Arion mátti krefjast fjárnáms hjá forstjóra United Silicon Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2021 18:47 Magnús Ólafur Garðarsson daginn sem fyrsta skóflustungan var tekin að verksmiðju United Silicon í Helguvík 27. ágúst 2014. Vísir/fréttir Stöðvar 2 Héraðsdómur Reykjavíkur gaf Arion banka grænt ljóst á að krefjast fjárnáms í fasteign Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon, í mars. Bankinn hefur freistað þess að fá greidda skuld félags í meirihlutaeigu Magnúsar upp á tæpar fimm milljónir króna. Málaferlin vörðuðu einbýlihús við Huldubraut á Kársnesi í Kópavogi sem Magnús lagði að veði til að tryggja skuldir félagsins Tomahawk Development á Íslandi (TDÍ) sem hann átti meirihluta í. Félagið var stofnað í tengslum við uppbyggingu kísilvers United Silicon í Helguvík. Kísilverið fór veg allar veraldar og sat Arion banki eftir með milljarða tap vegna þess. Magnús hefur verið sakaður um milljarða fjársvik. Dómur í máli TDÍ féll í mars en hann var fyrst birtur í dag. Bú TDÍ var tekið til gjaldþrotaskipta í febrúar árið 2019 og Arion lýsti yfir kröfu mánuði síðar. Engar eignir fundust í búinu upp í kröfur sem námu í heildina meira en 105,7 milljónum króna, að því er segir í dóminum. Magnús hélt því fram að Arion hefði sýnt af sér tómlæti við innheimtu lánsins og vísaði til þess að eitt og hálft ár hefði liðið frá því að lánið féll á gjalddaga þar til bankinn reyndi að innheimta það. Þá vildi hann meina að þegar hann greiddi rúmar 1,4 milljónir króna inn á lánið í maí árið 2017 hafi hann rætt við útibússtjóra Arion um að tryggingarbréfi yrði aflýst. Einnig taldi Magnús ósannað að ekkert fengist greitt upp í almennar kröfur í þrotabú TDÍ. Á þetta féllst héraðsdómur ekki. Bankinn hefði reynt að innheimta lánið, án árangurs. Krafa bankans fyrnist heldur ekki, jafnvel þó að hann hefði sýnt af sér tómlæti um að ganga á eftir kröfunni í veðið. Komst dómurinn því að þeirri niðurstöðu að Arion væri heimilt að krefjast fjárnáms í eign Magnúsar á grundvelli tryggingarbréfsins sem veitti veðið til þess að fá greidda skuld TDÍ. Auk þess þarf Magnús að greiða Arion banka 900.000 krónur í málskostnað. Dómsmál United Silicon Kópavogur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Synjað um endurupptöku á skaðabótamáli United Silicon Héraðsdómur Reykjaness hafnaði kröfu Magnúsar Ólafs Garðarssonar, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon, á máli þar sem hann er sagður hafa verið dæmdur til að greiða þrotabúi kísilversins 1,2 milljarða króna í bætur. 9. júlí 2020 21:03 Arion gerir sátt og greiðir 21 milljón í sekt Arion banki og Fjármálaeftirlitið hafa gert samkomulag um að ljúka máli varðandi fjármögnun kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. 17. desember 2019 15:56 730 milljóna króna gjaldþrot félags stofnað í kringum kísilverksmiðjuna í Helguvík Engar eignir fundust í þrotabúi Kísils III sem úrskurðað var gjaldþrota í september síðastliðnum. Lýstar kröfur í búið námu 731 milljón króna. 17. desember 2019 15:28 Ekki króna fannst upp í 600 milljóna gjaldþrot fyrirtækis Magnúsar Engar eignir fundust upp í 628 milljóna króna kröfur í þrotabú félags í eigu Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon. Félagið Brimstone ehf. var úrskurðað gjaldþrota í maí á þessu ári og lauk skiptum þann 4. desember. 16. desember 2019 11:05 Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
Málaferlin vörðuðu einbýlihús við Huldubraut á Kársnesi í Kópavogi sem Magnús lagði að veði til að tryggja skuldir félagsins Tomahawk Development á Íslandi (TDÍ) sem hann átti meirihluta í. Félagið var stofnað í tengslum við uppbyggingu kísilvers United Silicon í Helguvík. Kísilverið fór veg allar veraldar og sat Arion banki eftir með milljarða tap vegna þess. Magnús hefur verið sakaður um milljarða fjársvik. Dómur í máli TDÍ féll í mars en hann var fyrst birtur í dag. Bú TDÍ var tekið til gjaldþrotaskipta í febrúar árið 2019 og Arion lýsti yfir kröfu mánuði síðar. Engar eignir fundust í búinu upp í kröfur sem námu í heildina meira en 105,7 milljónum króna, að því er segir í dóminum. Magnús hélt því fram að Arion hefði sýnt af sér tómlæti við innheimtu lánsins og vísaði til þess að eitt og hálft ár hefði liðið frá því að lánið féll á gjalddaga þar til bankinn reyndi að innheimta það. Þá vildi hann meina að þegar hann greiddi rúmar 1,4 milljónir króna inn á lánið í maí árið 2017 hafi hann rætt við útibússtjóra Arion um að tryggingarbréfi yrði aflýst. Einnig taldi Magnús ósannað að ekkert fengist greitt upp í almennar kröfur í þrotabú TDÍ. Á þetta féllst héraðsdómur ekki. Bankinn hefði reynt að innheimta lánið, án árangurs. Krafa bankans fyrnist heldur ekki, jafnvel þó að hann hefði sýnt af sér tómlæti um að ganga á eftir kröfunni í veðið. Komst dómurinn því að þeirri niðurstöðu að Arion væri heimilt að krefjast fjárnáms í eign Magnúsar á grundvelli tryggingarbréfsins sem veitti veðið til þess að fá greidda skuld TDÍ. Auk þess þarf Magnús að greiða Arion banka 900.000 krónur í málskostnað.
Dómsmál United Silicon Kópavogur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Synjað um endurupptöku á skaðabótamáli United Silicon Héraðsdómur Reykjaness hafnaði kröfu Magnúsar Ólafs Garðarssonar, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon, á máli þar sem hann er sagður hafa verið dæmdur til að greiða þrotabúi kísilversins 1,2 milljarða króna í bætur. 9. júlí 2020 21:03 Arion gerir sátt og greiðir 21 milljón í sekt Arion banki og Fjármálaeftirlitið hafa gert samkomulag um að ljúka máli varðandi fjármögnun kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. 17. desember 2019 15:56 730 milljóna króna gjaldþrot félags stofnað í kringum kísilverksmiðjuna í Helguvík Engar eignir fundust í þrotabúi Kísils III sem úrskurðað var gjaldþrota í september síðastliðnum. Lýstar kröfur í búið námu 731 milljón króna. 17. desember 2019 15:28 Ekki króna fannst upp í 600 milljóna gjaldþrot fyrirtækis Magnúsar Engar eignir fundust upp í 628 milljóna króna kröfur í þrotabú félags í eigu Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon. Félagið Brimstone ehf. var úrskurðað gjaldþrota í maí á þessu ári og lauk skiptum þann 4. desember. 16. desember 2019 11:05 Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
Synjað um endurupptöku á skaðabótamáli United Silicon Héraðsdómur Reykjaness hafnaði kröfu Magnúsar Ólafs Garðarssonar, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon, á máli þar sem hann er sagður hafa verið dæmdur til að greiða þrotabúi kísilversins 1,2 milljarða króna í bætur. 9. júlí 2020 21:03
Arion gerir sátt og greiðir 21 milljón í sekt Arion banki og Fjármálaeftirlitið hafa gert samkomulag um að ljúka máli varðandi fjármögnun kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. 17. desember 2019 15:56
730 milljóna króna gjaldþrot félags stofnað í kringum kísilverksmiðjuna í Helguvík Engar eignir fundust í þrotabúi Kísils III sem úrskurðað var gjaldþrota í september síðastliðnum. Lýstar kröfur í búið námu 731 milljón króna. 17. desember 2019 15:28
Ekki króna fannst upp í 600 milljóna gjaldþrot fyrirtækis Magnúsar Engar eignir fundust upp í 628 milljóna króna kröfur í þrotabú félags í eigu Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon. Félagið Brimstone ehf. var úrskurðað gjaldþrota í maí á þessu ári og lauk skiptum þann 4. desember. 16. desember 2019 11:05