Þær eru miklu sterkari en þær sýndu í dag Sverrir Mar Smárason skrifar 12. september 2021 17:00 Vilhjálmur Kári var sáttur með 6-1 sigur í dag. Vísir/Hulda Margrét Vilhjálmur Kári, þjálfari Breiðabliks, var að vonum sáttur með 6-1 sinna stelpna á öflugu liði Þróttar R. í lokaumferð Pepsi-Max deild kvenna í dag. „Mér fannst þetta bara flottur leikur hjá stelpunum. Fannst þær spila bara nokkuð vel miðað við erfiðar aðstæður. Það er ekkert auðvelt að spila í svona veðri en mér fannst við bara ná fínu spili, góðum mörkum og fínum leik. Gott að enda þetta svona,“ sagði Vilhjálmur. Agla María Albertsdóttur átti frábæran leik í dag, lagði upp þrjú mörk og skoraði eitt. Með fleiri mörkum í dag hefði hún getað nælt sér í gullskóinn. „Agla María er náttúrulega búin að vera frábær í sumar og það sem mér finnst kannski einkenna hennar leik er að hún er mikið að leggja upp og mikið að búa til. Það er ekki allt bara fengið með því að vera markadrottning. Hún er náttúrulega bæði búin að skora mikið og hún er búin að leggja upp mörg mörk þannig að það er bara frábær eiginleiki að gera hvoru tveggja og það gerir hana að þessum leikmanni sem hún er. Hún er einn besti leikmaðurinn í deildinni,“ sagði Vilhjálmur um Öglu Maríu. Nýlega tilkynnti Vilhjálmur að hann myndi hætta sem þjálfari Breiðabliks eftir tímabilið en það er ekki búið enn. Næst á dagskrá er úrslitaleikur í Mjólkurbikarnum og í kjölfarið fyrsta riðlakeppnin í Meistaradeild kvenna. „Lýst bara mjög vel á þetta. Það er frábært að fara í bikarúrslitin en það verður mjög erfiður leikur á móti sterku Þróttaraliði. Þær áttu ekki mjög góðan leik í dag fannst mér, þær eru miklu sterkari en þær sýndu í dag. Það verður mjög erfiður og spennandi leikur reikna ég með,“ sagði Vilhjálmur um bikarúrslitin og bætti svo við „það verður mjög spennandi (drátturinn í Meistaradeildinni á morgun), maður verður við skjáinn. Við erum með okkar fulltrúa, Úlla Hinriks, á staðnum en við fylgjumst bara með hér og verður mjög spennandi að sjá á móti hvaða liðum við erum að fara að spila,“ sagði Vilhjálmur að lokum um Meistaradeildina. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
„Mér fannst þetta bara flottur leikur hjá stelpunum. Fannst þær spila bara nokkuð vel miðað við erfiðar aðstæður. Það er ekkert auðvelt að spila í svona veðri en mér fannst við bara ná fínu spili, góðum mörkum og fínum leik. Gott að enda þetta svona,“ sagði Vilhjálmur. Agla María Albertsdóttur átti frábæran leik í dag, lagði upp þrjú mörk og skoraði eitt. Með fleiri mörkum í dag hefði hún getað nælt sér í gullskóinn. „Agla María er náttúrulega búin að vera frábær í sumar og það sem mér finnst kannski einkenna hennar leik er að hún er mikið að leggja upp og mikið að búa til. Það er ekki allt bara fengið með því að vera markadrottning. Hún er náttúrulega bæði búin að skora mikið og hún er búin að leggja upp mörg mörk þannig að það er bara frábær eiginleiki að gera hvoru tveggja og það gerir hana að þessum leikmanni sem hún er. Hún er einn besti leikmaðurinn í deildinni,“ sagði Vilhjálmur um Öglu Maríu. Nýlega tilkynnti Vilhjálmur að hann myndi hætta sem þjálfari Breiðabliks eftir tímabilið en það er ekki búið enn. Næst á dagskrá er úrslitaleikur í Mjólkurbikarnum og í kjölfarið fyrsta riðlakeppnin í Meistaradeild kvenna. „Lýst bara mjög vel á þetta. Það er frábært að fara í bikarúrslitin en það verður mjög erfiður leikur á móti sterku Þróttaraliði. Þær áttu ekki mjög góðan leik í dag fannst mér, þær eru miklu sterkari en þær sýndu í dag. Það verður mjög erfiður og spennandi leikur reikna ég með,“ sagði Vilhjálmur um bikarúrslitin og bætti svo við „það verður mjög spennandi (drátturinn í Meistaradeildinni á morgun), maður verður við skjáinn. Við erum með okkar fulltrúa, Úlla Hinriks, á staðnum en við fylgjumst bara með hér og verður mjög spennandi að sjá á móti hvaða liðum við erum að fara að spila,“ sagði Vilhjálmur að lokum um Meistaradeildina. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira