Í framboði fyrir tvo flokka í sitthvoru kjördæminu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. september 2021 12:58 Ágúst Heiðar virðist vera eftirsóttasti frambjóðandinn í komandi Alþingiskosningum. Vísir/samsett Ágúst Heiðar Ólafsson, kerfóðrari í Norðuráli, er í öðru sæti á framboðslista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Ekki nóg með það heldur er hann einnig í fjórtánda sæti á framboðslista Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðausturkjördæmi, þrátt fyrir að vera búsettur á Akranesi og já, í framboði fyrir annan flokk. Flokkur fólksins birti framboðslista sinn fyrir komandi Alþingiskosningar í Norðvesturkjördæmi fyrr í dag. Austurfrétt varð vör við það að frambjóðandinn væri á tveimur framboðslistum, sem vekur mikla furðu. Ágúst Heiðar segir í samtali við Austurfrétt að hann hafi þegið sæti hjá Frjálslynda lýðræðisflokknum fyrir nokkru síðan þegar Guðmundur Franklín Jónsson, formaður flokksins, nefndi það við hann. „Guðmundur Franklín spurði mig í persónu hvort ég hefði áhuga á að taka 14. sæti og ég sagði já. Hann vissi að ég bjó á Akranesi þannig ég tel það hafi bara verið mannleg mistök að setja mig á lista fyrir Norðausturkjördæmið,“ sagði Ágúst í samtali við Austurfrétt, en ekki náðist tal af honum við gerð þessarar fréttar. Hann sé í Flokki fólksins og ætli sér að vera í framboði fyrir þann flokk en ekki Frjálslynda lýðræðisflokkinn. „Enn eitt skemmdarverkið frá Flokki fólksins“ Ágúst mun láta af sæti sínu á lista Frjálslynda lýðræðisflokksins en sonur Guðmundar Franklíns mun skipa sætið í hans stað. Guðmundur segir í samtali við Austurfrétt að þetta sé með ólíkindum. „Þetta er með ólíkindum. Þetta er enn eitt skemmdarverkið frá Flokki fólksins.“ Tvískráningin kom í ljós á síðustu stundu en framboðsfrestur rennur út á morgun, þegar flokkarnir sem hyggjast bjóða fram til Alþingis þurfa að skila listum fyrir hádegi á morgun. Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Flokkur fólksins birti framboðslista sinn fyrir komandi Alþingiskosningar í Norðvesturkjördæmi fyrr í dag. Austurfrétt varð vör við það að frambjóðandinn væri á tveimur framboðslistum, sem vekur mikla furðu. Ágúst Heiðar segir í samtali við Austurfrétt að hann hafi þegið sæti hjá Frjálslynda lýðræðisflokknum fyrir nokkru síðan þegar Guðmundur Franklín Jónsson, formaður flokksins, nefndi það við hann. „Guðmundur Franklín spurði mig í persónu hvort ég hefði áhuga á að taka 14. sæti og ég sagði já. Hann vissi að ég bjó á Akranesi þannig ég tel það hafi bara verið mannleg mistök að setja mig á lista fyrir Norðausturkjördæmið,“ sagði Ágúst í samtali við Austurfrétt, en ekki náðist tal af honum við gerð þessarar fréttar. Hann sé í Flokki fólksins og ætli sér að vera í framboði fyrir þann flokk en ekki Frjálslynda lýðræðisflokkinn. „Enn eitt skemmdarverkið frá Flokki fólksins“ Ágúst mun láta af sæti sínu á lista Frjálslynda lýðræðisflokksins en sonur Guðmundar Franklíns mun skipa sætið í hans stað. Guðmundur segir í samtali við Austurfrétt að þetta sé með ólíkindum. „Þetta er með ólíkindum. Þetta er enn eitt skemmdarverkið frá Flokki fólksins.“ Tvískráningin kom í ljós á síðustu stundu en framboðsfrestur rennur út á morgun, þegar flokkarnir sem hyggjast bjóða fram til Alþingis þurfa að skila listum fyrir hádegi á morgun.
Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira