Hólmurum fjölgar hratt: „Það er bara geggjuð stemmning hérna í bænum” Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. september 2021 21:38 Kristjón Daðason er ánægður með lífið í Stykkishólmi. Vísir. Íbúum í Stykkishólmi hefur fjölgað um ríflega hundrað á síðustu fjórum árum, og munar þar mest um barnafjölskyldur. Aðfluttur fjölskyldufaðir í bænum segist njóta lífsins mun betur í kyrrðinni. Íbúar eru nú 1.208 talsins en voru 1.109 árið 2016 og 1.091 árið 2014. Ungt fólk er þar í miklum mæli og ráðast þurfti í umfangsmiklar framkvæmdir á leikskólanum til þess að mæta auknum nemendafjölda. Berglind Axelsdóttir, skólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi, segist líka eiga von á frekari fjölgun þar. „Við munum finna fyrir því á næstu árum vegna þess að leikskólinn er alveg sprunginn og það er verið að byggja við hann,” segir Berglind. „Ég myndi segja að við þurfum stærri skóla innan einhvers tíma.” Kyrrðin og áhyggjuleysið er aðdráttarafl Kristjón Daðason er einn þeirra sem nýverið settist að í Stykkishólmi, en það var kyrrðin og áhyggjuleysið sem dró hann þangað. „Ég var búin að vinna í átta ár í Reykjavík og Mosfellsbæ eftir að ég lauk námi í Danmörku og mikil vinna til að hafa í sig og á í Reykjavík og ég var að vinna 160 prósent vinnu, að minnsta kosti, þau ár sem ég var þarna og langaði aðeins að eiga rólegra líf,“ segir Kristjón. Hann viðurkennir að hafa þurft að sannfæra fjölskylduna til að flytja út á land. „Það er erfiðast að sannfæra konuna en eftir eitt sumarið vorum við hér með litla strákinn okkar. Hann fékk bara að leika sér. Eftir þá viku var hún bara til í að flytja,“ segir Kristjón. Og þau sjá ekkert eftir því. „Það er bara geggjuð stemmning hérna í bænum.“ Byggðamál Skóla - og menntamál Stykkishólmur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Íbúar eru nú 1.208 talsins en voru 1.109 árið 2016 og 1.091 árið 2014. Ungt fólk er þar í miklum mæli og ráðast þurfti í umfangsmiklar framkvæmdir á leikskólanum til þess að mæta auknum nemendafjölda. Berglind Axelsdóttir, skólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi, segist líka eiga von á frekari fjölgun þar. „Við munum finna fyrir því á næstu árum vegna þess að leikskólinn er alveg sprunginn og það er verið að byggja við hann,” segir Berglind. „Ég myndi segja að við þurfum stærri skóla innan einhvers tíma.” Kyrrðin og áhyggjuleysið er aðdráttarafl Kristjón Daðason er einn þeirra sem nýverið settist að í Stykkishólmi, en það var kyrrðin og áhyggjuleysið sem dró hann þangað. „Ég var búin að vinna í átta ár í Reykjavík og Mosfellsbæ eftir að ég lauk námi í Danmörku og mikil vinna til að hafa í sig og á í Reykjavík og ég var að vinna 160 prósent vinnu, að minnsta kosti, þau ár sem ég var þarna og langaði aðeins að eiga rólegra líf,“ segir Kristjón. Hann viðurkennir að hafa þurft að sannfæra fjölskylduna til að flytja út á land. „Það er erfiðast að sannfæra konuna en eftir eitt sumarið vorum við hér með litla strákinn okkar. Hann fékk bara að leika sér. Eftir þá viku var hún bara til í að flytja,“ segir Kristjón. Og þau sjá ekkert eftir því. „Það er bara geggjuð stemmning hérna í bænum.“
Byggðamál Skóla - og menntamál Stykkishólmur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira