Auðlind og auðvald Árni Múli Jónasson skrifar 12. september 2021 07:01 Í síðustu viku var sagt frá því fjölmiðlum að Kaupfélag Skagfirðinga hefði keypt meirihluta í stærstu útgerðinni í Ólafsvík á Snæfellsnesi og hafi þar með enn bætt við fiskveiðikvóta FISK Seafood, sem er í eigu kaupfélagsins og er nú þriðja stærsta útgerð landsins, miðað við kvótastöðu. Í fréttum um þessi kaup í Morgunblaðinu og Stundinni er rætt við Kristin Jónsson, bæjarstjóra í Snæfellsbæ. Í viðtalið við Morgunblaðið sagði Kristin m.a.: „vissulega hræða spor sögunnar,“ og bæjarstórinn sagði einnig: „Eitt sinn keypti KEA hér útgerð og rækjuvinnslu, sem átti að efla. Fáum mánuðum síðar var kvótinn farinn og verksmiðjunni lokað og borið við breyttum forsendum. Sögur líkar þessari eru margar.“ Í frétt Morgunblaðsins um söluna segir einnig: „Steinunn ehf. er eitt stærsta útgerðarfyrirtækið í Ólafsvík og hefur skilað miklu til samfélagsins. Svo verður áfram, skv. því sem sagt hefur verið, en Kristinn segist taka öllu með fyrirvara og hefði kosið að heimamönnum hefði verið boðið að koma að kaupunum." Hér er bara enn eitt dæmið af mjög mörgum um þá nöturlegu staðreynd að útgerðarmenn, sem hafa fengið úthlutað frá ríkinu einkarétti til að nýta fiskveiðiauðlindina, sem öll íslenska þjóðin á, hafa líf og framtíð fólksins og heilu byggðarlaganna í hendi sér. Og þeir geta svipt fólkið sem þar býr lífsviðurværi sínu hvenær sem þeim þóknast og þeim hentar, með því að selja kvótann fyrirhafnarlaust hæstbjóðanda, oft fyrir marga milljarða og þurfa ekki að láta fólkið sem hefur unnið við að veiða fiskinn og vinna hann njóta nokkurs af þeim mikla ágóða með sér. En það er ekki nóg með það. Stórkostlegur auður, sem safnast á hendur eigenda og stjórnenda stórra útgerðarfyrirtækja, í krafti einkaréttar til að nýta fiskveiðiauðlindina sem við öll eigum saman, hefur gert þá gríðarlega valdamikla og valdhrokinn og virðingarleysið gagnvart þeim, sem fólkið sem á auðlindina, hefur treyst til að gæta hagsmuni sinna er mjög oft yfirgengilegt og gjörsamlega óþolandi. Segja þessi orð bæjarstjórans í Snæfellsbæ í viðtalinu við Stundina ekki sitt um það? „Þeir ætla sér að byggja hérna upp en mér þykir miður að hafa ekkert heyrt frá þeim þannig að ég veit ekki nákvæmlega hver áform þeirra eru, nema það sem stendur í fréttatilkynningunni.“ Með öðrum orðum. Fiskveiðiauðvaldið nennir ekki að ræða við sveitarstjórnarfólkið, sem íbúarnir hafa kosið með lýðræðislegum hætti. Þetta auðvald ber svo litla virðingu fyrir lýðræðislegu valdi að það nennir ekki einu sinni að þykjast bera virðingu fyrir því. Þetta ofurvald stórfyrirtækja stendur byggðunum á Íslandi stórkostlega fyrir þrifum og er gríðarlega óréttlátt gagnvart íbúunum, óheilbrigt og ólíðandi. Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að losa fólk og samfélög úr þessu kyrkingartaki með því að ná valdinu frá stórfyrirtækjunum og færa það til fólksins. Ef þú vilt leggja lið við það þjóðþrifaverk geturðu gert það með einföldum og mjög áhrifaríkum hætti: Greiddu Sósíalistaflokknum atkvæði þitt í alþingiskosningunum 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er á framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Múli Jónasson Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var sagt frá því fjölmiðlum að Kaupfélag Skagfirðinga hefði keypt meirihluta í stærstu útgerðinni í Ólafsvík á Snæfellsnesi og hafi þar með enn bætt við fiskveiðikvóta FISK Seafood, sem er í eigu kaupfélagsins og er nú þriðja stærsta útgerð landsins, miðað við kvótastöðu. Í fréttum um þessi kaup í Morgunblaðinu og Stundinni er rætt við Kristin Jónsson, bæjarstjóra í Snæfellsbæ. Í viðtalið við Morgunblaðið sagði Kristin m.a.: „vissulega hræða spor sögunnar,“ og bæjarstórinn sagði einnig: „Eitt sinn keypti KEA hér útgerð og rækjuvinnslu, sem átti að efla. Fáum mánuðum síðar var kvótinn farinn og verksmiðjunni lokað og borið við breyttum forsendum. Sögur líkar þessari eru margar.“ Í frétt Morgunblaðsins um söluna segir einnig: „Steinunn ehf. er eitt stærsta útgerðarfyrirtækið í Ólafsvík og hefur skilað miklu til samfélagsins. Svo verður áfram, skv. því sem sagt hefur verið, en Kristinn segist taka öllu með fyrirvara og hefði kosið að heimamönnum hefði verið boðið að koma að kaupunum." Hér er bara enn eitt dæmið af mjög mörgum um þá nöturlegu staðreynd að útgerðarmenn, sem hafa fengið úthlutað frá ríkinu einkarétti til að nýta fiskveiðiauðlindina, sem öll íslenska þjóðin á, hafa líf og framtíð fólksins og heilu byggðarlaganna í hendi sér. Og þeir geta svipt fólkið sem þar býr lífsviðurværi sínu hvenær sem þeim þóknast og þeim hentar, með því að selja kvótann fyrirhafnarlaust hæstbjóðanda, oft fyrir marga milljarða og þurfa ekki að láta fólkið sem hefur unnið við að veiða fiskinn og vinna hann njóta nokkurs af þeim mikla ágóða með sér. En það er ekki nóg með það. Stórkostlegur auður, sem safnast á hendur eigenda og stjórnenda stórra útgerðarfyrirtækja, í krafti einkaréttar til að nýta fiskveiðiauðlindina sem við öll eigum saman, hefur gert þá gríðarlega valdamikla og valdhrokinn og virðingarleysið gagnvart þeim, sem fólkið sem á auðlindina, hefur treyst til að gæta hagsmuni sinna er mjög oft yfirgengilegt og gjörsamlega óþolandi. Segja þessi orð bæjarstjórans í Snæfellsbæ í viðtalinu við Stundina ekki sitt um það? „Þeir ætla sér að byggja hérna upp en mér þykir miður að hafa ekkert heyrt frá þeim þannig að ég veit ekki nákvæmlega hver áform þeirra eru, nema það sem stendur í fréttatilkynningunni.“ Með öðrum orðum. Fiskveiðiauðvaldið nennir ekki að ræða við sveitarstjórnarfólkið, sem íbúarnir hafa kosið með lýðræðislegum hætti. Þetta auðvald ber svo litla virðingu fyrir lýðræðislegu valdi að það nennir ekki einu sinni að þykjast bera virðingu fyrir því. Þetta ofurvald stórfyrirtækja stendur byggðunum á Íslandi stórkostlega fyrir þrifum og er gríðarlega óréttlátt gagnvart íbúunum, óheilbrigt og ólíðandi. Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að losa fólk og samfélög úr þessu kyrkingartaki með því að ná valdinu frá stórfyrirtækjunum og færa það til fólksins. Ef þú vilt leggja lið við það þjóðþrifaverk geturðu gert það með einföldum og mjög áhrifaríkum hætti: Greiddu Sósíalistaflokknum atkvæði þitt í alþingiskosningunum 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er á framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun