Bifreiðin fór á bólakaf og var sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð út en í henni eru þjálfaðir kafarar. Einn var í bílnum en honum tókst að koma sér sjálfur út úr honum og upp á þurrt land. Vísir sagði frá því fyrr í kvöld að talið væri að bifreiðin hefði runnið af rampi sem er siglinga- og sjósundsfólk notar meðal annars.
Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í kvöld kemur fram að grunur sé um að ökumaðurinn hafi verið ölvaður.