Hvers vegna ekki Flokk fólksins? Þór Saari skrifar 17. september 2021 15:02 Flokkur fólksins varð til á sínum tíma í kringum eina manneskju sem hefur af mikilli einurð og afli barist hetjulega fyrir bættum kjörum öryrkja og fólks sem er neðarlega í hagsældarstiganum. Flokkurinn komst inn á þing 2017 vegna framgöngu formannsins í formannaþætti í sjónvarpinu daginn fyrir kosningar, en málefnaskrá flokksins hefur ávallt þótt rýr þótt megin áherslur hans séu mikilvægar. Flokkur fólksins er ekki byggður á neinum hugmyndafræðilegum grunni þó það votti fyrir sósíalískum áherslum í helsta baráttumáli hans og talar heldur ekki fyrir kerfisbreytingum, en vill halda áfram með þá kapítalísku umgjörð sem er um samfélagið og það er einmitt sú umgjörð sem hefur gert það að verkum að staða hinna ver settu í hagsældarstiganum heldur áfram að versna. Það er einfaldlega eðli þess kerfis og innbyggt í það. Flokkurinn talar líka rækilega gegn spillingu og er á margan hátt samhljóma bæði Pírötum og Sósíalistaflokknum í mörgum málum með þær megináherslur og málflutningur þingmannanna hefur verið röggsamur og ákveðinn og flokkurinn náði inn fjórum þingmönnum í kosningunum 2017. Það kvarnaðist þó úr liðinu kjölfar Klausturbars málsins en tveir af þingmönnum flokksins voru þar í þeim hryllilega hóp. Flokkurinn og formaðurinn mega eiga það að þau hikuðu ekki við að krefjast brotthvarfs þeirra tveggja úr flokknum í kjölfarið og það jafnvel þótt þau yrðu aðeins tvö eftir í flokknum sem gerði þeim erfitt fyrir í þingstörfunum. Þar setti flokkurinn siðferði framar pólitík sem er ekki algengt í þeim geira sem íslenskt stjórnmál eru. Flokkur fólksins er hins vegar lítill og ekki með mikið bakland og það, saman með frekar veikri og þröngri hugmyndafræði, gerir hann að flokki sem ætti ekki að vera leiðandi í meirihlutsamstarfi. Flokkurinn er hins vegar einarður í afstöðu sinni með þeim sem standa höllum færi í samfélaginu og staðfastur í þeirri afstöðu og kemur fyrir sem flokkur með formann sem stendur við sitt. Vegna smæðar og hugmyndafræðilegs skorts ætti Flokkur fólksins heldur að nýta meirihluta samstarf á Alþingi, ef það verður kostur, sem baráttutæki fyrir sinn kjósendahóp og til að byggja sig upp enn frekar og vera með í því mjög mikilvæga verkefni sem framundan er, að jafna kjör þeirra sem minna mega sín svo um munar. Höfundur er hagfræðingur og skipar annað sætið á lista Sósíalistaflokksins í suðvestur kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þór Saari Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins varð til á sínum tíma í kringum eina manneskju sem hefur af mikilli einurð og afli barist hetjulega fyrir bættum kjörum öryrkja og fólks sem er neðarlega í hagsældarstiganum. Flokkurinn komst inn á þing 2017 vegna framgöngu formannsins í formannaþætti í sjónvarpinu daginn fyrir kosningar, en málefnaskrá flokksins hefur ávallt þótt rýr þótt megin áherslur hans séu mikilvægar. Flokkur fólksins er ekki byggður á neinum hugmyndafræðilegum grunni þó það votti fyrir sósíalískum áherslum í helsta baráttumáli hans og talar heldur ekki fyrir kerfisbreytingum, en vill halda áfram með þá kapítalísku umgjörð sem er um samfélagið og það er einmitt sú umgjörð sem hefur gert það að verkum að staða hinna ver settu í hagsældarstiganum heldur áfram að versna. Það er einfaldlega eðli þess kerfis og innbyggt í það. Flokkurinn talar líka rækilega gegn spillingu og er á margan hátt samhljóma bæði Pírötum og Sósíalistaflokknum í mörgum málum með þær megináherslur og málflutningur þingmannanna hefur verið röggsamur og ákveðinn og flokkurinn náði inn fjórum þingmönnum í kosningunum 2017. Það kvarnaðist þó úr liðinu kjölfar Klausturbars málsins en tveir af þingmönnum flokksins voru þar í þeim hryllilega hóp. Flokkurinn og formaðurinn mega eiga það að þau hikuðu ekki við að krefjast brotthvarfs þeirra tveggja úr flokknum í kjölfarið og það jafnvel þótt þau yrðu aðeins tvö eftir í flokknum sem gerði þeim erfitt fyrir í þingstörfunum. Þar setti flokkurinn siðferði framar pólitík sem er ekki algengt í þeim geira sem íslenskt stjórnmál eru. Flokkur fólksins er hins vegar lítill og ekki með mikið bakland og það, saman með frekar veikri og þröngri hugmyndafræði, gerir hann að flokki sem ætti ekki að vera leiðandi í meirihlutsamstarfi. Flokkurinn er hins vegar einarður í afstöðu sinni með þeim sem standa höllum færi í samfélaginu og staðfastur í þeirri afstöðu og kemur fyrir sem flokkur með formann sem stendur við sitt. Vegna smæðar og hugmyndafræðilegs skorts ætti Flokkur fólksins heldur að nýta meirihluta samstarf á Alþingi, ef það verður kostur, sem baráttutæki fyrir sinn kjósendahóp og til að byggja sig upp enn frekar og vera með í því mjög mikilvæga verkefni sem framundan er, að jafna kjör þeirra sem minna mega sín svo um munar. Höfundur er hagfræðingur og skipar annað sætið á lista Sósíalistaflokksins í suðvestur kjördæmi.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun