„Það er auðvitað augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi“ Árni Múli Jónasson skrifar 15. september 2021 10:30 Mörgum eru minnisstæð orð núverandi formanns Framsóknarflokksins, Sigurðar Inga Jóhannssonar, Þegar flett hafði verið ofan af því að núverandi formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Bendediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, áttu peninga og félög í útlendum skattaskjólum. Sigurður Ingi var spurður: „Er eðlilegt að forsætisráðherrann og kona hans eigi stórar upphæðir á Tortola?“ Fullur samúðar svaraði Sigurður: „Það er auðvitað augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi. Það er ekkert að því að fólk sé efnað á Íslandi.“ Hann var þá spurður: „En að eiga peninga á Tortola?“ Hann svaraði skilningsríkur: „Einhvers staðar verða peningarnir að vera.“ Í leiðara Kjarnans 9. ágúst sl. kemur fram að mánaðarlaun ráðherra á Íslandi hafi hækkað um 874 þúsund krónur síðan þetta viðtal var tekið við formann Framsóknarflokksins. Þar segir m.a.: „Grunnlaun ráðherra hafa hækkað enn meira í krónum talið. Þeir voru með 1.257.425 krónur í laun snemmsumars 2016 en fá nú 2.131.788 krónur á mánuði. Laun þeirra hafa því hækkað um 874.363 krónur á tímabilinu, eða um 70 prósent.“ Á visir.is var fyrr í þessari viku frétt undir fyrirsögninni „Börn fatlaðs fólk verða af næringarríkum mat og tómstundum.“ Þar segir m.a.: „Tæplega átta af hverjum tíu í flokki fatlaðs fólks eiga erfitt eða frekar erfitt með að ná endum saman. Sex af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum útgjöldum. Þetta er meðal niðurstaðna spurningakönnunar Vörðu fyrir Öryrkjabandalag Íslands þar sem staða fatlaðs fólks á Íslandi var könnuð.“ Í fréttinni segir líka: „Heildarniðurstaðan er sú að fjárhagsstaða fatlaðs fólks er mjög slæm. Tæplega fjórir af hverjum tíu búi við skort á efnislegum gæðum.“ ... „Tæplega níu af hverjum tíu einhleypum og einstæðum foreldrum eiga erfitt eða frekar erfitt með að ná endum saman. Um helmingur einstæðra fatlaðra foreldra og einhleypra býr við skort á efnislegum gæðum. Ríflega fjórir af hverjum tíu einstæðum foreldrum geta ekki veitt börnunum sínum eins næringarríkan mat og þeir vilja eða greitt kostnað vegna skipulagðra tómstunda.“ ... „Ríflega átta af hverjum tíu hafa neitað sér um heilbrigðisþjónustu. Sex af hverjum tíu hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu. Þrír af hverjum tíu hafa neitað sér um almenna heilbrigðisþjónustu. Tæplega níu af hverjum tíu segja að kostnaður sé helsta ástæða þess að þeir hafi neitað sér um heilbrigðisþjónustu.“ Getur þetta fátæka fólk kannski huggað sig það við að hafa aldrei þurft að takast á við þá erfiðleika, sem formaður Framsóknaflokksins hafði svo mikinn skilning á, hvað það er „flókið að eiga peninga á Íslandi“? En ef þið eruð ekki sátt við það samfélag og siðleysi sem framangreint lýsir og þennan viðskilnað ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur getið þið látið álit ykkar í ljós með einföldum en mjög áhrifaríkum hætti: Kjósið Sósíalistaflokkinn! Höfundur er í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Múli Jónasson Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Mörgum eru minnisstæð orð núverandi formanns Framsóknarflokksins, Sigurðar Inga Jóhannssonar, Þegar flett hafði verið ofan af því að núverandi formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Bendediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, áttu peninga og félög í útlendum skattaskjólum. Sigurður Ingi var spurður: „Er eðlilegt að forsætisráðherrann og kona hans eigi stórar upphæðir á Tortola?“ Fullur samúðar svaraði Sigurður: „Það er auðvitað augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi. Það er ekkert að því að fólk sé efnað á Íslandi.“ Hann var þá spurður: „En að eiga peninga á Tortola?“ Hann svaraði skilningsríkur: „Einhvers staðar verða peningarnir að vera.“ Í leiðara Kjarnans 9. ágúst sl. kemur fram að mánaðarlaun ráðherra á Íslandi hafi hækkað um 874 þúsund krónur síðan þetta viðtal var tekið við formann Framsóknarflokksins. Þar segir m.a.: „Grunnlaun ráðherra hafa hækkað enn meira í krónum talið. Þeir voru með 1.257.425 krónur í laun snemmsumars 2016 en fá nú 2.131.788 krónur á mánuði. Laun þeirra hafa því hækkað um 874.363 krónur á tímabilinu, eða um 70 prósent.“ Á visir.is var fyrr í þessari viku frétt undir fyrirsögninni „Börn fatlaðs fólk verða af næringarríkum mat og tómstundum.“ Þar segir m.a.: „Tæplega átta af hverjum tíu í flokki fatlaðs fólks eiga erfitt eða frekar erfitt með að ná endum saman. Sex af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum útgjöldum. Þetta er meðal niðurstaðna spurningakönnunar Vörðu fyrir Öryrkjabandalag Íslands þar sem staða fatlaðs fólks á Íslandi var könnuð.“ Í fréttinni segir líka: „Heildarniðurstaðan er sú að fjárhagsstaða fatlaðs fólks er mjög slæm. Tæplega fjórir af hverjum tíu búi við skort á efnislegum gæðum.“ ... „Tæplega níu af hverjum tíu einhleypum og einstæðum foreldrum eiga erfitt eða frekar erfitt með að ná endum saman. Um helmingur einstæðra fatlaðra foreldra og einhleypra býr við skort á efnislegum gæðum. Ríflega fjórir af hverjum tíu einstæðum foreldrum geta ekki veitt börnunum sínum eins næringarríkan mat og þeir vilja eða greitt kostnað vegna skipulagðra tómstunda.“ ... „Ríflega átta af hverjum tíu hafa neitað sér um heilbrigðisþjónustu. Sex af hverjum tíu hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu. Þrír af hverjum tíu hafa neitað sér um almenna heilbrigðisþjónustu. Tæplega níu af hverjum tíu segja að kostnaður sé helsta ástæða þess að þeir hafi neitað sér um heilbrigðisþjónustu.“ Getur þetta fátæka fólk kannski huggað sig það við að hafa aldrei þurft að takast á við þá erfiðleika, sem formaður Framsóknaflokksins hafði svo mikinn skilning á, hvað það er „flókið að eiga peninga á Íslandi“? En ef þið eruð ekki sátt við það samfélag og siðleysi sem framangreint lýsir og þennan viðskilnað ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur getið þið látið álit ykkar í ljós með einföldum en mjög áhrifaríkum hætti: Kjósið Sósíalistaflokkinn! Höfundur er í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun