Hefur ekki keypt áfengi af netverslun og skoðar hvort starfsemin standist lög Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. september 2021 21:28 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir til skoðunar hjá ráðuneyti sínu hvort áfengissala netverslana sem skráðar eru erlendis en starfi að miklu leyti til hér á landi stangist á við lög. Félag atvinnurekanda hefur kallað eftir svörum um málið þar sem fjöldi fyrirtækja hefur áhuga á að hefja slíka sölu. Sjálf hefur Áslaug ekki keypt áfengi af slíkri netverslun. Þetta kom fram í máli hennar þegar rætt var við fyrir utan Ráðherrabústaðinn að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Fyrr í dag kom fram að erindi FA væri ósvarað, tveimur vikum eftir að það var sent á fjármála- og efnahagsráðuneytið, en síðar áframsent á dómsmálaráðuneytið. „Þessu erindi var beint til tveggja ráðuneyta og það er bara í vinnslu, svarið við því,“ sagði Áslaug Arna. Hún hafi á þessu kjörtímabili talið, og telji raunar enn, að farsælasta lausnin í málinu sé að breyta löggjöfinni á þá leið að íslenskum netverslunum verði heimilt að selja áfengi, en þeim er það óheimilt eins og sakir standa. „Sem myndi þá skýra þetta mun betur, varðandi bæði aldur og eftirlit og fleira. Það er auðvitað staðan að erlendum netverslunum er heimilt að selja áfengi, ég vildi jafna þessa stöðu og hyggst enn þá beita mér fyrir því.“ Meðal netverslana sem selja vín hér á landi er Sante, sem er með lager á Íslandi, og Nýja Vínbúðin, en eigandi hennar segir verslunina með vöruhús í Evrópu sem sent er frá. Í júlí lagði ÁTVR fram kæru á hendur Sante, ásamt eigandanum Arnari Sigurðssyni, til lögreglu og Skattsins og taldi fyrirtækið ekki standa skil á innheimtum virðisaukaskatti. Aðspurð sagðist Áslaug sjálf ekki hafa keypt áfengi af netverslun sem bjóði upp á slíka þjónustu hér á landi. Finnst þér starfsemi verslananna núna vera vafasöm samkvæmt lögunum? „Það er það sem ráðuneytið er að skoða,“ svaraði Áslaug. Áfengi og tóbak Verslun Netverslun með áfengi Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Þetta kom fram í máli hennar þegar rætt var við fyrir utan Ráðherrabústaðinn að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Fyrr í dag kom fram að erindi FA væri ósvarað, tveimur vikum eftir að það var sent á fjármála- og efnahagsráðuneytið, en síðar áframsent á dómsmálaráðuneytið. „Þessu erindi var beint til tveggja ráðuneyta og það er bara í vinnslu, svarið við því,“ sagði Áslaug Arna. Hún hafi á þessu kjörtímabili talið, og telji raunar enn, að farsælasta lausnin í málinu sé að breyta löggjöfinni á þá leið að íslenskum netverslunum verði heimilt að selja áfengi, en þeim er það óheimilt eins og sakir standa. „Sem myndi þá skýra þetta mun betur, varðandi bæði aldur og eftirlit og fleira. Það er auðvitað staðan að erlendum netverslunum er heimilt að selja áfengi, ég vildi jafna þessa stöðu og hyggst enn þá beita mér fyrir því.“ Meðal netverslana sem selja vín hér á landi er Sante, sem er með lager á Íslandi, og Nýja Vínbúðin, en eigandi hennar segir verslunina með vöruhús í Evrópu sem sent er frá. Í júlí lagði ÁTVR fram kæru á hendur Sante, ásamt eigandanum Arnari Sigurðssyni, til lögreglu og Skattsins og taldi fyrirtækið ekki standa skil á innheimtum virðisaukaskatti. Aðspurð sagðist Áslaug sjálf ekki hafa keypt áfengi af netverslun sem bjóði upp á slíka þjónustu hér á landi. Finnst þér starfsemi verslananna núna vera vafasöm samkvæmt lögunum? „Það er það sem ráðuneytið er að skoða,“ svaraði Áslaug.
Áfengi og tóbak Verslun Netverslun með áfengi Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira