Bjóða fram tvo eins Borisa til að stela atkvæðum frá þeim rétta Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. september 2021 08:54 Mynd af frambjóðendunum þremur. Hinn réttmæti Boris Vishnevsky er sá eini sem hafði fyrir því að setja á sig bindi fyrir myndatökuna. Twitter/Сергей Кузин Boris Vishnevsky, rússneskur frambjóðandi stjórnarandstöðuflokks, sakar stjórnina um kosningasvindl í komandi borgarstjórnarkosningum í Pétursborg. Þegar listi yfir frambjóðendur var birtur síðasta sunnudag mátti finna á honum tvo aðra sem báru sama nafn og Vishnevsky og voru skuggalega líkir honum. Samkvæmt umfjöllun The Guardian um málið er það þekkt taktík hjá rússneskum stjórnarflokkum að bjóða fram menn með svipuð eða sömu nöfn og frambjóðendur stjórnarandstöðunnar bera til að villa um fyrir kjósendum og stela atkvæðum. Í þetta skiptið er gengið enn lengra því hinir tveir Boris Vishnevsky stjórnarinnar virðast hafa breytt útliti sínu til að líkjast Vishnevsky stjórnarandstöðunnar. Hinn rétti Vishnevsky segist hafa vitað til þess um nokkurn tíma að tveir mótframbjóðendur hans hefðu látið breyta nafni sínu í hans eigið. Þegar opinber listi yfir frambjóðendur með myndum var svo birtur á sunnudag komu útlitsbreytingar þeirra í ljós. Á listanum birtast þeir þrír hlið við hlið, allir að verða sköllóttir, með eins grátt skegg og heita nánast nákvæmlega sama nafni. Hafa greinilega breytt útliti sínu Vishnevsky telur að mótframbjóðendurnir hafi greinilega látið sér vaxa eins skegg og hann er með og telur að þeir hafi mögulega átt við myndir sínar með aðstoð Photoshop til að líkjast honum enn frekar. Á vefsíðu borgarstjórnar Pétursborgar má sjá mynd af öðrum tvífaranum áður en hann bauð sig fram en hann bar þá nafnið Viktor Bykov. Á myndinni er hann með mikið brúnt hár og lítur allt öðru vísi út en á framboðsmyndinni. „Þetta er gert til að villa um fyrir kjósendum svo þeir kjósi óvart vitlausan frambjóðanda og í staðinn fyrir að kjósa réttan Vishnevsky kjósa þeir einn af tvíförunum,“ sagði hinn réttmæti Vishnevsky í samtali við The Guardian. Miðillinn náði ekki sambandi við tvífara hans við gerð umfjöllunar sinnar. „Ég hef aldrei séð neitt þessi líkt,“ segir Vishnevsky sem segir þetta greinilegt kosningasvindl. Rússland Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun The Guardian um málið er það þekkt taktík hjá rússneskum stjórnarflokkum að bjóða fram menn með svipuð eða sömu nöfn og frambjóðendur stjórnarandstöðunnar bera til að villa um fyrir kjósendum og stela atkvæðum. Í þetta skiptið er gengið enn lengra því hinir tveir Boris Vishnevsky stjórnarinnar virðast hafa breytt útliti sínu til að líkjast Vishnevsky stjórnarandstöðunnar. Hinn rétti Vishnevsky segist hafa vitað til þess um nokkurn tíma að tveir mótframbjóðendur hans hefðu látið breyta nafni sínu í hans eigið. Þegar opinber listi yfir frambjóðendur með myndum var svo birtur á sunnudag komu útlitsbreytingar þeirra í ljós. Á listanum birtast þeir þrír hlið við hlið, allir að verða sköllóttir, með eins grátt skegg og heita nánast nákvæmlega sama nafni. Hafa greinilega breytt útliti sínu Vishnevsky telur að mótframbjóðendurnir hafi greinilega látið sér vaxa eins skegg og hann er með og telur að þeir hafi mögulega átt við myndir sínar með aðstoð Photoshop til að líkjast honum enn frekar. Á vefsíðu borgarstjórnar Pétursborgar má sjá mynd af öðrum tvífaranum áður en hann bauð sig fram en hann bar þá nafnið Viktor Bykov. Á myndinni er hann með mikið brúnt hár og lítur allt öðru vísi út en á framboðsmyndinni. „Þetta er gert til að villa um fyrir kjósendum svo þeir kjósi óvart vitlausan frambjóðanda og í staðinn fyrir að kjósa réttan Vishnevsky kjósa þeir einn af tvíförunum,“ sagði hinn réttmæti Vishnevsky í samtali við The Guardian. Miðillinn náði ekki sambandi við tvífara hans við gerð umfjöllunar sinnar. „Ég hef aldrei séð neitt þessi líkt,“ segir Vishnevsky sem segir þetta greinilegt kosningasvindl.
Rússland Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Sjá meira