Segir stjórnmálamenn þjakaða af ranghugmyndum um fjölmiðla Jakob Bjarnar skrifar 9. september 2021 11:52 Sigríður Dögg Auðunsdóttir segir að stjórnmálamenn hljóti og verði að átta sig á því að án blaðamennsku sé tómt mál að tala um upplýsta afstöðu og þá er lýðræðið komið út í móa. vísir/vilhelm Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að oft hafi verið þörf en nú nauðsyn að vekja stjórnmálamenn til vitundar um að forsenda lýðræðis sé upplýst afstaða. Það er óásættanlegt fyrir þessa þjóð að við séum eftirbátur hinna Norðurlandanna þegar kemur að fjölmiðlafrelsi og það ætti að vera markmið hvers stjórnmálamanns, hverrar ríkisstjórnar, hvers löggjafaþings, að bæta úr því með öllum ráðum. Við trúum því að vilji til þess sé til staðar – nú er hins vegar kominn tími til þess að brugðist sé við,“ segir Sigríður Dögg í Samtali við Vísi. Ísland mjakast niður lista yfir fjölmiðlafrelsi milli landa Blaðamannafélag Íslands hefur sent áskorun til stjórnmálaflokkana um að gera það að stefnumáli sínu að tryggja að á Íslandi fái þrifist frjálsir, sjálfstæðir og óháðir fjölmiðlar. Í áskoruninni er ítrekað að fjölmiðlar séu grundvöllur lýðræðislegrar umræðu og lýðræðislegra samfélaga, um það er ekki deilt. Og þá sé jafnframt óumdeilt að rekstrarumhverfi fjölmiðla hefur versnað mikið á undanförnum árum. Ástæðan er fyrst og fremst stórfelldar breytingar á fjölmiðlamarkaði með tilkomu erlendra efnisveitna, samfélagsmiðla og tæknirisa á borð við Facebook og Google sem soga til sín æ stærri hluta af auglýsingafé. Þá hefur sú þróun orðið að færri eru tilbúnir til að greiða fyrir fréttir eða fréttatengt efni vegna þess mikla framboðs sem er af fríu fréttaefni á netinu. Sigríður segir talsverða umræðu hafa skapast í samfélaginu um stöðu fjölmiðla hér á landi og því beri að fagna. „Tvennt hefur drifið þá umræðu. Annars vegar listi alþjóðasamtakanna Blaðamenn án landamæra um frelsi fjölmiðla þar sem Ísland hefur færst niður í 16 sæti og fjarlægst hinar Norðurlandaþjóðirnar sem skipa efstu sæti listans. Hins vegar það áróðursstríð sem stórfyrirtækið Samherji rak gegn nafngreindum fjölmiðlamönnum og miðlum.“ Nauðsynlegt að vekja athygli á mikilvægi fjölmiðla fyrir lýðræðið Sigríður Dögg segir þá umræða sem spannst um þetta hafa tvennt svipti hulunni ... „af þeim ranghugmyndum sem margir stjórnmálamenn hafa um fjölmiðla og hlutverk þeirra í lýðræðissamfélagi. Og lýsti vanþekkingu á starfsumhverfi blaðamanna og mikilvægi þeirra, sem og skilningsleysi á rekstrarumhverfi fjölmiðla.“ Að sögn formannsins er þessi herferð fyrsta skrefið sem BÍ ætlar að taka til að vekja athygli á mikilvægi fjölmiðla fyrir lýðræðislega umræðu. „Markmiðið með þessari áskorun er að vekja stjórnmálafólk til umhugsunar um hlutverk fjölmiðla og hve mikilvægt það er að búa svo um hnútana að hér geti þrifist öflugir, sterkir fjölmiðlar sem geta veitt aðhald. Stjórnvöld geta gripið til ýmissa aðgerða til þess að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla líkt og við bendum hér í áskoruninni.“ Fjölmiðlar Alþingiskosningar 2021 Alþingi Tengdar fréttir Hörð viðbrögð komu Sigríði í opna skjöldu Sigríður Dögg Auðunsdóttir er nýtekin við formennsku í Blaðamannafélagi Íslands og óhætt er að segja að hún byrji með látum. Ályktun stjórnar BÍ, sem hún skrifaði undir aðeins degi eftir að hún tók við formennskunni hefur reynst afdrifaríkt. 8. maí 2021 07:01 Lækka Ísland aftur og vísa til herferðar Samherja Áfram lækkar Ísland á fjölmiðlafrelsislista Blaðamanna án landamæra og er nú í 16. sæti á lista alþjóðasamtakanna en var í því 15. á síðasta ári. 20. apríl 2021 12:24 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Það er óásættanlegt fyrir þessa þjóð að við séum eftirbátur hinna Norðurlandanna þegar kemur að fjölmiðlafrelsi og það ætti að vera markmið hvers stjórnmálamanns, hverrar ríkisstjórnar, hvers löggjafaþings, að bæta úr því með öllum ráðum. Við trúum því að vilji til þess sé til staðar – nú er hins vegar kominn tími til þess að brugðist sé við,“ segir Sigríður Dögg í Samtali við Vísi. Ísland mjakast niður lista yfir fjölmiðlafrelsi milli landa Blaðamannafélag Íslands hefur sent áskorun til stjórnmálaflokkana um að gera það að stefnumáli sínu að tryggja að á Íslandi fái þrifist frjálsir, sjálfstæðir og óháðir fjölmiðlar. Í áskoruninni er ítrekað að fjölmiðlar séu grundvöllur lýðræðislegrar umræðu og lýðræðislegra samfélaga, um það er ekki deilt. Og þá sé jafnframt óumdeilt að rekstrarumhverfi fjölmiðla hefur versnað mikið á undanförnum árum. Ástæðan er fyrst og fremst stórfelldar breytingar á fjölmiðlamarkaði með tilkomu erlendra efnisveitna, samfélagsmiðla og tæknirisa á borð við Facebook og Google sem soga til sín æ stærri hluta af auglýsingafé. Þá hefur sú þróun orðið að færri eru tilbúnir til að greiða fyrir fréttir eða fréttatengt efni vegna þess mikla framboðs sem er af fríu fréttaefni á netinu. Sigríður segir talsverða umræðu hafa skapast í samfélaginu um stöðu fjölmiðla hér á landi og því beri að fagna. „Tvennt hefur drifið þá umræðu. Annars vegar listi alþjóðasamtakanna Blaðamenn án landamæra um frelsi fjölmiðla þar sem Ísland hefur færst niður í 16 sæti og fjarlægst hinar Norðurlandaþjóðirnar sem skipa efstu sæti listans. Hins vegar það áróðursstríð sem stórfyrirtækið Samherji rak gegn nafngreindum fjölmiðlamönnum og miðlum.“ Nauðsynlegt að vekja athygli á mikilvægi fjölmiðla fyrir lýðræðið Sigríður Dögg segir þá umræða sem spannst um þetta hafa tvennt svipti hulunni ... „af þeim ranghugmyndum sem margir stjórnmálamenn hafa um fjölmiðla og hlutverk þeirra í lýðræðissamfélagi. Og lýsti vanþekkingu á starfsumhverfi blaðamanna og mikilvægi þeirra, sem og skilningsleysi á rekstrarumhverfi fjölmiðla.“ Að sögn formannsins er þessi herferð fyrsta skrefið sem BÍ ætlar að taka til að vekja athygli á mikilvægi fjölmiðla fyrir lýðræðislega umræðu. „Markmiðið með þessari áskorun er að vekja stjórnmálafólk til umhugsunar um hlutverk fjölmiðla og hve mikilvægt það er að búa svo um hnútana að hér geti þrifist öflugir, sterkir fjölmiðlar sem geta veitt aðhald. Stjórnvöld geta gripið til ýmissa aðgerða til þess að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla líkt og við bendum hér í áskoruninni.“
Fjölmiðlar Alþingiskosningar 2021 Alþingi Tengdar fréttir Hörð viðbrögð komu Sigríði í opna skjöldu Sigríður Dögg Auðunsdóttir er nýtekin við formennsku í Blaðamannafélagi Íslands og óhætt er að segja að hún byrji með látum. Ályktun stjórnar BÍ, sem hún skrifaði undir aðeins degi eftir að hún tók við formennskunni hefur reynst afdrifaríkt. 8. maí 2021 07:01 Lækka Ísland aftur og vísa til herferðar Samherja Áfram lækkar Ísland á fjölmiðlafrelsislista Blaðamanna án landamæra og er nú í 16. sæti á lista alþjóðasamtakanna en var í því 15. á síðasta ári. 20. apríl 2021 12:24 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Hörð viðbrögð komu Sigríði í opna skjöldu Sigríður Dögg Auðunsdóttir er nýtekin við formennsku í Blaðamannafélagi Íslands og óhætt er að segja að hún byrji með látum. Ályktun stjórnar BÍ, sem hún skrifaði undir aðeins degi eftir að hún tók við formennskunni hefur reynst afdrifaríkt. 8. maí 2021 07:01
Lækka Ísland aftur og vísa til herferðar Samherja Áfram lækkar Ísland á fjölmiðlafrelsislista Blaðamanna án landamæra og er nú í 16. sæti á lista alþjóðasamtakanna en var í því 15. á síðasta ári. 20. apríl 2021 12:24
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent