Góðar fréttir af Aroni sem spilar samt ekki næstu vikurnar Sindri Sverrisson skrifar 10. september 2021 10:01 Aron Pálmarsson ætti að vera kominn á gott ról þegar líður á október. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN Betur fór en á horfðist hjá Aroni Pálmarssyni, landsliðsfyrirliða í handbolta, sem þó verður frá keppni næstu vikurnar eftir að hafa meiðst í leik með sínu nýja liði Aalborg í Danmörku. Aron fór meiddur af velli í 38-30 sigri gegn Ringsted í 2. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar á miðvikudag. Hann viðurkenndi eftir leik að hann væri áhyggjufullur vegna meiðslanna en þá var ekki vitað hve alvarleg þau væru. Aðeins að Aron kenndi sér meins í mjöðm. Óttast var að sin hefði slitnað en eftir ómskoðun í gær kom í ljós að svo slæm eru meiðslin ekki: „Hann tognaði í vöðva í náranum. Það er auðvitað alveg nógu slæmt en hitt hefði verið verra,“ sagði Jan Larsen, framkvæmdastjóri Aalborg Håndbold. „Hann verður frá í einhvern tíma og þá spyrja menn auðvitað hversu lengi. Ég spurði sjúkraþjálfarann að því sama en það er erfitt að gefa nákvæmt svar núna. Það veltur allt á því hvernig þetta grær en hann verður frá keppni í 3-6 vikur,“ sagði Larsen. Aron missir því af næstu leikjum í dönsku úrvalsdeildinni og einnig af byrjun Álaborgarliðsins í Meistaradeild Evrópu. „Þetta er auðvitað mjög ergilegt því nú höfum við haft svolítinn tíma til að spila mönnum saman. Þetta var farið að líta mjög vel út en yfir tímabilið þá meiðast menn og þess vegna erum við jú með stóran hóp,“ sagði Larsen. „Það er mikill missir fyrir okkur að vera án Arons en þá þurfa aðrir að taka við. Við þurfum á kröftum allra að halda yfir tímabilið,“ bætti hann við. Danski handboltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira
Aron fór meiddur af velli í 38-30 sigri gegn Ringsted í 2. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar á miðvikudag. Hann viðurkenndi eftir leik að hann væri áhyggjufullur vegna meiðslanna en þá var ekki vitað hve alvarleg þau væru. Aðeins að Aron kenndi sér meins í mjöðm. Óttast var að sin hefði slitnað en eftir ómskoðun í gær kom í ljós að svo slæm eru meiðslin ekki: „Hann tognaði í vöðva í náranum. Það er auðvitað alveg nógu slæmt en hitt hefði verið verra,“ sagði Jan Larsen, framkvæmdastjóri Aalborg Håndbold. „Hann verður frá í einhvern tíma og þá spyrja menn auðvitað hversu lengi. Ég spurði sjúkraþjálfarann að því sama en það er erfitt að gefa nákvæmt svar núna. Það veltur allt á því hvernig þetta grær en hann verður frá keppni í 3-6 vikur,“ sagði Larsen. Aron missir því af næstu leikjum í dönsku úrvalsdeildinni og einnig af byrjun Álaborgarliðsins í Meistaradeild Evrópu. „Þetta er auðvitað mjög ergilegt því nú höfum við haft svolítinn tíma til að spila mönnum saman. Þetta var farið að líta mjög vel út en yfir tímabilið þá meiðast menn og þess vegna erum við jú með stóran hóp,“ sagði Larsen. „Það er mikill missir fyrir okkur að vera án Arons en þá þurfa aðrir að taka við. Við þurfum á kröftum allra að halda yfir tímabilið,“ bætti hann við.
Danski handboltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira