Sósíalistar ætla í ríkisstjórn Gunnar Smári Egilsson skrifar 15. september 2021 14:32 Sósíalistar hafa lagt fram plan um endurreisn íslensks samfélags eftir niðurbrot nýfrjálshyggjuáranna. Þetta er rótttækt plan í samanburði við það sem aðrir flokkar leggja fram fyrir þessar kosningar. En þetta er ekki róttækt plan í samaburði við kröfur almenning á síðustu öld; kröfur sem byggðu upp félagslegt íbúðakerfi, gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, menntun fyrir alla, veikindarétt, atvinnuleysisbætur, eftirlaun, örorkubætur og í raun allt sem einhvers virði er í hinu skipulagða samfélagi millum okkar. Við þurfum ekki útvatnaðar kröfur Hvernig stendur á þessu? Að sígildar kröfur almennings hljómi róttækar í sviði stjórnmálanna. Það er vegna þess að þetta svið, svið elítustjórnmálanna, hefur verið fært frá kröfum almennings upp að bryggju auðvaldsins. Þar er ekkert flutt nema það sem auðvaldið sættir sig við. Á meðan Sósíalistar leggja fram óritskoðaðar kröfur almennings, sem mikill meirihluti fólks styður, þá leggja flestir flokkar fram útvatnaðar kröfur, nógu mildar svo þær styggja ekki auðvaldið. Það er eins og þeir líti á það sem hlutverk sitt að draga svo úr kröfum almennings að þær raski ekki ró hinna ríku og voldugu. En slíkar kröfur munu ekki duga til að breyta um stefnu. Þær eru eins og tyggjó sem á að stinga í ryðgötin á handónýtri nýfrjálshyggjunni svo hún geti drattast áfram veginn. Þeim er ekki ætlað að breyta um stefnu, ekki ætlað til að smíða nýjan vagn, eru ekki grunnurinn að nýju og réttlátara samfélagi. Þeim er aðeins ætlað að smyrsl á sárin undan allra verstu andstyggð núverandi stefnu. Við þurfum að vita hvert við ætlum Nú þegar nýfrjálshyggjan er hrunin er öllum ljóst að fjögur ár til viðbótar undir fána hennar munu ganga frá öllum grunnkerfum samfélagsins, færa allan auð, auðlindir og völd almennings til hinna fáu, brjóta niður samfélagið, skilja almenning eftir sem valdalausan verkalýð í verbúð hinna ríku. Sósíalistar sætta sig ekki við þetta. Sósíalistar segja: Lýðræðisvettvangurinn tilheyrir almenningi, Alþingi tilheyrir almenningi og almenningur þar á engan hátt að slá af kröfum sínum áður en hann sest niður til að móta framtíðarstefnu þessa samfélags. Og Sósíalistar segja: Sagan sýnir að það er aðeins þegar stjórnmálin byggja á kröfum almennings um réttlæti, þegar stjórnmálin eru framlenging krafna um sómasamleg kjör, mannvirðingu og frelsi alls almennings; það er aðeins þá sem stjórnmál almennings hafa afl til að taka völdin af auðvaldinu og móta samfélag sem þjónar fjöldanum en ekki aðeins hinum fáu. Við þurfum að standa með draumum okkar Stórir draumar og háleit markmið sameina fólk. Sjálfsritskoðun þeirra sem fyrir fram gefast upp fyrir afli hinna ríku sundrar. Þetta höfum við séð í verkalýðsbaráttunni þar sem róttækur baráttuandi sósíalista náði að endurvekja hreyfingu sem hafði beygt sig undir vald hinna ríku. Það sama þurfum við að gera á lýðræðisvettvangi Alþingis og sveitastjórna. Sósíalistar þurfa að leggja fram kröfur sem vekja, koma með eld sem logar og bera óhræddir fram drauma kynslóðanna um réttlæti og jöfnuð. Ekkert samfélag hefur hrunið vegna þess að þar var of mikið gert fyrir hin fátæku, veiku og valdalausu. Ekkert samfélag hefur hrunið vegna þess að völdin voru dreifð, vegna þess að fólk fékk einhverju ráðið um nærsamfélag sitt, vinnustað, skóla, verslun, banka eða þær stofnanir sem samfélagið er smíðað úr. En það eru mímörg dæmi um samfélög sem hafa hrunið vegna þess að hin ríku og voldugu brutu þau niður, vegna þess að þau sem dregið höfðu til sín vald og auð gátu ekki hætt, fengu aldrei nóg. Við þurfum kjark til að taka völdin Eina leiðin til að sameina vinstra fólk og aðra réttlætissinna, samvinnufólk og þau sem berjast fyrir mannvirðingu allra, verkalýðssinna og þau sem dreymir um jöfnuð og að samfélagið sé mótað af samkennd og kærleika; eina leiðin til að sameina þetta fólk er að reisa markið hátt. Við eigum þennan draum sameiginlega, hann er það sem sameinar okkur. Karp um tæknilegar útfærslu smáatriða innan óbreytt kerfis sundrar. Þess vegna er Sósíalistaflokkurinn eins og hann er; flokkur stórra drauma og sígildra krafna um jöfnuð og réttlæti. Það er vegna þess að við getum ekki sameinast nema einmitt þar, þar sem loginn er stærstur og viljinn sterkastur. Með stuðningi kjósenda mun Sósíalistaflokkurinn byggja upp samstöðu á Alþingi um nýtt Íslands, stórkostlegt Ísland. Sósíalistar ætla sér að breyta Íslandi og flokkurinn hræðist á engan hátt að taka ábyrgð á rekstri ríkisvaldsins. Hann getur ekki beðið eftir að taka yfir stjórn ríkisvaldsins af auðvaldsflokkunum og fylgihnöttum þeirra. Höfundur er oddviti Sósíalista í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Sósíalistar hafa lagt fram plan um endurreisn íslensks samfélags eftir niðurbrot nýfrjálshyggjuáranna. Þetta er rótttækt plan í samanburði við það sem aðrir flokkar leggja fram fyrir þessar kosningar. En þetta er ekki róttækt plan í samaburði við kröfur almenning á síðustu öld; kröfur sem byggðu upp félagslegt íbúðakerfi, gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, menntun fyrir alla, veikindarétt, atvinnuleysisbætur, eftirlaun, örorkubætur og í raun allt sem einhvers virði er í hinu skipulagða samfélagi millum okkar. Við þurfum ekki útvatnaðar kröfur Hvernig stendur á þessu? Að sígildar kröfur almennings hljómi róttækar í sviði stjórnmálanna. Það er vegna þess að þetta svið, svið elítustjórnmálanna, hefur verið fært frá kröfum almennings upp að bryggju auðvaldsins. Þar er ekkert flutt nema það sem auðvaldið sættir sig við. Á meðan Sósíalistar leggja fram óritskoðaðar kröfur almennings, sem mikill meirihluti fólks styður, þá leggja flestir flokkar fram útvatnaðar kröfur, nógu mildar svo þær styggja ekki auðvaldið. Það er eins og þeir líti á það sem hlutverk sitt að draga svo úr kröfum almennings að þær raski ekki ró hinna ríku og voldugu. En slíkar kröfur munu ekki duga til að breyta um stefnu. Þær eru eins og tyggjó sem á að stinga í ryðgötin á handónýtri nýfrjálshyggjunni svo hún geti drattast áfram veginn. Þeim er ekki ætlað að breyta um stefnu, ekki ætlað til að smíða nýjan vagn, eru ekki grunnurinn að nýju og réttlátara samfélagi. Þeim er aðeins ætlað að smyrsl á sárin undan allra verstu andstyggð núverandi stefnu. Við þurfum að vita hvert við ætlum Nú þegar nýfrjálshyggjan er hrunin er öllum ljóst að fjögur ár til viðbótar undir fána hennar munu ganga frá öllum grunnkerfum samfélagsins, færa allan auð, auðlindir og völd almennings til hinna fáu, brjóta niður samfélagið, skilja almenning eftir sem valdalausan verkalýð í verbúð hinna ríku. Sósíalistar sætta sig ekki við þetta. Sósíalistar segja: Lýðræðisvettvangurinn tilheyrir almenningi, Alþingi tilheyrir almenningi og almenningur þar á engan hátt að slá af kröfum sínum áður en hann sest niður til að móta framtíðarstefnu þessa samfélags. Og Sósíalistar segja: Sagan sýnir að það er aðeins þegar stjórnmálin byggja á kröfum almennings um réttlæti, þegar stjórnmálin eru framlenging krafna um sómasamleg kjör, mannvirðingu og frelsi alls almennings; það er aðeins þá sem stjórnmál almennings hafa afl til að taka völdin af auðvaldinu og móta samfélag sem þjónar fjöldanum en ekki aðeins hinum fáu. Við þurfum að standa með draumum okkar Stórir draumar og háleit markmið sameina fólk. Sjálfsritskoðun þeirra sem fyrir fram gefast upp fyrir afli hinna ríku sundrar. Þetta höfum við séð í verkalýðsbaráttunni þar sem róttækur baráttuandi sósíalista náði að endurvekja hreyfingu sem hafði beygt sig undir vald hinna ríku. Það sama þurfum við að gera á lýðræðisvettvangi Alþingis og sveitastjórna. Sósíalistar þurfa að leggja fram kröfur sem vekja, koma með eld sem logar og bera óhræddir fram drauma kynslóðanna um réttlæti og jöfnuð. Ekkert samfélag hefur hrunið vegna þess að þar var of mikið gert fyrir hin fátæku, veiku og valdalausu. Ekkert samfélag hefur hrunið vegna þess að völdin voru dreifð, vegna þess að fólk fékk einhverju ráðið um nærsamfélag sitt, vinnustað, skóla, verslun, banka eða þær stofnanir sem samfélagið er smíðað úr. En það eru mímörg dæmi um samfélög sem hafa hrunið vegna þess að hin ríku og voldugu brutu þau niður, vegna þess að þau sem dregið höfðu til sín vald og auð gátu ekki hætt, fengu aldrei nóg. Við þurfum kjark til að taka völdin Eina leiðin til að sameina vinstra fólk og aðra réttlætissinna, samvinnufólk og þau sem berjast fyrir mannvirðingu allra, verkalýðssinna og þau sem dreymir um jöfnuð og að samfélagið sé mótað af samkennd og kærleika; eina leiðin til að sameina þetta fólk er að reisa markið hátt. Við eigum þennan draum sameiginlega, hann er það sem sameinar okkur. Karp um tæknilegar útfærslu smáatriða innan óbreytt kerfis sundrar. Þess vegna er Sósíalistaflokkurinn eins og hann er; flokkur stórra drauma og sígildra krafna um jöfnuð og réttlæti. Það er vegna þess að við getum ekki sameinast nema einmitt þar, þar sem loginn er stærstur og viljinn sterkastur. Með stuðningi kjósenda mun Sósíalistaflokkurinn byggja upp samstöðu á Alþingi um nýtt Íslands, stórkostlegt Ísland. Sósíalistar ætla sér að breyta Íslandi og flokkurinn hræðist á engan hátt að taka ábyrgð á rekstri ríkisvaldsins. Hann getur ekki beðið eftir að taka yfir stjórn ríkisvaldsins af auðvaldsflokkunum og fylgihnöttum þeirra. Höfundur er oddviti Sósíalista í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun