Leiðtogar Talibana sagðir hafa hnakkrifist í forsetahöllinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. september 2021 21:01 Abdul Ghani Baradar, aðstoðarforsætisráðherra Afganistan, er sagður hafa verið einn af þeim sem tók þátt í rifrildinu Getty/ANADOLU Leiðtogar Talibana eru sagðir hafa hnakkrifist yfir því hvernig ný bráðabirgðaríkisstjórn þeirra í Afganistan er skipuð. Hávaðarifrildi er sagt hafa brotist út í forsetahöllinni í Kabúl. Leiðtogarnir sem eiga að hafa átt í snörpum orðaskiptum sín á milli eru Mullah Abdul Ghani Baradar, aðstoðarforsætisráðherra og einn af stofnendum Talibana, og Khalil ur-Rahman Haqqani, ráðherra flóttamanna og einn af leiðtogum hins herskáa Haqqani-hóps. BBC greinir frá og hefur eftir heimildarmönnum innan raða Talibana. Talibanar náðu völdum í Afganistan í síðasta mánuði og ný bráðabigðaríkisstjórn þeirra var mynduð á dögunum. Samanstendur hún af háttsettum leiðtogum Talibana. Heimildarmaður BBC segir að Baradar og Hawwani hafi hnakkrifist á meðan stuðningsmenn þeirra hafi einnig blandað sér í málin. Er Baradar sagður vera óánægður með hvernig ríkisstjórnin er skipuð. Þá er hann einnig sagður vilja leggja áherslu á að Talibanar hafi náð yfirráðum í Afganistan með diplómatískum leiðum. Er Haqqani sagður vera á öndverðum meiði, hann vilji meina að Talibanar hafi fyrst og fremst náð völdum í gegnum herstyrk þeirra. Leiðtogi hins herskáa Haqqani-hóps, Sirajuddin Haqqani, er innanríkisráðherra í ríkisstjórninni. Í frétt BBC segir einnig að lítið hafi sést til Baradar síðustu daga eftir að rifrildið á að hafa átt sé stað. Baradar var á meðal þeirra sem skrifaði undir Doha-samkomulagið fyrir hönd Talibana á síðasta ári, en í því voru gefin fyrirheit um að Bandaríkin myndi draga herlið sitt frá Afganistan. Afganistan Tengdar fréttir Talibanar aðskilja háskólanema eftir kyni Afganskir stúdentar verða aðskildir eftir kyni og nýjar reglur um klæðaburð í háskólum verða settar í landinu. Þetta tilkynntu Talibanar í dag og sögðu að konum í landinu verði leyft að mennta sig, en ekki á sama stað og karlar. 12. september 2021 17:52 Síðasta drónaárásin í Kabúl: Sjö börn úr sömu fjölskyldunni dóu Síðasta eldflaugin sem vitað er að Bandaríkjamenn skutu í Afganistan grandaði ekki ISIS-liða eins og ráðamenn hafa haldið fram. Þess í stað lenti hún á bíl manns sem hefur starfað fyrir bandarísk hjálparsamtök sem var að skutla vinnufélögum sínum til og frá vinnu. 11. september 2021 10:52 Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af bráðabirgðastjórninni Bandarísk stjórnvöld segjast hafa áhyggjur af nýskipaðri bráðabirgðastjórn í Afganistan sem talíbanar kynntu til sögunnar í gær. 8. september 2021 07:03 Talibanar skipa bráðabirgðastjórn Talibanar tilkynntu í dag að þeir hefðu skipað bráðabirgðaríkisstjórn í Afganistan. Þar eru fremstir í flokki margir af eldri forystumönnum samtakanna sem hafa leitt baráttuna gegn fjölþjóðaliðinu og kjörnum stjórnvöldum síðustu tvo áratugina. 7. september 2021 17:02 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Leiðtogarnir sem eiga að hafa átt í snörpum orðaskiptum sín á milli eru Mullah Abdul Ghani Baradar, aðstoðarforsætisráðherra og einn af stofnendum Talibana, og Khalil ur-Rahman Haqqani, ráðherra flóttamanna og einn af leiðtogum hins herskáa Haqqani-hóps. BBC greinir frá og hefur eftir heimildarmönnum innan raða Talibana. Talibanar náðu völdum í Afganistan í síðasta mánuði og ný bráðabigðaríkisstjórn þeirra var mynduð á dögunum. Samanstendur hún af háttsettum leiðtogum Talibana. Heimildarmaður BBC segir að Baradar og Hawwani hafi hnakkrifist á meðan stuðningsmenn þeirra hafi einnig blandað sér í málin. Er Baradar sagður vera óánægður með hvernig ríkisstjórnin er skipuð. Þá er hann einnig sagður vilja leggja áherslu á að Talibanar hafi náð yfirráðum í Afganistan með diplómatískum leiðum. Er Haqqani sagður vera á öndverðum meiði, hann vilji meina að Talibanar hafi fyrst og fremst náð völdum í gegnum herstyrk þeirra. Leiðtogi hins herskáa Haqqani-hóps, Sirajuddin Haqqani, er innanríkisráðherra í ríkisstjórninni. Í frétt BBC segir einnig að lítið hafi sést til Baradar síðustu daga eftir að rifrildið á að hafa átt sé stað. Baradar var á meðal þeirra sem skrifaði undir Doha-samkomulagið fyrir hönd Talibana á síðasta ári, en í því voru gefin fyrirheit um að Bandaríkin myndi draga herlið sitt frá Afganistan.
Afganistan Tengdar fréttir Talibanar aðskilja háskólanema eftir kyni Afganskir stúdentar verða aðskildir eftir kyni og nýjar reglur um klæðaburð í háskólum verða settar í landinu. Þetta tilkynntu Talibanar í dag og sögðu að konum í landinu verði leyft að mennta sig, en ekki á sama stað og karlar. 12. september 2021 17:52 Síðasta drónaárásin í Kabúl: Sjö börn úr sömu fjölskyldunni dóu Síðasta eldflaugin sem vitað er að Bandaríkjamenn skutu í Afganistan grandaði ekki ISIS-liða eins og ráðamenn hafa haldið fram. Þess í stað lenti hún á bíl manns sem hefur starfað fyrir bandarísk hjálparsamtök sem var að skutla vinnufélögum sínum til og frá vinnu. 11. september 2021 10:52 Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af bráðabirgðastjórninni Bandarísk stjórnvöld segjast hafa áhyggjur af nýskipaðri bráðabirgðastjórn í Afganistan sem talíbanar kynntu til sögunnar í gær. 8. september 2021 07:03 Talibanar skipa bráðabirgðastjórn Talibanar tilkynntu í dag að þeir hefðu skipað bráðabirgðaríkisstjórn í Afganistan. Þar eru fremstir í flokki margir af eldri forystumönnum samtakanna sem hafa leitt baráttuna gegn fjölþjóðaliðinu og kjörnum stjórnvöldum síðustu tvo áratugina. 7. september 2021 17:02 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Talibanar aðskilja háskólanema eftir kyni Afganskir stúdentar verða aðskildir eftir kyni og nýjar reglur um klæðaburð í háskólum verða settar í landinu. Þetta tilkynntu Talibanar í dag og sögðu að konum í landinu verði leyft að mennta sig, en ekki á sama stað og karlar. 12. september 2021 17:52
Síðasta drónaárásin í Kabúl: Sjö börn úr sömu fjölskyldunni dóu Síðasta eldflaugin sem vitað er að Bandaríkjamenn skutu í Afganistan grandaði ekki ISIS-liða eins og ráðamenn hafa haldið fram. Þess í stað lenti hún á bíl manns sem hefur starfað fyrir bandarísk hjálparsamtök sem var að skutla vinnufélögum sínum til og frá vinnu. 11. september 2021 10:52
Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af bráðabirgðastjórninni Bandarísk stjórnvöld segjast hafa áhyggjur af nýskipaðri bráðabirgðastjórn í Afganistan sem talíbanar kynntu til sögunnar í gær. 8. september 2021 07:03
Talibanar skipa bráðabirgðastjórn Talibanar tilkynntu í dag að þeir hefðu skipað bráðabirgðaríkisstjórn í Afganistan. Þar eru fremstir í flokki margir af eldri forystumönnum samtakanna sem hafa leitt baráttuna gegn fjölþjóðaliðinu og kjörnum stjórnvöldum síðustu tvo áratugina. 7. september 2021 17:02