Byggðastefnan hefur siglt í strand Þorgrímur Sigmundsson skrifar 16. september 2021 08:31 Því miður hefur byggðastefna hér á landi silgt í strand. Það sést með skýrum hætti ef byggðaþróun er skoðuð nokkra áratugi aftur í tímann. Það er ljóst að það bútasaumskerfi sem hér hefur verið rekið og byggist á því að stökkva í neyðaraðgerðir þegar allt er komið í óefni dugar ekki lengur. Bútasaumurinn hefur verið kallaður ýmsum nöfnum; Vestfjarðaraðstoð, aðstoð við brotthættar byggðir, nú eða aðstoð við köld svæði. Stundum er hann kenndur við þann landshluta sem er undir hverju sinni og stundum við aðgerðina. Það er ekki aðalatriðið heldur það, að þessi aðferðafræði hefur því miður ekki getað snúið þróuninni við. Nú blasir við, að til að geta kallað fram raunhæfar breytingar þarf að ráðast í almennari aðgerðir og þá helst til breytinga á skattkerfinu. Borgríki Það er alveg hægt að lýsa þessu á myndrænan hátt sem birtist skýrast í því að við erum að verða með eitt mesta borgríki Evrópu. Það eru kannski ekki margir Íslendingar sem hafa velt því fyrir sér hvort það sé þróun sem við viljum sjá enda er hún á skjön við það sem aðrar þjóðir eru að reyna að ná fram. Þannig sjáum við hjá okkar næstu nágrönnum, Norðmönnum, að á Óslóarsvæðinu, býr um það bil 25% Norðmanna og þykir þeim nóg um. Ef við tökum hins vegar áhrifasvæði Reykjavíkur, sem má skilgreina á milli Hvítánna tveggja, þá búa nú þar upp undir 85% Íslendingar. Það er fráleitt að tala um jöfnun á vægi atkvæða þegar allar stofnanir landsins eru komnar á þetta svæði þar sem meira og minna allir búa. Það þarf að ráðast í öflugar og kraftmiklar aðgerðir ef á að vera hægt að snúa við þessari þróun eða í það minnsta stöðva hana. Það verður ekki gert með smáskammtalækningum eins og hafa hér verið við hafðar í áratugi. Það þarf að kjósa breytingar Þegar menn tala um vægi atkvæða þá snýst það ekki aðeins um fjölda kjörinna fulltrúa. Það snýst um aðgang borgaranna að þjónustu og stofnunum ríkisins og því gríðarlega valdi sem embættismenn hafa. Til að stöðva þessa þróun og snúa henni við þannig að fólki og fyrirtækjum þyki áhugavert að starfa úti á landi verður að ráðast í miklar aðgerðir. Þær verða að vera almennar og skapa skilyrði fyrir því að rekstur úti á landi sé jafnsettur rekstri á höfuðborgarsvæðinu og jafn hagkvæmur fyrir þá sem fjárfesta í honum. Því þarf að skapa almenna jákvæða hvata fyrir fólk og fyrirtæki til þess að starfa úti á landi. Sú aðferð sem hefur verið viðhöfð undanfarna áratugi dugar ekki lengur. Ef fer sem horfir munu aðeins örfáir kjarnar úti á landi lifa þetta af og hinir smám saman fjara út. Ég trúi því ekki fyrr en á reynir að það sé það sem íbúar þessa lands vilja. Til að fá fram breytingar þarf að kjósa breytingar. Við gerum það sem við segjumst ætla að gera. Höfundur er varaþingmaður og situr í 3. sæti lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Byggðamál Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Því miður hefur byggðastefna hér á landi silgt í strand. Það sést með skýrum hætti ef byggðaþróun er skoðuð nokkra áratugi aftur í tímann. Það er ljóst að það bútasaumskerfi sem hér hefur verið rekið og byggist á því að stökkva í neyðaraðgerðir þegar allt er komið í óefni dugar ekki lengur. Bútasaumurinn hefur verið kallaður ýmsum nöfnum; Vestfjarðaraðstoð, aðstoð við brotthættar byggðir, nú eða aðstoð við köld svæði. Stundum er hann kenndur við þann landshluta sem er undir hverju sinni og stundum við aðgerðina. Það er ekki aðalatriðið heldur það, að þessi aðferðafræði hefur því miður ekki getað snúið þróuninni við. Nú blasir við, að til að geta kallað fram raunhæfar breytingar þarf að ráðast í almennari aðgerðir og þá helst til breytinga á skattkerfinu. Borgríki Það er alveg hægt að lýsa þessu á myndrænan hátt sem birtist skýrast í því að við erum að verða með eitt mesta borgríki Evrópu. Það eru kannski ekki margir Íslendingar sem hafa velt því fyrir sér hvort það sé þróun sem við viljum sjá enda er hún á skjön við það sem aðrar þjóðir eru að reyna að ná fram. Þannig sjáum við hjá okkar næstu nágrönnum, Norðmönnum, að á Óslóarsvæðinu, býr um það bil 25% Norðmanna og þykir þeim nóg um. Ef við tökum hins vegar áhrifasvæði Reykjavíkur, sem má skilgreina á milli Hvítánna tveggja, þá búa nú þar upp undir 85% Íslendingar. Það er fráleitt að tala um jöfnun á vægi atkvæða þegar allar stofnanir landsins eru komnar á þetta svæði þar sem meira og minna allir búa. Það þarf að ráðast í öflugar og kraftmiklar aðgerðir ef á að vera hægt að snúa við þessari þróun eða í það minnsta stöðva hana. Það verður ekki gert með smáskammtalækningum eins og hafa hér verið við hafðar í áratugi. Það þarf að kjósa breytingar Þegar menn tala um vægi atkvæða þá snýst það ekki aðeins um fjölda kjörinna fulltrúa. Það snýst um aðgang borgaranna að þjónustu og stofnunum ríkisins og því gríðarlega valdi sem embættismenn hafa. Til að stöðva þessa þróun og snúa henni við þannig að fólki og fyrirtækjum þyki áhugavert að starfa úti á landi verður að ráðast í miklar aðgerðir. Þær verða að vera almennar og skapa skilyrði fyrir því að rekstur úti á landi sé jafnsettur rekstri á höfuðborgarsvæðinu og jafn hagkvæmur fyrir þá sem fjárfesta í honum. Því þarf að skapa almenna jákvæða hvata fyrir fólk og fyrirtæki til þess að starfa úti á landi. Sú aðferð sem hefur verið viðhöfð undanfarna áratugi dugar ekki lengur. Ef fer sem horfir munu aðeins örfáir kjarnar úti á landi lifa þetta af og hinir smám saman fjara út. Ég trúi því ekki fyrr en á reynir að það sé það sem íbúar þessa lands vilja. Til að fá fram breytingar þarf að kjósa breytingar. Við gerum það sem við segjumst ætla að gera. Höfundur er varaþingmaður og situr í 3. sæti lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar