Ríkisstjórnin fallin – eða hvað? Magnús D. Norðdahl skrifar 15. september 2021 11:31 Í íslenskum stjórnmálum hefur frasinn „að ganga óbundinn“ til kosninga verið vinsæll. Kjósendur hafa þannig greitt tilteknum flokkum atkvæði án þess að vita fyrirfram hvaða stjórnarsamstarf viðkomandi flokkur myndi helst kjósa. Í nýafstöðnum kosningum í Noregi vissu kjósendur þar í landi fyrirfram hvaða flokkar myndu vilja starfa saman eftir kosningar. Slíkt fyrirkomulag er til fyrirmyndar og eðlilegt í lýðræðisríki. Kjósendur eiga auðvitað rétt á því að vita hvort atkvæði greitt ákveðnum flokki sé jafnframt atkvæði greitt tilteknu stjórnarsamstarfi. Samkvæmt skoðanakönnunum eru Píratar, Samfylking, Viðreisn og Framsókn í töluverðri sókn og munu ef að líkum lætur verða þeir flokkar sem mest bæta við sig í komandi kosningum. Píratar hafa gefið það út mjög skýrt að þeir muni ekki standa að myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokknum. Slíkt hið sama hefur Samfylking gert. Katrín Jakobsdóttir núverandi forsætisráðherra hefur síðan lýst því yfir að VG muni ræða fyrst við Sjálfstæðisflokk um áframhaldandi samstarf og sama má ætla að sé raunin með Framsókn enda hafa þessir flokkar verið saman í stjórn síðastliðin 4 ár. Afstaða Viðreisnar hvað stjórnarsamstarf varðar liggur hins vegar ekki fyrir. Vill flokkurinn, hvers formaður var áður varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vinna með núverandi ríkisstjórn eða taka þátt í myndun nýrrar frjálslyndrar og félagshyggjusinnaðrar umbótastjórnar? Er ekki rétt að Viðreisn sýni kjósendum þá virðingu að svara því skilmerkilega með hverjum þeir vilji helst starfa að afloknum kosningum og hvort þeim finnist fýsilegt að ganga inn í núverandi stjórn? Rétt eins og neytendur eiga rétt á upplýsingum um innihald vöru eiga kjósendur rétt á skýrum og skilmerkilegum upplýsingum um raunveruleg áform stjórnmálaflokka. Þetta er í senn forsenda fyrir framgangi lýðræðis og kosningaþátttöku almennings. Traust og gagnsæi eiga mikilvægan þátt í að almenningur sé upplýstur og þar af leiðandi hæfur til lýðræðislegrar þátttöku. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús D. Norðdahl Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Í íslenskum stjórnmálum hefur frasinn „að ganga óbundinn“ til kosninga verið vinsæll. Kjósendur hafa þannig greitt tilteknum flokkum atkvæði án þess að vita fyrirfram hvaða stjórnarsamstarf viðkomandi flokkur myndi helst kjósa. Í nýafstöðnum kosningum í Noregi vissu kjósendur þar í landi fyrirfram hvaða flokkar myndu vilja starfa saman eftir kosningar. Slíkt fyrirkomulag er til fyrirmyndar og eðlilegt í lýðræðisríki. Kjósendur eiga auðvitað rétt á því að vita hvort atkvæði greitt ákveðnum flokki sé jafnframt atkvæði greitt tilteknu stjórnarsamstarfi. Samkvæmt skoðanakönnunum eru Píratar, Samfylking, Viðreisn og Framsókn í töluverðri sókn og munu ef að líkum lætur verða þeir flokkar sem mest bæta við sig í komandi kosningum. Píratar hafa gefið það út mjög skýrt að þeir muni ekki standa að myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokknum. Slíkt hið sama hefur Samfylking gert. Katrín Jakobsdóttir núverandi forsætisráðherra hefur síðan lýst því yfir að VG muni ræða fyrst við Sjálfstæðisflokk um áframhaldandi samstarf og sama má ætla að sé raunin með Framsókn enda hafa þessir flokkar verið saman í stjórn síðastliðin 4 ár. Afstaða Viðreisnar hvað stjórnarsamstarf varðar liggur hins vegar ekki fyrir. Vill flokkurinn, hvers formaður var áður varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vinna með núverandi ríkisstjórn eða taka þátt í myndun nýrrar frjálslyndrar og félagshyggjusinnaðrar umbótastjórnar? Er ekki rétt að Viðreisn sýni kjósendum þá virðingu að svara því skilmerkilega með hverjum þeir vilji helst starfa að afloknum kosningum og hvort þeim finnist fýsilegt að ganga inn í núverandi stjórn? Rétt eins og neytendur eiga rétt á upplýsingum um innihald vöru eiga kjósendur rétt á skýrum og skilmerkilegum upplýsingum um raunveruleg áform stjórnmálaflokka. Þetta er í senn forsenda fyrir framgangi lýðræðis og kosningaþátttöku almennings. Traust og gagnsæi eiga mikilvægan þátt í að almenningur sé upplýstur og þar af leiðandi hæfur til lýðræðislegrar þátttöku. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun