Boða byltingu með nýju flugskýli fyrir Gæsluna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2021 15:35 Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra LHG Bygging nýs flugskýlis fyrir Landhelgisgæslu Íslands hefst í vetur. Með nýju flugskýli verður bylting í aðbúnaði flugdeildar Landhelgisgæslunnar. Hið nýja flugskýli verður 2822 fermetrar að stærð og er gert ráð fyrir að það verði tilbúið um mitt ár 2022 að því er segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Útboð vegna jarðvinnu hefur verið auglýst en það markar upphafið að framkvæmdinni. Reiknað er með að framkvæmdir hefjist strax við töku tilboðs sem gæti orðið um næstu mánaðamót. Framkvæmdatími þessa verkliðs er áætlaður um átta vikur og á þá öllum uppgreftri að vera lokið og jarðvegspúði tilbúin fyrir bygginguna. „Leiga á stærri og öflugri björgunarþyrlum hefur leitt til þess að loftför Landhelgisgæslunnar rúmast ekki lengur í skýlinu og því óhjákvæmilegt að ráðast í umbætur á húsnæðinu. Nýja flugskýlið mun tengjast flugskýlinu sem fyrir er og kemur einnig til með að hýsa skrifstofur flugdeildar, mötuneyti starfsmanna, búningsklefa og hvíldarrými starfsfólks,“ segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Frá blaðamannafundinum á Reykjavíkurflugvelli í dag.LHG Öryggisfjarskipti ehf. munu annast byggingu flugskýlisins. Samkomulag hefur verið undirritað milli Landhelgisgæslu Íslands og Öryggisfjarskipta um leigu Landhelgisgæslunnar á flugskýlinu. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, segir byggingu flugskýlisins vera mikið framfaraskref enda sé núverandi aðstaða flugdeildar stofnunarinnar barn síns tíma. Loftför Landhelgisgæslunnar rúmist ekki lengur í núverandi flugskýli og því sé mikilvægt að starfseminni sé tryggð viðunandi aðstaða. Gamla flugskýlið á Reykjavíkurflugvelli.LHG „Núverandi flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli var byggt af breska flughernum árið 1943 og þjónaði sínu hlutverki vel framan af. En með öflugri björgunartækjum og auknum öryggiskröfum hafa þarfirnar breyst. Með þeirri ákvörðun sem nú hefur verið tekin er flugdeild Landhelgisgæslunnar tryggð viðunandi aðstaða sem uppfyllir kröfur nútímans,“ segir Georg. „Eftir að þriðja leiguþyrlan af gerðinni Airbus Super Puma H225 var tekin í notkun í maí hefur flugfloti Landhelgisgæslunnar aldrei verið öflugri. Þessi öflugi flugfloti og starfsfólki flugdeildar Landhelgisgæslunnar fá nú viðunandi aðstöðu sem uppfyllir þarfir samtímans. Við hjá Landhelgisgæslunni erum afar þakklát stjórnvöldum og Öryggisfjarskiptum ehf. fyrir að láta byggingu flugskýlisins verða að veruleika. Síðast en ekki síst erum við þakklát borgaryfirvöldum í Reykjavík sem hafa sýnt þeirri mikilvægu starfsemi sem fram fer hjá Landhelgisgæslu Íslands mikinn skilning með því heimila byggingu þess. Bygging nýs flugskýlis markar tímamót í sögu flugrekstrar hjá Landhelgisgæslu Íslands.“ Grunnmynd af nýja flugskýlinu.LHG Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Öryggisfjarskipta ehf. segir byggingu flugskýlisins vera liður í áframhaldandi uppbyggingu öryggisinnviða hér á landi. „Öryggisfjarskipti ehf. hafa undanfarin ár unnið að uppbyggingu öryggisinnviða hér á landi. Bygging nýs flugskýlis fyrir starfsemi Landhelgisgæslu Íslands er liður í þeirri uppbyggingu,“ segir Þórhallur. Landhelgisgæslan Fréttir af flugi Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Útboð vegna jarðvinnu hefur verið auglýst en það markar upphafið að framkvæmdinni. Reiknað er með að framkvæmdir hefjist strax við töku tilboðs sem gæti orðið um næstu mánaðamót. Framkvæmdatími þessa verkliðs er áætlaður um átta vikur og á þá öllum uppgreftri að vera lokið og jarðvegspúði tilbúin fyrir bygginguna. „Leiga á stærri og öflugri björgunarþyrlum hefur leitt til þess að loftför Landhelgisgæslunnar rúmast ekki lengur í skýlinu og því óhjákvæmilegt að ráðast í umbætur á húsnæðinu. Nýja flugskýlið mun tengjast flugskýlinu sem fyrir er og kemur einnig til með að hýsa skrifstofur flugdeildar, mötuneyti starfsmanna, búningsklefa og hvíldarrými starfsfólks,“ segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Frá blaðamannafundinum á Reykjavíkurflugvelli í dag.LHG Öryggisfjarskipti ehf. munu annast byggingu flugskýlisins. Samkomulag hefur verið undirritað milli Landhelgisgæslu Íslands og Öryggisfjarskipta um leigu Landhelgisgæslunnar á flugskýlinu. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, segir byggingu flugskýlisins vera mikið framfaraskref enda sé núverandi aðstaða flugdeildar stofnunarinnar barn síns tíma. Loftför Landhelgisgæslunnar rúmist ekki lengur í núverandi flugskýli og því sé mikilvægt að starfseminni sé tryggð viðunandi aðstaða. Gamla flugskýlið á Reykjavíkurflugvelli.LHG „Núverandi flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli var byggt af breska flughernum árið 1943 og þjónaði sínu hlutverki vel framan af. En með öflugri björgunartækjum og auknum öryggiskröfum hafa þarfirnar breyst. Með þeirri ákvörðun sem nú hefur verið tekin er flugdeild Landhelgisgæslunnar tryggð viðunandi aðstaða sem uppfyllir kröfur nútímans,“ segir Georg. „Eftir að þriðja leiguþyrlan af gerðinni Airbus Super Puma H225 var tekin í notkun í maí hefur flugfloti Landhelgisgæslunnar aldrei verið öflugri. Þessi öflugi flugfloti og starfsfólki flugdeildar Landhelgisgæslunnar fá nú viðunandi aðstöðu sem uppfyllir þarfir samtímans. Við hjá Landhelgisgæslunni erum afar þakklát stjórnvöldum og Öryggisfjarskiptum ehf. fyrir að láta byggingu flugskýlisins verða að veruleika. Síðast en ekki síst erum við þakklát borgaryfirvöldum í Reykjavík sem hafa sýnt þeirri mikilvægu starfsemi sem fram fer hjá Landhelgisgæslu Íslands mikinn skilning með því heimila byggingu þess. Bygging nýs flugskýlis markar tímamót í sögu flugrekstrar hjá Landhelgisgæslu Íslands.“ Grunnmynd af nýja flugskýlinu.LHG Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Öryggisfjarskipta ehf. segir byggingu flugskýlisins vera liður í áframhaldandi uppbyggingu öryggisinnviða hér á landi. „Öryggisfjarskipti ehf. hafa undanfarin ár unnið að uppbyggingu öryggisinnviða hér á landi. Bygging nýs flugskýlis fyrir starfsemi Landhelgisgæslu Íslands er liður í þeirri uppbyggingu,“ segir Þórhallur.
Landhelgisgæslan Fréttir af flugi Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira