Óbólusettir ellefu sinnum líklegri til að deyja Samúel Karl Ólason skrifar 11. september 2021 08:12 AP/Jae C. Hong Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) segir óbólusetta vera ellefu sinnum líklegri til að deyja vegna Covid-19 en þeir sem hafa verið bólusettir. Þetta kemur fram í nýjum rannsóknum sem stofnunin opinberaði í gær og sýna að bóluefnin draga verulega úr alvarlegum veikindum og koma í veg fyrir dauðsföll. Í einni rannsókninni var fylgst með rúmlega 600 þúsund manns úr þrettán ríkjum sem smituðust frá apríl til júlí, þegar delta-afbrigði nýju kórónuveirunnar var í töluverðri dreifingu víða um Bandaríkin. Þar komust vísindamenn að því að óbólusettir voru 4,5 sinnum líklegri til að smitast en fullbólusettir. Þeir voru rúmlega tíu sinnum líklegri til að þurfa á sjúkrahús og ellefu sinnum líklegri til að deyja, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. „Bólusetningar virka,“ sagði Dr. Rochelle Walensky, yfirmaður CDC á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Hún sagði einnig að af þeim sem lagðir voru inn á sjúkrahús í júní og júlí voru fjórtán prósent fullbólusettir. Sextán prósent þeirra sem dóu á þessu tímabili voru bólusettir. Aðrar rannsóknir sem birtar voru í gær benda til þess að dregið hafi úr þeirri vörn sem bólusetningar gefa gegn Covid-19. Í frétt AP segir að enn sé þó óljóst hvort það sé vegna þess að virkni bólusetninga minnki, hvort virkni bóluefna sé verri gegn delta-afbrigðinu eða vegna þess að víða í Bandaríkjunum var dregið úr grímunotkun og öðrum sóttvörnum, samhliða aukinni dreifingu delta-afbrigðisins. Skikka fólk í bólusetningu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að skylda ætti alla starfsmenn alríkisstjórnar Bandaríkjanna í bólusetningu og settar yrðu reglur um að allir vinnustaðir þar sem fleiri en hundrað starfa eigi að tryggja bólusetningu starfsmanna sinna eða sjá til þess að þeir séu skimaðir vikulega vegna Covid-19. Sjá einnig: Ætlar að skylda ríkisstarfsmenn í bólusetningu Í frétt New York Times segir að bandarískir vísindamenn séu sannfærðir um að tregða margra til að láta bólusetja sig hafi gert faraldur kórónuveirunnar í Bandaríkjunum verri og lengri. Rannsóknirnar sem CDC birti í gær séu vatn á millu þeirra. Um áttatíu milljónir Bandaríkjamanna hafa neitað að láta bólusetja sig. Kannanir sína mikinn meirihluta Bandaríkjamanna hlynnta því að herða reglurnar varðandi bólusetningar í skólum, sjúkrahúsum og vinnustöðum. Kannanir sína einnig að flestir bólusettir kjósendur kenna óbólusettum og ekki ríkisstjórn Bandaríkjanna um það að faraldur kórónuveirunnar hafi versnað í Bandaríkjunum í sumar. Bandaríkin Joe Biden Bólusetningar Tengdar fréttir Búið að aflétta öllum takmörkunum í Danmörku Öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar var aflétt í Danmörku á miðnætti. Markar það endalok átján mánaða tímabils samkomutakmarkana í landinu. Ekki er útilokað að skólum í landinu verði lokað fari svo að faraldurinn fari á flug á ný. 10. september 2021 08:00 Skæð Covid-bylgja leikur óbólusetta Búlgara grátt Neyðarástand vofir yfir heilbrigðiskerfi Búlgaríu þar sem skæð COVID-19 bylgja gengur nú yfir. Bólusetningar hafa gengið afar hægt í landinu þar sem einungis um fimmtungur landsmanna, sem telja 7 milljónir, hafa fengið sprautu og almennra efasemda virðist gæta. 8. september 2021 12:11 Vilja koma böndum á notkun ormalyfs gegn Covid-19 Heilbrigðissérfræðingar og hópar heilbrigðisstarfsmanna í Bandaríkjunum verja þessa dagana miklu púðri í að reyna að koma í veg fyrir notkun gamals ormalyfs gegn Covid-19. Varað er við því að notkun lyfsins geti valdið skaðlegum hliðarverkunum og lítið sé um sönnunargögn um að lyfið hjálpi raunverulega gegn veirunni. 4. september 2021 13:30 Langvarandi Covid helmingi fátíðara hjá fullbólusettum Rannsakendur við King's College London hafa komist að þeirri niðurstöðu að bólusetningar gegn Covid-19 dragi ekki bara úr líkunum á því að smitast og veikjast alvarlega, heldur séu fullbólusettir síður líklegir til að þjást af langvarandi einkennum. 2. september 2021 07:44 Óska eftir kælibílum til að anna umframeftirspurn hjá útfararstofum og líkhúsum Yfirvöld í tveimur sýslum í Oregon í Bandaríkjunum hafa óskað eftir flutningabifreiðum með kæligeymslum til að höndla þann fjölda líka sem nú safnast upp á sjúkrahúsum, útfararstofum og líkbrennslum. 31. ágúst 2021 07:51 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Fleiri fréttir Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Sjá meira
Í einni rannsókninni var fylgst með rúmlega 600 þúsund manns úr þrettán ríkjum sem smituðust frá apríl til júlí, þegar delta-afbrigði nýju kórónuveirunnar var í töluverðri dreifingu víða um Bandaríkin. Þar komust vísindamenn að því að óbólusettir voru 4,5 sinnum líklegri til að smitast en fullbólusettir. Þeir voru rúmlega tíu sinnum líklegri til að þurfa á sjúkrahús og ellefu sinnum líklegri til að deyja, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. „Bólusetningar virka,“ sagði Dr. Rochelle Walensky, yfirmaður CDC á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Hún sagði einnig að af þeim sem lagðir voru inn á sjúkrahús í júní og júlí voru fjórtán prósent fullbólusettir. Sextán prósent þeirra sem dóu á þessu tímabili voru bólusettir. Aðrar rannsóknir sem birtar voru í gær benda til þess að dregið hafi úr þeirri vörn sem bólusetningar gefa gegn Covid-19. Í frétt AP segir að enn sé þó óljóst hvort það sé vegna þess að virkni bólusetninga minnki, hvort virkni bóluefna sé verri gegn delta-afbrigðinu eða vegna þess að víða í Bandaríkjunum var dregið úr grímunotkun og öðrum sóttvörnum, samhliða aukinni dreifingu delta-afbrigðisins. Skikka fólk í bólusetningu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að skylda ætti alla starfsmenn alríkisstjórnar Bandaríkjanna í bólusetningu og settar yrðu reglur um að allir vinnustaðir þar sem fleiri en hundrað starfa eigi að tryggja bólusetningu starfsmanna sinna eða sjá til þess að þeir séu skimaðir vikulega vegna Covid-19. Sjá einnig: Ætlar að skylda ríkisstarfsmenn í bólusetningu Í frétt New York Times segir að bandarískir vísindamenn séu sannfærðir um að tregða margra til að láta bólusetja sig hafi gert faraldur kórónuveirunnar í Bandaríkjunum verri og lengri. Rannsóknirnar sem CDC birti í gær séu vatn á millu þeirra. Um áttatíu milljónir Bandaríkjamanna hafa neitað að láta bólusetja sig. Kannanir sína mikinn meirihluta Bandaríkjamanna hlynnta því að herða reglurnar varðandi bólusetningar í skólum, sjúkrahúsum og vinnustöðum. Kannanir sína einnig að flestir bólusettir kjósendur kenna óbólusettum og ekki ríkisstjórn Bandaríkjanna um það að faraldur kórónuveirunnar hafi versnað í Bandaríkjunum í sumar.
Bandaríkin Joe Biden Bólusetningar Tengdar fréttir Búið að aflétta öllum takmörkunum í Danmörku Öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar var aflétt í Danmörku á miðnætti. Markar það endalok átján mánaða tímabils samkomutakmarkana í landinu. Ekki er útilokað að skólum í landinu verði lokað fari svo að faraldurinn fari á flug á ný. 10. september 2021 08:00 Skæð Covid-bylgja leikur óbólusetta Búlgara grátt Neyðarástand vofir yfir heilbrigðiskerfi Búlgaríu þar sem skæð COVID-19 bylgja gengur nú yfir. Bólusetningar hafa gengið afar hægt í landinu þar sem einungis um fimmtungur landsmanna, sem telja 7 milljónir, hafa fengið sprautu og almennra efasemda virðist gæta. 8. september 2021 12:11 Vilja koma böndum á notkun ormalyfs gegn Covid-19 Heilbrigðissérfræðingar og hópar heilbrigðisstarfsmanna í Bandaríkjunum verja þessa dagana miklu púðri í að reyna að koma í veg fyrir notkun gamals ormalyfs gegn Covid-19. Varað er við því að notkun lyfsins geti valdið skaðlegum hliðarverkunum og lítið sé um sönnunargögn um að lyfið hjálpi raunverulega gegn veirunni. 4. september 2021 13:30 Langvarandi Covid helmingi fátíðara hjá fullbólusettum Rannsakendur við King's College London hafa komist að þeirri niðurstöðu að bólusetningar gegn Covid-19 dragi ekki bara úr líkunum á því að smitast og veikjast alvarlega, heldur séu fullbólusettir síður líklegir til að þjást af langvarandi einkennum. 2. september 2021 07:44 Óska eftir kælibílum til að anna umframeftirspurn hjá útfararstofum og líkhúsum Yfirvöld í tveimur sýslum í Oregon í Bandaríkjunum hafa óskað eftir flutningabifreiðum með kæligeymslum til að höndla þann fjölda líka sem nú safnast upp á sjúkrahúsum, útfararstofum og líkbrennslum. 31. ágúst 2021 07:51 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Fleiri fréttir Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Sjá meira
Búið að aflétta öllum takmörkunum í Danmörku Öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar var aflétt í Danmörku á miðnætti. Markar það endalok átján mánaða tímabils samkomutakmarkana í landinu. Ekki er útilokað að skólum í landinu verði lokað fari svo að faraldurinn fari á flug á ný. 10. september 2021 08:00
Skæð Covid-bylgja leikur óbólusetta Búlgara grátt Neyðarástand vofir yfir heilbrigðiskerfi Búlgaríu þar sem skæð COVID-19 bylgja gengur nú yfir. Bólusetningar hafa gengið afar hægt í landinu þar sem einungis um fimmtungur landsmanna, sem telja 7 milljónir, hafa fengið sprautu og almennra efasemda virðist gæta. 8. september 2021 12:11
Vilja koma böndum á notkun ormalyfs gegn Covid-19 Heilbrigðissérfræðingar og hópar heilbrigðisstarfsmanna í Bandaríkjunum verja þessa dagana miklu púðri í að reyna að koma í veg fyrir notkun gamals ormalyfs gegn Covid-19. Varað er við því að notkun lyfsins geti valdið skaðlegum hliðarverkunum og lítið sé um sönnunargögn um að lyfið hjálpi raunverulega gegn veirunni. 4. september 2021 13:30
Langvarandi Covid helmingi fátíðara hjá fullbólusettum Rannsakendur við King's College London hafa komist að þeirri niðurstöðu að bólusetningar gegn Covid-19 dragi ekki bara úr líkunum á því að smitast og veikjast alvarlega, heldur séu fullbólusettir síður líklegir til að þjást af langvarandi einkennum. 2. september 2021 07:44
Óska eftir kælibílum til að anna umframeftirspurn hjá útfararstofum og líkhúsum Yfirvöld í tveimur sýslum í Oregon í Bandaríkjunum hafa óskað eftir flutningabifreiðum með kæligeymslum til að höndla þann fjölda líka sem nú safnast upp á sjúkrahúsum, útfararstofum og líkbrennslum. 31. ágúst 2021 07:51