„Þú gleymir aldrei“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. september 2021 20:00 Arna Bergmann missti föður sinn og bróður með fimm ára millibili. Þeir féllu báðir fyrir eigin hendi. Vísir/Einar Kona sem átti bæði föður og bróður sem sviptu sig lífi með fimm ára millibili segir enn mikla feimni við að ræða sjálfsvíg opinskátt. Þá eigi ekki að vera tabú að ræða tilfinningar og vandamál. Ungt fólk með sjálfsvígshugsanir leitar í auknum mæli til Pieta-samtakanna. Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er í dag, tíunda september. Í ár er sjónum sérstaklega beint að stuðningi við aðstandendur eftir sjálfsvíg. Síðastliðinn áratug hafa að meðaltali 39 framið sjálfsvíg á ári hverju. Í fyrra frömdu 47 sjálfsvíg, 32 karlar og 15 konur. Talið er að í kringum hvert sjálfsvíg þurfi að hlúa að um 100 manns, samkvæmt upplýsingum frá landlækni. Pieta-samtökin veita nú á bilinu 300 til 450 viðtöl í mánuði. Það sem af er ári hafa 64 syrgjendur leitað til samtakanna. „Þetta er aukning en ég held að það sé líka orðin meiri meðvitund um það að syrgjendur þurfa stuðning,“ segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Pieta-samtakanna. Ungu fólki sem leitar til samtakanna með sjálfsvígshugsanir hefur einnig fjölgað í ár. „Þá er ég að tala um allt niður í átján ára sem eru að koma til okkar, og það hefur líka orðið aukning í eldri kynslóðinni og þá erum við að tala um fólk sem er jafnvel komið á eftirlaun,“ segir Kristín. Best að ræða áföllin opinskátt Faðir Rögnu Bergmann framdi sjálfsvíg árið 2015, sem hún segir hafa komið öllum hans nánustu í alveg opna skjöldu. Við tóku erfið ár þar sem Ragna vann úr áfallinu. Í febrúar í fyrra var bróðir hennar svo lagður inn á bráðageðdeild eftir nokkrar sjálfsvígstilraunir. Hann féll loks fyrir eigin hendi í fyrrasumar, eftir að hafa verið týndur um nokkurn tíma. Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Pieta-samtakanna.Vísir/Einar „Það ferli út af fyrir sig tók ofboðslega mikla orku frá manni og á þessum örfáu mánuðum, að vera í þessari stanslausu streitu og vera í þessari óvissu að vita ekki hvar þinn heittelskaði ástvinur er,“ segir Ragna. Það hafi hjálpað henni mest í sorgarferlinu að ræða opinskátt um áföllin. „Að vera ekki að fela eða bæla niður tilfinningarnar sem koma í kjölfarið því þetta er langt ferli. Þú gleymir aldrei, þú lærir að lifa með þessu,“ segir Ragna. Alltof litlar framfarir hafa orðið í geðheilbrigðismálum síðustu ár. „Miðað við hvað við höldum að við séum komin langt í þessu, það er enn þá svo mikið talað undir rós þegar kemur að þessum málum,“ segir Ragna. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218. Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er í dag, tíunda september. Í ár er sjónum sérstaklega beint að stuðningi við aðstandendur eftir sjálfsvíg. Síðastliðinn áratug hafa að meðaltali 39 framið sjálfsvíg á ári hverju. Í fyrra frömdu 47 sjálfsvíg, 32 karlar og 15 konur. Talið er að í kringum hvert sjálfsvíg þurfi að hlúa að um 100 manns, samkvæmt upplýsingum frá landlækni. Pieta-samtökin veita nú á bilinu 300 til 450 viðtöl í mánuði. Það sem af er ári hafa 64 syrgjendur leitað til samtakanna. „Þetta er aukning en ég held að það sé líka orðin meiri meðvitund um það að syrgjendur þurfa stuðning,“ segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Pieta-samtakanna. Ungu fólki sem leitar til samtakanna með sjálfsvígshugsanir hefur einnig fjölgað í ár. „Þá er ég að tala um allt niður í átján ára sem eru að koma til okkar, og það hefur líka orðið aukning í eldri kynslóðinni og þá erum við að tala um fólk sem er jafnvel komið á eftirlaun,“ segir Kristín. Best að ræða áföllin opinskátt Faðir Rögnu Bergmann framdi sjálfsvíg árið 2015, sem hún segir hafa komið öllum hans nánustu í alveg opna skjöldu. Við tóku erfið ár þar sem Ragna vann úr áfallinu. Í febrúar í fyrra var bróðir hennar svo lagður inn á bráðageðdeild eftir nokkrar sjálfsvígstilraunir. Hann féll loks fyrir eigin hendi í fyrrasumar, eftir að hafa verið týndur um nokkurn tíma. Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Pieta-samtakanna.Vísir/Einar „Það ferli út af fyrir sig tók ofboðslega mikla orku frá manni og á þessum örfáu mánuðum, að vera í þessari stanslausu streitu og vera í þessari óvissu að vita ekki hvar þinn heittelskaði ástvinur er,“ segir Ragna. Það hafi hjálpað henni mest í sorgarferlinu að ræða opinskátt um áföllin. „Að vera ekki að fela eða bæla niður tilfinningarnar sem koma í kjölfarið því þetta er langt ferli. Þú gleymir aldrei, þú lærir að lifa með þessu,“ segir Ragna. Alltof litlar framfarir hafa orðið í geðheilbrigðismálum síðustu ár. „Miðað við hvað við höldum að við séum komin langt í þessu, það er enn þá svo mikið talað undir rós þegar kemur að þessum málum,“ segir Ragna. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218.
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?