítalísku umgjörð sem er um samfélagið og það er einmitt sú umgjörð sem hefur gert það að verkum að staða hinna ver settu í hagsældarstiganum heldur áfram að versna. Það er einfaldlega eðli þess kerfis og innbyggt í það. Flokkurinn talar líka rækilega gegn spillingu og er á margan hátt samhljóma bæði Pírötum og Sósíalistaflokknum í mörgum málum með þær megináherslur og málflutningur þingmannanna hefur verið röggsamur og ákveðinn og flokkurinn náði inn fjórum þingmönnum í kosningunum 2017. Það kvarnaðist þó úr liðinu kjölfar Klausturbars málsins en tveir af þingmönnum flokksins voru þar í þeim hryllilega hóp. Flokkurinn og formaðurinn mega eiga það að þau hikuðu ekki við að krefjast brotthvarfs þeirra tveggja úr flokknum í kjölfarið og það jafnvel þótt þau yrðu aðeins tvö eftir í flokknum sem gerði þeim erfitt fyrir í þingstörfunum. Þar setti flokkurinn siðferði framar pólitík sem er ekki algengt í þeim geira sem íslenskt stjórnmál eru. Flokkur fólksins er hins vegar lítill og ekki með mikið bakland og það, saman með frekar veikri og þröngri hugmyndafræði, gerir hann að flokki sem ætti ekki að vera leiðandi í meirihlutsamstarfi. Flokkurinn er hins vegar einarður í afstöðu sinni með þeim sem standa höllum færi í samfélaginu og staðfastur í þeirri afstöðu og kemur fyrir sem flokkur með formann sem stendur við sitt. Vegna smæðar og hugmyndafræðilegs skorts ætti Flokkur fólksins heldur að nýta meirihluta samstarf á Alþingi, ef það verður kostur, sem baráttutæki fyrir sinn kjósendahóp og til að byggja sig upp enn frekar og vera með í því mjög mikilvæga verkefni sem framundan er, að jafna kjör þeirra sem minna mega sín svo um munar. Höfundur er hagfræðingur og skipar annað sætið á lista Sósíalistaflokksins í suðvestur kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þór Saari Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins varð til á sínum tíma í kringum eina manneskju sem hefur af mikilli einurð og afli barist hetjulega fyrir bættum kjörum öryrkja og fólks sem er neðarlega í hagsældarstiganum. Flokkurinn komst inn á þing 2017 vegna framgöngu formannsins í formannaþætti í sjónvarpinu daginn fyrir kosningar, en málefnaskrá flokksins hefur ávallt þótt rýr þótt megin áherslur hans séu mikilvægar. Flokkur fólksins er ekki byggður á neinum hugmyndafræðilegum grunni þó það votti fyrir sósíalískum áherslum í helsta baráttumáli hans og talar heldur ekki fyrir kerfisbreytingum, en vill halda áfram með þá kapítalísku umgjörð sem er um samfélagið og það er einmitt sú umgjörð sem hefur gert það að verkum að staða hinna ver settu í hagsældarstiganum heldur áfram að versna. Það er einfaldlega eðli þess kerfis og innbyggt í það. Flokkurinn talar líka rækilega gegn spillingu og er á margan hátt samhljóma bæði Pírötum og Sósíalistaflokknum í mörgum málum með þær megináherslur og málflutningur þingmannanna hefur verið röggsamur og ákveðinn og flokkurinn náði inn fjórum þingmönnum í kosningunum 2017. Það kvarnaðist þó úr liðinu kjölfar Klausturbars málsins en tveir af þingmönnum flokksins voru þar í þeim hryllilega hóp. Flokkurinn og formaðurinn mega eiga það að þau hikuðu ekki við að krefjast brotthvarfs þeirra tveggja úr flokknum í kjölfarið og það jafnvel þótt þau yrðu aðeins tvö eftir í flokknum sem gerði þeim erfitt fyrir í þingstörfunum. Þar setti flokkurinn siðferði framar pólitík sem er ekki algengt í þeim geira sem íslenskt stjórnmál eru. Flokkur fólksins er hins vegar lítill og ekki með mikið bakland og það, saman með frekar veikri og þröngri hugmyndafræði, gerir hann að flokki sem ætti ekki að vera leiðandi í meirihlutsamstarfi. Flokkurinn er hins vegar einarður í afstöðu sinni með þeim sem standa höllum færi í samfélaginu og staðfastur í þeirri afstöðu og kemur fyrir sem flokkur með formann sem stendur við sitt. Vegna smæðar og hugmyndafræðilegs skorts ætti Flokkur fólksins heldur að nýta meirihluta samstarf á Alþingi, ef það verður kostur, sem baráttutæki fyrir sinn kjósendahóp og til að byggja sig upp enn frekar og vera með í því mjög mikilvæga verkefni sem framundan er, að jafna kjör þeirra sem minna mega sín svo um munar. Höfundur er hagfræðingur og skipar annað sætið á lista Sósíalistaflokksins í suðvestur kjördæmi.
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar