Arion mátti krefjast fjárnáms hjá forstjóra United Silicon Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2021 18:47 Magnús Ólafur Garðarsson daginn sem fyrsta skóflustungan var tekin að verksmiðju United Silicon í Helguvík 27. ágúst 2014. Vísir/fréttir Stöðvar 2 Héraðsdómur Reykjavíkur gaf Arion banka grænt ljóst á að krefjast fjárnáms í fasteign Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon, í mars. Bankinn hefur freistað þess að fá greidda skuld félags í meirihlutaeigu Magnúsar upp á tæpar fimm milljónir króna. Málaferlin vörðuðu einbýlihús við Huldubraut á Kársnesi í Kópavogi sem Magnús lagði að veði til að tryggja skuldir félagsins Tomahawk Development á Íslandi (TDÍ) sem hann átti meirihluta í. Félagið var stofnað í tengslum við uppbyggingu kísilvers United Silicon í Helguvík. Kísilverið fór veg allar veraldar og sat Arion banki eftir með milljarða tap vegna þess. Magnús hefur verið sakaður um milljarða fjársvik. Dómur í máli TDÍ féll í mars en hann var fyrst birtur í dag. Bú TDÍ var tekið til gjaldþrotaskipta í febrúar árið 2019 og Arion lýsti yfir kröfu mánuði síðar. Engar eignir fundust í búinu upp í kröfur sem námu í heildina meira en 105,7 milljónum króna, að því er segir í dóminum. Magnús hélt því fram að Arion hefði sýnt af sér tómlæti við innheimtu lánsins og vísaði til þess að eitt og hálft ár hefði liðið frá því að lánið féll á gjalddaga þar til bankinn reyndi að innheimta það. Þá vildi hann meina að þegar hann greiddi rúmar 1,4 milljónir króna inn á lánið í maí árið 2017 hafi hann rætt við útibússtjóra Arion um að tryggingarbréfi yrði aflýst. Einnig taldi Magnús ósannað að ekkert fengist greitt upp í almennar kröfur í þrotabú TDÍ. Á þetta féllst héraðsdómur ekki. Bankinn hefði reynt að innheimta lánið, án árangurs. Krafa bankans fyrnist heldur ekki, jafnvel þó að hann hefði sýnt af sér tómlæti um að ganga á eftir kröfunni í veðið. Komst dómurinn því að þeirri niðurstöðu að Arion væri heimilt að krefjast fjárnáms í eign Magnúsar á grundvelli tryggingarbréfsins sem veitti veðið til þess að fá greidda skuld TDÍ. Auk þess þarf Magnús að greiða Arion banka 900.000 krónur í málskostnað. Dómsmál United Silicon Kópavogur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Synjað um endurupptöku á skaðabótamáli United Silicon Héraðsdómur Reykjaness hafnaði kröfu Magnúsar Ólafs Garðarssonar, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon, á máli þar sem hann er sagður hafa verið dæmdur til að greiða þrotabúi kísilversins 1,2 milljarða króna í bætur. 9. júlí 2020 21:03 Arion gerir sátt og greiðir 21 milljón í sekt Arion banki og Fjármálaeftirlitið hafa gert samkomulag um að ljúka máli varðandi fjármögnun kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. 17. desember 2019 15:56 730 milljóna króna gjaldþrot félags stofnað í kringum kísilverksmiðjuna í Helguvík Engar eignir fundust í þrotabúi Kísils III sem úrskurðað var gjaldþrota í september síðastliðnum. Lýstar kröfur í búið námu 731 milljón króna. 17. desember 2019 15:28 Ekki króna fannst upp í 600 milljóna gjaldþrot fyrirtækis Magnúsar Engar eignir fundust upp í 628 milljóna króna kröfur í þrotabú félags í eigu Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon. Félagið Brimstone ehf. var úrskurðað gjaldþrota í maí á þessu ári og lauk skiptum þann 4. desember. 16. desember 2019 11:05 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Málaferlin vörðuðu einbýlihús við Huldubraut á Kársnesi í Kópavogi sem Magnús lagði að veði til að tryggja skuldir félagsins Tomahawk Development á Íslandi (TDÍ) sem hann átti meirihluta í. Félagið var stofnað í tengslum við uppbyggingu kísilvers United Silicon í Helguvík. Kísilverið fór veg allar veraldar og sat Arion banki eftir með milljarða tap vegna þess. Magnús hefur verið sakaður um milljarða fjársvik. Dómur í máli TDÍ féll í mars en hann var fyrst birtur í dag. Bú TDÍ var tekið til gjaldþrotaskipta í febrúar árið 2019 og Arion lýsti yfir kröfu mánuði síðar. Engar eignir fundust í búinu upp í kröfur sem námu í heildina meira en 105,7 milljónum króna, að því er segir í dóminum. Magnús hélt því fram að Arion hefði sýnt af sér tómlæti við innheimtu lánsins og vísaði til þess að eitt og hálft ár hefði liðið frá því að lánið féll á gjalddaga þar til bankinn reyndi að innheimta það. Þá vildi hann meina að þegar hann greiddi rúmar 1,4 milljónir króna inn á lánið í maí árið 2017 hafi hann rætt við útibússtjóra Arion um að tryggingarbréfi yrði aflýst. Einnig taldi Magnús ósannað að ekkert fengist greitt upp í almennar kröfur í þrotabú TDÍ. Á þetta féllst héraðsdómur ekki. Bankinn hefði reynt að innheimta lánið, án árangurs. Krafa bankans fyrnist heldur ekki, jafnvel þó að hann hefði sýnt af sér tómlæti um að ganga á eftir kröfunni í veðið. Komst dómurinn því að þeirri niðurstöðu að Arion væri heimilt að krefjast fjárnáms í eign Magnúsar á grundvelli tryggingarbréfsins sem veitti veðið til þess að fá greidda skuld TDÍ. Auk þess þarf Magnús að greiða Arion banka 900.000 krónur í málskostnað.
Dómsmál United Silicon Kópavogur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Synjað um endurupptöku á skaðabótamáli United Silicon Héraðsdómur Reykjaness hafnaði kröfu Magnúsar Ólafs Garðarssonar, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon, á máli þar sem hann er sagður hafa verið dæmdur til að greiða þrotabúi kísilversins 1,2 milljarða króna í bætur. 9. júlí 2020 21:03 Arion gerir sátt og greiðir 21 milljón í sekt Arion banki og Fjármálaeftirlitið hafa gert samkomulag um að ljúka máli varðandi fjármögnun kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. 17. desember 2019 15:56 730 milljóna króna gjaldþrot félags stofnað í kringum kísilverksmiðjuna í Helguvík Engar eignir fundust í þrotabúi Kísils III sem úrskurðað var gjaldþrota í september síðastliðnum. Lýstar kröfur í búið námu 731 milljón króna. 17. desember 2019 15:28 Ekki króna fannst upp í 600 milljóna gjaldþrot fyrirtækis Magnúsar Engar eignir fundust upp í 628 milljóna króna kröfur í þrotabú félags í eigu Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon. Félagið Brimstone ehf. var úrskurðað gjaldþrota í maí á þessu ári og lauk skiptum þann 4. desember. 16. desember 2019 11:05 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Synjað um endurupptöku á skaðabótamáli United Silicon Héraðsdómur Reykjaness hafnaði kröfu Magnúsar Ólafs Garðarssonar, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon, á máli þar sem hann er sagður hafa verið dæmdur til að greiða þrotabúi kísilversins 1,2 milljarða króna í bætur. 9. júlí 2020 21:03
Arion gerir sátt og greiðir 21 milljón í sekt Arion banki og Fjármálaeftirlitið hafa gert samkomulag um að ljúka máli varðandi fjármögnun kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. 17. desember 2019 15:56
730 milljóna króna gjaldþrot félags stofnað í kringum kísilverksmiðjuna í Helguvík Engar eignir fundust í þrotabúi Kísils III sem úrskurðað var gjaldþrota í september síðastliðnum. Lýstar kröfur í búið námu 731 milljón króna. 17. desember 2019 15:28
Ekki króna fannst upp í 600 milljóna gjaldþrot fyrirtækis Magnúsar Engar eignir fundust upp í 628 milljóna króna kröfur í þrotabú félags í eigu Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon. Félagið Brimstone ehf. var úrskurðað gjaldþrota í maí á þessu ári og lauk skiptum þann 4. desember. 16. desember 2019 11:05