Litlar líkur á breytingum þegar Rússar ganga að kjörborðinu Atli Ísleifsson skrifar 17. september 2021 08:33 Alls eru fjórtán flokkar í framboði og er búist við að Kómmúnistaflokkurinn, hægri popúlistaflokkurinn LDPR og vinstri þjóðernisflokkurinn Sanngjarnt Rússland munu aftur ná mönnum á þing, auk stjórnarflokksins Sameinaðs Rússlands. EPA Rússar ganga að kjörborðinu í dag þar sem kosið verður um 450 sæti á rússneska þinginu, Dúmunni. Allar líkur eru á að stjórnarflokkurinn Sameinað Rússland muni þar vinna sigur, þó að flokkurinn hafi aldrei mælst minni í könnunum. Kosningarnar munu standa næstu þrjá daga og segja stjórnvöld þetta gert til að tryggja sóttvarnir á tímum heimsfaraldursins en stjórnarandstæðingar segja að fyrirkomulagið opni möguleika á kosningasvindli. Síðustu mánuði hafa stjórnvöld útilokað fjölda stjórnarandstæðinga frá því að bjóða sig fram. Sumir hafa verið dæmdir í fangelsi, aðrir handteknir og þá hefur öðrum einnig verið meinað að bjóða sig fram af ólíkum ástæðum. Guardian segir frá því að sumum fjölmiðlum, en ekki eru stjórnvöldum þóknanlegir, hafi verið lokað þar sem fullyrt er að erlendir aðilar stýri þeim. Ekki verða neinir kosningaeftirlitsmenn á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu til að fylgjast með framkvæmd kosninganna. „Snjallkosning“ Einn helsti stjórnarandstæðingur Rússlands, Alexei Navalní, sem nú situr í fangelsi, hefur reynt að hvetja fólk til að kjósa taktískt, þannig að þeir flykki sig á bakvið þann frambjóðenda sem þykir eiga mesta möguleika að hafa betur gegn frambjóðenda stjórnarflokksins í hverju kjördæmi fyrir sig. Tilheyra flestir frambjóðendurnir Kommúnistaflokknum. Rússnesk yfirvöld bönnuðu í byrjun mánaðar Google og rússnesku leitarsíðunni Yandex að birta leitarniðurstöður fyrir „Umnoje golosowanije“, „snallkosning“ sem Navalní og stuðningsmenn hans hafa verið að hvetja til. Stjórnarflokkurinn, Sameinað Rússland, er nú með 336 þingmenn af 450 í Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins. Rússland Tengdar fréttir Pútín einangrar sig vegna smitaðra í hans innsta hring Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur ákveðið að einangra sig eftir að fólk í hans innsta hring greindist með Covid-19. Forsetinn ku vera við góða heilsu en hann hefur fengið tvo skammta af rússneska bóluefninu Sputnik V. 14. september 2021 10:04 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Sjá meira
Kosningarnar munu standa næstu þrjá daga og segja stjórnvöld þetta gert til að tryggja sóttvarnir á tímum heimsfaraldursins en stjórnarandstæðingar segja að fyrirkomulagið opni möguleika á kosningasvindli. Síðustu mánuði hafa stjórnvöld útilokað fjölda stjórnarandstæðinga frá því að bjóða sig fram. Sumir hafa verið dæmdir í fangelsi, aðrir handteknir og þá hefur öðrum einnig verið meinað að bjóða sig fram af ólíkum ástæðum. Guardian segir frá því að sumum fjölmiðlum, en ekki eru stjórnvöldum þóknanlegir, hafi verið lokað þar sem fullyrt er að erlendir aðilar stýri þeim. Ekki verða neinir kosningaeftirlitsmenn á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu til að fylgjast með framkvæmd kosninganna. „Snjallkosning“ Einn helsti stjórnarandstæðingur Rússlands, Alexei Navalní, sem nú situr í fangelsi, hefur reynt að hvetja fólk til að kjósa taktískt, þannig að þeir flykki sig á bakvið þann frambjóðenda sem þykir eiga mesta möguleika að hafa betur gegn frambjóðenda stjórnarflokksins í hverju kjördæmi fyrir sig. Tilheyra flestir frambjóðendurnir Kommúnistaflokknum. Rússnesk yfirvöld bönnuðu í byrjun mánaðar Google og rússnesku leitarsíðunni Yandex að birta leitarniðurstöður fyrir „Umnoje golosowanije“, „snallkosning“ sem Navalní og stuðningsmenn hans hafa verið að hvetja til. Stjórnarflokkurinn, Sameinað Rússland, er nú með 336 þingmenn af 450 í Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins.
Rússland Tengdar fréttir Pútín einangrar sig vegna smitaðra í hans innsta hring Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur ákveðið að einangra sig eftir að fólk í hans innsta hring greindist með Covid-19. Forsetinn ku vera við góða heilsu en hann hefur fengið tvo skammta af rússneska bóluefninu Sputnik V. 14. september 2021 10:04 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Sjá meira
Pútín einangrar sig vegna smitaðra í hans innsta hring Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur ákveðið að einangra sig eftir að fólk í hans innsta hring greindist með Covid-19. Forsetinn ku vera við góða heilsu en hann hefur fengið tvo skammta af rússneska bóluefninu Sputnik V. 14. september 2021 10:04