Gat ekki hugsað sér að slást við konuna sína Árni Sæberg skrifar 7. september 2021 09:01 Karlmaðurinn segir konu sína ávallt hafa talað gegn ofbeldi. Hún hafi hins vegar ekki viðurkennt eigið ofbeldi gegn sér. Myndin er sviðsett. Getty Karlmaður segir ofbeldi gagnvart körlum af hendi kvenna vera töluvert algengara en fólk gerir sér grein fyrir. Hann deilir sögu af ofbeldissambandi sem hann var í með fyrrverandi konu sinni. Karlmaðurinn sagði sögu sína í Bítinu á Bylgjunni í morgun undir nafnleynd en hann segist ekki vilja persónugera árásina. „Það eru margar ástæður fyrir því að ég vel að koma fram en fyrst og fremst þá finnst mér þessi umræða sem hefur verið í gangi lituð, eða ekki lituð, hún er bara bjöguð, hún sýnir bara annað sjónarhornið á þetta,“ segir karlmaðurinn. Karlmaðurinn stígur fram í framhaldi af viðtali Bítismanna við Katrínu Öldu Bjarnadóttur sem skilaði nýlega BA-ritgerð þar sem hún fjallaði um ofbeldi gegn körlum af hálfu kvenna. Sagði hún það algengara en margur haldi. „Ég hef þá sögu að ég bjó í stormasömu sambandi þar sem mér fannst maður stöðugt vera að standa upp fyrir sjálfum sér,“ segir karlmaðurinn. „Í einu rifrildinu þá stígur konan upp og hún byrjar að berja, hún var í ágætisformi og hafði æft box, kýlt í boxpúða. Þannig þetta voru ágætishögg.“ Hann hafi ekki viljað slást við konuna sína. Óttaðist um líf sitt „Þarna vel ég það að taka ekki á móti, ástæðan fyrir því líka er sú að hún var það reið, það æst að hefði ég farið að takast á við hana þá hefðu það bara verið slagsmál og mig langaði ekki að slást við konuna mína.“ Hann segist ekki hafa áttað sig á því hversu langt ofbeldið myndi ganga. Vonandi gengi það fljótt yfir, það hefði gert það áður. Maðurinn segist hafa óttast um líf sitt á meðan árásinni stóð „Þarna ligg ég bara og allt í einu finn ég að ég er bara orðinn hræddur. Ég hugsa til þess að það eru tveir metrar í eldhúshnífana,“ Hann segir konuna ekki hafa viljað gangast við því að árásin væri ofbeldi. Hann hafi bent henni á að svo væri og síðan gengið út af heimilinu í hinsta sinn. Leitaði til Drekaslóðar Hefur þú ekki fundið neina þörf til að leita þér aðstoðar? „Jú, ég geri það fjórum vikum seinna, þá fer ég að skoða hverjir eru að bjóða upp á aðstoð. Þá er einmitt Drekaslóð sem bauð upp á það, þannig ég fer í viðtal til þeirra og hef bara ekkert nema gott um þau að segja.“ Nokkrum mánuðum seinna ákvað hann að kæra árásina. Hann hafi ekki síst gert það vegna þess að konan hans hafi alltaf talað sjálf fyrir mikilvægi þess að kæra ofbeldi, þó hún hafi ekki gengist við þessu ofbeldi. Hvernig endaði það? „Ja, hún fer bara í skýrslutöku og lýgur bara blákalt,“ segir karlmaðurinn. Karlmaðurinn segist ekki vilja persónugera árásina og óttast það mest að fólk fari að benda á persónur og leikendur. Hann voni þó að hans frásögn hjálpi fleirum að stíga fram sem glími við heimilisofbeldi. Af vísindavef Háskóla Íslands Reyndar eru margar rannsóknir sem benda til þess að ekki sé (mikill) munur á ofbeldisbeitingu kynjanna gagnvart maka, jafnvel þó tekið sé tillit til ofbeldis sem konur beita í varnarskyni. Allt er þetta enn afar umdeilt en algengt viðhorf meðal rannsakenda í dag virðist vera að karlar og konur beiti líkamlegu ofbeldi í nánum samböndum álíka oft en að ofbeldi karla gagnvart maka sé alvarlegra en ofbeldi kvenna (yfirleitt eru þeir sterkari) og líklegra til að vera langvarandi, aukast með tímanum og vera meðvituð kúgun. Með því er þó að sjálfsögðu ekki sagt að ofbeldi kvenna gagnvart mökum geti ekki verið langvarandi, vaxandi og liður í meðvitaðri kúgun. Svarið í heild má lesa hér. Heimilisofbeldi Bítið Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
„Það eru margar ástæður fyrir því að ég vel að koma fram en fyrst og fremst þá finnst mér þessi umræða sem hefur verið í gangi lituð, eða ekki lituð, hún er bara bjöguð, hún sýnir bara annað sjónarhornið á þetta,“ segir karlmaðurinn. Karlmaðurinn stígur fram í framhaldi af viðtali Bítismanna við Katrínu Öldu Bjarnadóttur sem skilaði nýlega BA-ritgerð þar sem hún fjallaði um ofbeldi gegn körlum af hálfu kvenna. Sagði hún það algengara en margur haldi. „Ég hef þá sögu að ég bjó í stormasömu sambandi þar sem mér fannst maður stöðugt vera að standa upp fyrir sjálfum sér,“ segir karlmaðurinn. „Í einu rifrildinu þá stígur konan upp og hún byrjar að berja, hún var í ágætisformi og hafði æft box, kýlt í boxpúða. Þannig þetta voru ágætishögg.“ Hann hafi ekki viljað slást við konuna sína. Óttaðist um líf sitt „Þarna vel ég það að taka ekki á móti, ástæðan fyrir því líka er sú að hún var það reið, það æst að hefði ég farið að takast á við hana þá hefðu það bara verið slagsmál og mig langaði ekki að slást við konuna mína.“ Hann segist ekki hafa áttað sig á því hversu langt ofbeldið myndi ganga. Vonandi gengi það fljótt yfir, það hefði gert það áður. Maðurinn segist hafa óttast um líf sitt á meðan árásinni stóð „Þarna ligg ég bara og allt í einu finn ég að ég er bara orðinn hræddur. Ég hugsa til þess að það eru tveir metrar í eldhúshnífana,“ Hann segir konuna ekki hafa viljað gangast við því að árásin væri ofbeldi. Hann hafi bent henni á að svo væri og síðan gengið út af heimilinu í hinsta sinn. Leitaði til Drekaslóðar Hefur þú ekki fundið neina þörf til að leita þér aðstoðar? „Jú, ég geri það fjórum vikum seinna, þá fer ég að skoða hverjir eru að bjóða upp á aðstoð. Þá er einmitt Drekaslóð sem bauð upp á það, þannig ég fer í viðtal til þeirra og hef bara ekkert nema gott um þau að segja.“ Nokkrum mánuðum seinna ákvað hann að kæra árásina. Hann hafi ekki síst gert það vegna þess að konan hans hafi alltaf talað sjálf fyrir mikilvægi þess að kæra ofbeldi, þó hún hafi ekki gengist við þessu ofbeldi. Hvernig endaði það? „Ja, hún fer bara í skýrslutöku og lýgur bara blákalt,“ segir karlmaðurinn. Karlmaðurinn segist ekki vilja persónugera árásina og óttast það mest að fólk fari að benda á persónur og leikendur. Hann voni þó að hans frásögn hjálpi fleirum að stíga fram sem glími við heimilisofbeldi. Af vísindavef Háskóla Íslands Reyndar eru margar rannsóknir sem benda til þess að ekki sé (mikill) munur á ofbeldisbeitingu kynjanna gagnvart maka, jafnvel þó tekið sé tillit til ofbeldis sem konur beita í varnarskyni. Allt er þetta enn afar umdeilt en algengt viðhorf meðal rannsakenda í dag virðist vera að karlar og konur beiti líkamlegu ofbeldi í nánum samböndum álíka oft en að ofbeldi karla gagnvart maka sé alvarlegra en ofbeldi kvenna (yfirleitt eru þeir sterkari) og líklegra til að vera langvarandi, aukast með tímanum og vera meðvituð kúgun. Með því er þó að sjálfsögðu ekki sagt að ofbeldi kvenna gagnvart mökum geti ekki verið langvarandi, vaxandi og liður í meðvitaðri kúgun. Svarið í heild má lesa hér.
Af vísindavef Háskóla Íslands Reyndar eru margar rannsóknir sem benda til þess að ekki sé (mikill) munur á ofbeldisbeitingu kynjanna gagnvart maka, jafnvel þó tekið sé tillit til ofbeldis sem konur beita í varnarskyni. Allt er þetta enn afar umdeilt en algengt viðhorf meðal rannsakenda í dag virðist vera að karlar og konur beiti líkamlegu ofbeldi í nánum samböndum álíka oft en að ofbeldi karla gagnvart maka sé alvarlegra en ofbeldi kvenna (yfirleitt eru þeir sterkari) og líklegra til að vera langvarandi, aukast með tímanum og vera meðvituð kúgun. Með því er þó að sjálfsögðu ekki sagt að ofbeldi kvenna gagnvart mökum geti ekki verið langvarandi, vaxandi og liður í meðvitaðri kúgun. Svarið í heild má lesa hér.
Heimilisofbeldi Bítið Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira