Umfjöllun og viðtöl: KR upp í þriðja sæti með sigri á Keflavík Dagur Lárusson skrifar 11. september 2021 13:15 KR-ingar þurfa sigur í baráttunni um Evrópusæti. Vísir/Hulda Margrét KR komst upp í þriðja sæti Pepsi Max deildar karla í dag eftir 0-2 sigur á Keflavík og er því aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Breiðabliks sem spilar við Val í kvöld. KR byrjaði leikinn mikið betur og var sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum. Fyrsta mark leiksins var heldur ekki lengi að líta dagsins ljós heldur kom það strax á 8. mínútu. Þá fékk Theadór Elmar boltann á miðjum vellinum, bar boltann upp áður en hann gaf á Kennie Chopart rétt fyrir utan teig og ákvað hann að láta vaða og söng boltinn í netinu eftir viðkomu í varnarmann. Eftir markið hélt KR áfram að sækja en þrátt fyrir margar tilraunir þá vildi boltinn ekki inn aftur. Besta færi KR-inga eftir markið kom á 37. mínútu þegar Óskar Örn slapp einn í gegn en skot hans fór í hliðarnetið. Keflavík átti einnig svipað færi þar sem Adam Árni slapp einn í gegn en Arnór Sveinn náði að koma boltanum frá honum á síðustu stundu. 0-1 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn spilaðist nánast eins og fyrri hálfleikurinn. KR-ingar voru meira og minna með boltann á meðan Keflavík áttu fáar álitlegar sóknir. KR bætti síðan við sínu öðru marki á 60. mínútu en þá fékk Kennie Chopart boltann á hægri vængnum og gaf hárnákvæma sendingu inn á teig, beint á Stefán Árna sem lúrði á fjærstönginni og stýrði boltanum í netið. Eftir þetta mark voru Keflvíkingar aðeins meira með boltann á meðan KR-ingar beittu skyndisóknum. Margar af þeim sóknum enduðu með skoti frá Kjartani Henry en inn vildi boltinn ekki hjá honum í dag. Lokatölur 0-2. Eftir leikinn er KR komið í 38 stig og upp í þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Blika sem á leik gegn Val í kvöld. Keflavík er með 18 og situr í níunda sætinu og er enn ekki sloppið við fallið. Afhverju vann KR? KR var meira og minna með boltann fyrstu 70. Mínúturnar í leiknum á meðan Keflavík var í vandræðum með að halda boltanum á milli sín. Eysteinn Húni sagði síðan í viðtali eftir leik að það vantaði upp á það hjá hans liði að leikmenn væru að gera þetta af öllu hjarta og var það sjáanlegt í ákveðnum augnablikum í leiknum. KR-ingar meira til í að berjast kannski heilt yfir. Hverjir stóðu uppúr? Kennie Chopart var án efa maður leiksins. Það var hann sem skoraði fyrsta mark leiksins og kom KR á bragðið. Svo átti hann hárnákvæma sendingu inn á teig og lagði upp seinna mark KR á Stefán Árna. Kristinn Jónsson var einnig frábær í vinstri bakverðinum sem og miðvarðarpar KR. Arnór Sveinn átti til dæmis frábæra tæklingu í fyrri hálfleik sem kom eflaust í veg fyrir mark. Hvað fór illa? Eins og Eysteinn Húni sagði í viðtali eftir leik þá vantaði upp á það að liðið hans væri að gefa sig alla í þetta. Keflavík er ennþá í hörku fallbaráttu en það var ekki að sjá á liðinu í þessum leik, að minnsta kosti ekki nægilega stóran hluta af leiknum. Hvað gerist næst? Í næstu umferð, sem er jafnframt næst síðasta umferðin, fer Keflavík í Breiðholtið og spilar við Leikni á meðan KR tekur á móti Víking. Báðir leikirnir á sunnudaginn eftir viku. Rúnar KristinssonVísir / Bára Rúnar: Liðin á undan eru alltaf að vinna Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum sáttur eftir 0-2 sigur sinn manna í dag. ,,Ég er mjög ánægður svona heilt yfir, það er alltaf erfitt að koma til Keflavíkur en við héldum hreinu og gáfum fá færi á okkur,” byrjaði Rúnar á því að segja. Rúnar var ánægður með sóknarleikinn í heildina en telur þó að liðið hans hafi mögulega getað skorað fleiri mörk í seinni hálfleiknum. ,,Kannski í seinni hálfleiknum. Í fyrri þá byrjum við vel og skorum snemma en síðan koma mínútur þar sem við erum kærulausir og ég er ekki ánægður með þær mínútur. Í seinni hálfleiknum vorum við ekki að gefa boltann klaufalega frá okkur og við það opnuðum við þá betur og hefðum því getað skorað fleiri mörk en við gerðum.” KR er enn í toppbaráttunni og á enn möguleika á því að hirða titilinn en Rúnar segir að liðið hans sé ekki að hugsa um það. ,,Við erum búnir að vera í eltingarleik í allt sumar og horfum bara alltaf upp töfluna og erum ennþá í því nema hvað að liðin á undan okkur eru alltaf að vinna og við höfum bara tekið einn leik í einu og munum gera það áfram. Í næsta leik eigum við Víking og við vitum ekkert í hvernig stöðu þeir verða fyrir þann leik,” endaði Rúnar á að segja. Eysteinn Húni: Gerðum ekki allt af öllu hjarta Eysteinn Húni, aðstoðarþjálfari Keflavíkur, var að vonum ósáttur eftir tap gegn KR í dag. ,,Þetta er auðvitað súrt en við verðum að átta okkur á því að sumir af okkar bestu sigrum í deildinni í sumar hafa spilast nákvæmlega eins og þessi leikur spilaðist nema í þessum leik fáum við skot á okkur snemma leiks sem fer í varnarmann og inn og það breytti leiknum algjörlega,” byrjaði Eysteinn á að segja. ,,Eftir þetta mark fannst okkur á bekknum við eiga meiri möguleika á að skora heldur en leikmennirnir á vellinum margir hverjir trúðu. Við eigum til dæmis dauðafæri þarna um miðbik hálfleiksins og hefði það farið inn þá hefði þetta alltaf verið möguleiki fyrir okkur.” Keflavík er ennþá í mikilli fallbaráttu eftir leikinn en Eysteinn var bæði sáttur og ósáttur með baráttuanda liðsins í dag. ,,Að vissu leyti já, en að öðru leyti ekki. Við fáum stöður sem við eigum að geta afgreitt með betri fyrirgjöfum og öðru og það er kannski það sem við erum ósáttir með, að í þessum augnablikum hefðum við geta gert hlutina af öllu hjarta, en það var ekki alltaf til staðar,” endaði Eysteinn á því að segja. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Keflavík ÍF KR
KR komst upp í þriðja sæti Pepsi Max deildar karla í dag eftir 0-2 sigur á Keflavík og er því aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Breiðabliks sem spilar við Val í kvöld. KR byrjaði leikinn mikið betur og var sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum. Fyrsta mark leiksins var heldur ekki lengi að líta dagsins ljós heldur kom það strax á 8. mínútu. Þá fékk Theadór Elmar boltann á miðjum vellinum, bar boltann upp áður en hann gaf á Kennie Chopart rétt fyrir utan teig og ákvað hann að láta vaða og söng boltinn í netinu eftir viðkomu í varnarmann. Eftir markið hélt KR áfram að sækja en þrátt fyrir margar tilraunir þá vildi boltinn ekki inn aftur. Besta færi KR-inga eftir markið kom á 37. mínútu þegar Óskar Örn slapp einn í gegn en skot hans fór í hliðarnetið. Keflavík átti einnig svipað færi þar sem Adam Árni slapp einn í gegn en Arnór Sveinn náði að koma boltanum frá honum á síðustu stundu. 0-1 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn spilaðist nánast eins og fyrri hálfleikurinn. KR-ingar voru meira og minna með boltann á meðan Keflavík áttu fáar álitlegar sóknir. KR bætti síðan við sínu öðru marki á 60. mínútu en þá fékk Kennie Chopart boltann á hægri vængnum og gaf hárnákvæma sendingu inn á teig, beint á Stefán Árna sem lúrði á fjærstönginni og stýrði boltanum í netið. Eftir þetta mark voru Keflvíkingar aðeins meira með boltann á meðan KR-ingar beittu skyndisóknum. Margar af þeim sóknum enduðu með skoti frá Kjartani Henry en inn vildi boltinn ekki hjá honum í dag. Lokatölur 0-2. Eftir leikinn er KR komið í 38 stig og upp í þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Blika sem á leik gegn Val í kvöld. Keflavík er með 18 og situr í níunda sætinu og er enn ekki sloppið við fallið. Afhverju vann KR? KR var meira og minna með boltann fyrstu 70. Mínúturnar í leiknum á meðan Keflavík var í vandræðum með að halda boltanum á milli sín. Eysteinn Húni sagði síðan í viðtali eftir leik að það vantaði upp á það hjá hans liði að leikmenn væru að gera þetta af öllu hjarta og var það sjáanlegt í ákveðnum augnablikum í leiknum. KR-ingar meira til í að berjast kannski heilt yfir. Hverjir stóðu uppúr? Kennie Chopart var án efa maður leiksins. Það var hann sem skoraði fyrsta mark leiksins og kom KR á bragðið. Svo átti hann hárnákvæma sendingu inn á teig og lagði upp seinna mark KR á Stefán Árna. Kristinn Jónsson var einnig frábær í vinstri bakverðinum sem og miðvarðarpar KR. Arnór Sveinn átti til dæmis frábæra tæklingu í fyrri hálfleik sem kom eflaust í veg fyrir mark. Hvað fór illa? Eins og Eysteinn Húni sagði í viðtali eftir leik þá vantaði upp á það að liðið hans væri að gefa sig alla í þetta. Keflavík er ennþá í hörku fallbaráttu en það var ekki að sjá á liðinu í þessum leik, að minnsta kosti ekki nægilega stóran hluta af leiknum. Hvað gerist næst? Í næstu umferð, sem er jafnframt næst síðasta umferðin, fer Keflavík í Breiðholtið og spilar við Leikni á meðan KR tekur á móti Víking. Báðir leikirnir á sunnudaginn eftir viku. Rúnar KristinssonVísir / Bára Rúnar: Liðin á undan eru alltaf að vinna Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum sáttur eftir 0-2 sigur sinn manna í dag. ,,Ég er mjög ánægður svona heilt yfir, það er alltaf erfitt að koma til Keflavíkur en við héldum hreinu og gáfum fá færi á okkur,” byrjaði Rúnar á því að segja. Rúnar var ánægður með sóknarleikinn í heildina en telur þó að liðið hans hafi mögulega getað skorað fleiri mörk í seinni hálfleiknum. ,,Kannski í seinni hálfleiknum. Í fyrri þá byrjum við vel og skorum snemma en síðan koma mínútur þar sem við erum kærulausir og ég er ekki ánægður með þær mínútur. Í seinni hálfleiknum vorum við ekki að gefa boltann klaufalega frá okkur og við það opnuðum við þá betur og hefðum því getað skorað fleiri mörk en við gerðum.” KR er enn í toppbaráttunni og á enn möguleika á því að hirða titilinn en Rúnar segir að liðið hans sé ekki að hugsa um það. ,,Við erum búnir að vera í eltingarleik í allt sumar og horfum bara alltaf upp töfluna og erum ennþá í því nema hvað að liðin á undan okkur eru alltaf að vinna og við höfum bara tekið einn leik í einu og munum gera það áfram. Í næsta leik eigum við Víking og við vitum ekkert í hvernig stöðu þeir verða fyrir þann leik,” endaði Rúnar á að segja. Eysteinn Húni: Gerðum ekki allt af öllu hjarta Eysteinn Húni, aðstoðarþjálfari Keflavíkur, var að vonum ósáttur eftir tap gegn KR í dag. ,,Þetta er auðvitað súrt en við verðum að átta okkur á því að sumir af okkar bestu sigrum í deildinni í sumar hafa spilast nákvæmlega eins og þessi leikur spilaðist nema í þessum leik fáum við skot á okkur snemma leiks sem fer í varnarmann og inn og það breytti leiknum algjörlega,” byrjaði Eysteinn á að segja. ,,Eftir þetta mark fannst okkur á bekknum við eiga meiri möguleika á að skora heldur en leikmennirnir á vellinum margir hverjir trúðu. Við eigum til dæmis dauðafæri þarna um miðbik hálfleiksins og hefði það farið inn þá hefði þetta alltaf verið möguleiki fyrir okkur.” Keflavík er ennþá í mikilli fallbaráttu eftir leikinn en Eysteinn var bæði sáttur og ósáttur með baráttuanda liðsins í dag. ,,Að vissu leyti já, en að öðru leyti ekki. Við fáum stöður sem við eigum að geta afgreitt með betri fyrirgjöfum og öðru og það er kannski það sem við erum ósáttir með, að í þessum augnablikum hefðum við geta gert hlutina af öllu hjarta, en það var ekki alltaf til staðar,” endaði Eysteinn á því að segja.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti