Þær eru miklu sterkari en þær sýndu í dag Sverrir Mar Smárason skrifar 12. september 2021 17:00 Vilhjálmur Kári var sáttur með 6-1 sigur í dag. Vísir/Hulda Margrét Vilhjálmur Kári, þjálfari Breiðabliks, var að vonum sáttur með 6-1 sinna stelpna á öflugu liði Þróttar R. í lokaumferð Pepsi-Max deild kvenna í dag. „Mér fannst þetta bara flottur leikur hjá stelpunum. Fannst þær spila bara nokkuð vel miðað við erfiðar aðstæður. Það er ekkert auðvelt að spila í svona veðri en mér fannst við bara ná fínu spili, góðum mörkum og fínum leik. Gott að enda þetta svona,“ sagði Vilhjálmur. Agla María Albertsdóttur átti frábæran leik í dag, lagði upp þrjú mörk og skoraði eitt. Með fleiri mörkum í dag hefði hún getað nælt sér í gullskóinn. „Agla María er náttúrulega búin að vera frábær í sumar og það sem mér finnst kannski einkenna hennar leik er að hún er mikið að leggja upp og mikið að búa til. Það er ekki allt bara fengið með því að vera markadrottning. Hún er náttúrulega bæði búin að skora mikið og hún er búin að leggja upp mörg mörk þannig að það er bara frábær eiginleiki að gera hvoru tveggja og það gerir hana að þessum leikmanni sem hún er. Hún er einn besti leikmaðurinn í deildinni,“ sagði Vilhjálmur um Öglu Maríu. Nýlega tilkynnti Vilhjálmur að hann myndi hætta sem þjálfari Breiðabliks eftir tímabilið en það er ekki búið enn. Næst á dagskrá er úrslitaleikur í Mjólkurbikarnum og í kjölfarið fyrsta riðlakeppnin í Meistaradeild kvenna. „Lýst bara mjög vel á þetta. Það er frábært að fara í bikarúrslitin en það verður mjög erfiður leikur á móti sterku Þróttaraliði. Þær áttu ekki mjög góðan leik í dag fannst mér, þær eru miklu sterkari en þær sýndu í dag. Það verður mjög erfiður og spennandi leikur reikna ég með,“ sagði Vilhjálmur um bikarúrslitin og bætti svo við „það verður mjög spennandi (drátturinn í Meistaradeildinni á morgun), maður verður við skjáinn. Við erum með okkar fulltrúa, Úlla Hinriks, á staðnum en við fylgjumst bara með hér og verður mjög spennandi að sjá á móti hvaða liðum við erum að fara að spila,“ sagði Vilhjálmur að lokum um Meistaradeildina. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
„Mér fannst þetta bara flottur leikur hjá stelpunum. Fannst þær spila bara nokkuð vel miðað við erfiðar aðstæður. Það er ekkert auðvelt að spila í svona veðri en mér fannst við bara ná fínu spili, góðum mörkum og fínum leik. Gott að enda þetta svona,“ sagði Vilhjálmur. Agla María Albertsdóttur átti frábæran leik í dag, lagði upp þrjú mörk og skoraði eitt. Með fleiri mörkum í dag hefði hún getað nælt sér í gullskóinn. „Agla María er náttúrulega búin að vera frábær í sumar og það sem mér finnst kannski einkenna hennar leik er að hún er mikið að leggja upp og mikið að búa til. Það er ekki allt bara fengið með því að vera markadrottning. Hún er náttúrulega bæði búin að skora mikið og hún er búin að leggja upp mörg mörk þannig að það er bara frábær eiginleiki að gera hvoru tveggja og það gerir hana að þessum leikmanni sem hún er. Hún er einn besti leikmaðurinn í deildinni,“ sagði Vilhjálmur um Öglu Maríu. Nýlega tilkynnti Vilhjálmur að hann myndi hætta sem þjálfari Breiðabliks eftir tímabilið en það er ekki búið enn. Næst á dagskrá er úrslitaleikur í Mjólkurbikarnum og í kjölfarið fyrsta riðlakeppnin í Meistaradeild kvenna. „Lýst bara mjög vel á þetta. Það er frábært að fara í bikarúrslitin en það verður mjög erfiður leikur á móti sterku Þróttaraliði. Þær áttu ekki mjög góðan leik í dag fannst mér, þær eru miklu sterkari en þær sýndu í dag. Það verður mjög erfiður og spennandi leikur reikna ég með,“ sagði Vilhjálmur um bikarúrslitin og bætti svo við „það verður mjög spennandi (drátturinn í Meistaradeildinni á morgun), maður verður við skjáinn. Við erum með okkar fulltrúa, Úlla Hinriks, á staðnum en við fylgjumst bara með hér og verður mjög spennandi að sjá á móti hvaða liðum við erum að fara að spila,“ sagði Vilhjálmur að lokum um Meistaradeildina. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira