Iðnó verður hús fólksins: Opið frá morgni til kvölds alla daga Snorri Másson skrifar 16. september 2021 20:30 Finni á Prikinu er að taka við Iðnó og töluverðar breytingar eru fram undan. Stöð 2 Iðnó verður opnað aftur á laugardaginn eftir eins og hálfs árs lokun. Í fyrsta sinn í langan tíma mega borgarbúar búast við að dyrnar standi þeim opnar frá morgni til kvölds. Og forsalurinn hefur verið tekinn í gegn, að því marki sem hrófla má við heilögu innra byrði þessa sögulega húss. Croissant og kaffi á morgnana, hádegisverður á viðeigandi tíma dags og vínglas yfir lambaskanka eða laxi, jafnvel við óskipulagt undirspil innan úr stóra salnum þar sem alls konar hópar eru við æfingar á ólíkum tímum vikunnar, allt frá hljómsveitum og danshópum til kóra og leikhópa. Eftir sem áður eru hvers kyns viðburðir í stóra salnum helsta pælingin í húsnæðinu, en það á þó héðan í frá ekki að skyggja á að fólk njóti sín í öðrum rýmum hússins á meðan. Á þessa leið eru hugmyndir nýrra rekstraraðila Iðnó, sem tóku við rekstrinum eftir útboð hjá Reykjavíkurborg fyrir skemmstu. Einn umsvifamesti veitingamaður landsins, Guðfinnur Karlsson eða Finni á Prikinu, fer fyrir hópnum og vill laða venjulegt fólk að Iðnó. „Þetta er ekki bara Alþingishúsið sem labbar hérna inn. Þetta er hús fólksins og verður það aldrei meira en núna,“ segir Finni. Iðnó er byggt árið 1897 og hefur gegnt mikilvægu hlutverki í menningarlífi borgarinnar allar götur síðan. Það mælist vanalega ekki sérlega vel fyrir ef of róttækar breytingar eru gerðar á svo sögulegum stöðum, en einhverjar framkvæmdir hafa þó staðið yfir. „Það má ekki breyta neinu hérna. Breytingar eru stórt orð. Ég held að betrumbætingar sé kannski frekar orðið sem við ættum að nota. Við fórum ekki inn í salinn og breyttum honum í hauskúpusal,“ segir Finni. Þannig hefur dúkur verið tekinn af gólfinu, sem svipti hulunni af gömlu og fallegu parketi, veggirnir málaðir og afgreiðsluborði komið fyrir á nýjum stað. Það er allt að verða tilbúið og ballið byrjar strax á laugardaginn. Það varir svo um ókomna tíð. Menning Næturlíf Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Croissant og kaffi á morgnana, hádegisverður á viðeigandi tíma dags og vínglas yfir lambaskanka eða laxi, jafnvel við óskipulagt undirspil innan úr stóra salnum þar sem alls konar hópar eru við æfingar á ólíkum tímum vikunnar, allt frá hljómsveitum og danshópum til kóra og leikhópa. Eftir sem áður eru hvers kyns viðburðir í stóra salnum helsta pælingin í húsnæðinu, en það á þó héðan í frá ekki að skyggja á að fólk njóti sín í öðrum rýmum hússins á meðan. Á þessa leið eru hugmyndir nýrra rekstraraðila Iðnó, sem tóku við rekstrinum eftir útboð hjá Reykjavíkurborg fyrir skemmstu. Einn umsvifamesti veitingamaður landsins, Guðfinnur Karlsson eða Finni á Prikinu, fer fyrir hópnum og vill laða venjulegt fólk að Iðnó. „Þetta er ekki bara Alþingishúsið sem labbar hérna inn. Þetta er hús fólksins og verður það aldrei meira en núna,“ segir Finni. Iðnó er byggt árið 1897 og hefur gegnt mikilvægu hlutverki í menningarlífi borgarinnar allar götur síðan. Það mælist vanalega ekki sérlega vel fyrir ef of róttækar breytingar eru gerðar á svo sögulegum stöðum, en einhverjar framkvæmdir hafa þó staðið yfir. „Það má ekki breyta neinu hérna. Breytingar eru stórt orð. Ég held að betrumbætingar sé kannski frekar orðið sem við ættum að nota. Við fórum ekki inn í salinn og breyttum honum í hauskúpusal,“ segir Finni. Þannig hefur dúkur verið tekinn af gólfinu, sem svipti hulunni af gömlu og fallegu parketi, veggirnir málaðir og afgreiðsluborði komið fyrir á nýjum stað. Það er allt að verða tilbúið og ballið byrjar strax á laugardaginn. Það varir svo um ókomna tíð.
Menning Næturlíf Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira