Tíu ára fangelsi fyrir að sprauta ókunnuga konu með sæði Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2021 23:30 Thomas Stemen elti tvær konur áður en hann stak Katie Peters. Getty Thomas Stemen var í síðustu viku dæmdur til tíu ára fangelsisvistar fyrir að ráðast á konu í matvöruverslun í fyrra og sprauta sæði í hana. Stemen stakk Katie Peters í rassinn með sprautu sem innihélt sæði úr honum og sprautaði í hana. Hún sló til hans og spurði hvort hann hefði brennt hana með sígarettu. Eftir það keyrði hún á brott en byrjaði fljótt að finna mikið til í sárinu. Það var ekki fyrr en hún var komin heim að hún fann stungusár á sér og vökva á buxunum sem hún leitaði til lögreglunnar í Churchton í Maryland, samkvæmt frétt Washington post. Upptökur úr öryggismyndavélum í versluninni sýndu svo hvernig Stemen réðst á hana en sýndu einnig að hann hafði áður elt og reynt að stinga tvær aðrar konur, þar af eina sautján ára gamla, en án árangurs. Hér má sjá myndband úr öryggismyndavél þegar Stemen réðst á Peters. Lögregluþjónar notuðu þessa upptöku til að finna Stemen. Í bíl hans fannst sprauta með óþekktum „skýjuðum vökva“. Önnur sprauta með vökva fannst upp á skáp inn á baðherbergi og níu tómar fundust víðsvegar á heimilinu. Sprauturnar voru sendar í rannsókn og leiddi hún í ljós að erfðaefni Stemen voru í vökvanum. Peters sagði í viðtali við héraðsmiðilinn Fox 5 eftir árásina að hún hafi ekki haft hugmynd um hvað hefði verið í sprautunni. Það hefði þess vegna getað verið rottueitur eða Stemen hefði reynt að smita hana af HIV. Hún leitaði þó fljótt til læknis og fékk lyfjablöndu sem átti að hjálpa henni að koma í veg fyrir sýkingu. Hér má sjá viðtal við Katie Peters í kjölfar árásarinnar í fyrra. Eins og áður segir var Stemen dæmdur til tíu ára fangelsisvistar. Honum var einnig gert að fara í meðferð og gangast geðrannsókn að fangelsisvist hans lokinni, samkvæmt frétt CBS í Baltimore. Anne Colt Leitless, ríkissaksóknari Maryland, segir árás Stemen hafa verið mjög ógnvænlega. Hann hafi markvisst ætlað sér að skaða grunlausar konur. Í yfirlýsingu sem hún birti segir hún að Stemen verði fjarlægður úr samfélaginu í langan tíma og þakkar þeim sem báru kennsl á hann í fyrra. Bandaríkin Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Sjá meira
Hún sló til hans og spurði hvort hann hefði brennt hana með sígarettu. Eftir það keyrði hún á brott en byrjaði fljótt að finna mikið til í sárinu. Það var ekki fyrr en hún var komin heim að hún fann stungusár á sér og vökva á buxunum sem hún leitaði til lögreglunnar í Churchton í Maryland, samkvæmt frétt Washington post. Upptökur úr öryggismyndavélum í versluninni sýndu svo hvernig Stemen réðst á hana en sýndu einnig að hann hafði áður elt og reynt að stinga tvær aðrar konur, þar af eina sautján ára gamla, en án árangurs. Hér má sjá myndband úr öryggismyndavél þegar Stemen réðst á Peters. Lögregluþjónar notuðu þessa upptöku til að finna Stemen. Í bíl hans fannst sprauta með óþekktum „skýjuðum vökva“. Önnur sprauta með vökva fannst upp á skáp inn á baðherbergi og níu tómar fundust víðsvegar á heimilinu. Sprauturnar voru sendar í rannsókn og leiddi hún í ljós að erfðaefni Stemen voru í vökvanum. Peters sagði í viðtali við héraðsmiðilinn Fox 5 eftir árásina að hún hafi ekki haft hugmynd um hvað hefði verið í sprautunni. Það hefði þess vegna getað verið rottueitur eða Stemen hefði reynt að smita hana af HIV. Hún leitaði þó fljótt til læknis og fékk lyfjablöndu sem átti að hjálpa henni að koma í veg fyrir sýkingu. Hér má sjá viðtal við Katie Peters í kjölfar árásarinnar í fyrra. Eins og áður segir var Stemen dæmdur til tíu ára fangelsisvistar. Honum var einnig gert að fara í meðferð og gangast geðrannsókn að fangelsisvist hans lokinni, samkvæmt frétt CBS í Baltimore. Anne Colt Leitless, ríkissaksóknari Maryland, segir árás Stemen hafa verið mjög ógnvænlega. Hann hafi markvisst ætlað sér að skaða grunlausar konur. Í yfirlýsingu sem hún birti segir hún að Stemen verði fjarlægður úr samfélaginu í langan tíma og þakkar þeim sem báru kennsl á hann í fyrra.
Bandaríkin Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Sjá meira