Sundabraut - pólitískur ómöguleiki? Tómas Ellert Tómasson skrifar 6. september 2021 17:31 Þrátt fyrir mikla efnahagslega niðursveiflu nýtur íslenska ríkið nú betri kjara en áður. Það er afleiðing þeirra róttæku efnahagsaðgerða sem ráðist var í á árunum 2013-16 undir forsæti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, nú formanns Miðflokksins. Þessa stöðu á að nýta til að byggja upp innviði landsins, ekki hvað síst í samgöngum. En þá skiptir öllu máli að forgangsraða rétt og ráðast í hagkvæmar framkvæmdir þar sem þörfin er mest. Sagan stutt, um Sundabraut Miklar væntingar hafa verið meðal landsmanna um lagningu Sundabrautar og að framkvæmdir við hana hefjist fyrr en síðar eftir að hafa verið á hinu pólitíska teikniborði í áratugi. Því miður virðast stjórnvöld hvorki hafa sýn né stefnu um það hvernig verkinu verður hrint í framkvæmd og hún virðist vera pólitískur ómöguleiki eins og staðan er núna. Upphafið að Sundabraut má rekja allt til endurskoðunar á aðalskipulagi borgarinnar árið 1972. Þremur árum síðar, árið 1975 kom hún fram sem hugmynd í tillögu að aðalskipulagi en var aldrei staðfest. Það var svo ekki fyrr en tæpum tíu árum seinna, eða 1984 sem Sundabrautin kemur inn á staðfest skipulag. Hinsvegar hófst ekki undirbúningur að þessu mikla verki fyrr en í ársbyrjun 1996. Vegagerðin og Reykjavíkurborg hafa allt frá þeim tíma, lagt mikla vinnu í að rannsaka mögulega kosti á legu hennar. Í aðalskipulagi borgarinnar til ársins 2016, kemur fram að Sundabrautin muni bæta samgöngur milli Borgarholts og Grafarvogar og margra borgarhluta í norðurhluta Reykjavíkur. Hagfræðingar og umferðaverkfræðingar hafa verið sammála um ágæti verksins og er skemmst að minnast þess að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á opnum fjarfundi efnahags- og viðskiptanefndar fyrir ári síðan að honum þætti „alveg stórundarlegt og ámælisvert að Sundabraut hafi ekki verið byggð miðað við þá umferð sem er í bænum.“ Fleiri eru sama sinnis. „Hvað með þjóðhagslegan sparnað af styttingu leiða og öll sóknarfærin sem skapast þegar til verður verðmætt byggingarland við brúarsporðinn, álag minnkar af Vesturlandsvegi og ný tækifæri opnast til uppbyggingar milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar og allt upp á Kjalarnes? Hvernig væri að taka höndum saman og horfa til framtíðar,” skrifaði Helgi Þór Ingason, prófessor og verkfræðingur fyrir nokkrum árum um tækifærin sem felast í Sundabraut. Skortur á pólitískri forystu En þó að Sundabraut hafi verið á áætlun svona lengi skortir augljóslega pólitíska forystu til að hrinda verkinu í framkvæmd. Árið 2000 sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi borgarstjóri, um Sundabraut á hverfafundi í Grafarvogi: „…og fljótlega í haust verður tekin ákvörðun um eina lausn og ef allt gengur að óskum ættu framkvæmdir að geta hafist á næsta ári“. Svona hafa yfirlýsingar vinstri manna verið í Reykjavík í gegnum tíðina en á sama tíma hafa sumir þeirra beinlínis unnið gegn lagningu brautarinnar. Engum dylst að meirihlutinn í Reykjavík telur sig hafa hag af því að skapa óvissu um framtíð Sundabrautar og núverandi ríkisstjórn virðist eiga í vandræðum með að fastsetja verkefnið. Það er óþolandi staða fyrir landsmenn, en fáar framkvæmdir eru mikilvægari. Fyrir því eru margar ástæður eins og við Miðflokksmenn höfum verið að reyna að vekja athygli á um langt skeið. Það er því miður ástæða til að óttast að hönnunarvinna dragist á langinn og verkefnið tefjist von úr viti. Ráðumst strax í verkið Ekki er langt síðan samgönguráðherra og borgarstjóri Reykjavíkur boðuðu til blaðamannafundar sem átti að ramma inn framkvæmdaáætlun Sundabrautar. Þegar grannt var skoðað reyndist þar um sýndarmennsku að ræða. Engin ákvörðun liggur fyrir um fyrirkomulag verksins eins og það lykilatriði hvort byggð verði brú eða grafin göng. Tímasetningar eru þar að auki í algeri óvissu og engin leið að sjá fyrir sér hvenær ráðist verður í verkefnið. Svo virðist sem meirihlutinn í Reykjavík hafi komið að borðinu með allskonar fyrirvara sem virðist vera ætlað að koma í veg fyrir að Sundabraut verði að veruleika. Samgönguráðherra kaus að taka þátt í leikritinu nú skömmu fyrir kosningar, væntanlega til að slá ryki í augu kjósenda. Næsta kjörtímabil virðist þannig aðeins eiga að nota í að skoða málið áfram og gera „félagshagfræðilega greiningu á þverun Kleppsvíkur“. Blekið var ekki þornað á pappírnum þegar ljóst var að undirritunin breytti engu um áform um Sundabraut, því borgarstjóri afneitaði framkvæmdinni tíu sinnum í einu og sama viðtalinu við Morgunblaðið, fáum mínútum eftir undirritunina. Ég hyggst berjast fyrir því að ráðist verði í lagningu Sundabrautar sem fyrst og að lögð verði áhersla á að flýta undirbúningi og framkvæmdum. Erlendis hafa verkefni af þessu tagi verið hugsuð heildstætt þannig að samgöngubótin haldist í hendur við byggðauppbyggingu sem nýtist bæði atvinnulífi og einstaklingum. Hagkvæmni verkefnisins og arðsemi þess ætti að réttlæta slíka flýtingu framkvæmda. Sundabraut er ekki pólitískur ómöguleiki komist Miðflokkurinn til valda, því við gerum það sem við segjumst ætla að gera - „Sundabraut strax!“ Höfundur er byggingarverkfræðingur og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Samgöngur Sundabraut Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir mikla efnahagslega niðursveiflu nýtur íslenska ríkið nú betri kjara en áður. Það er afleiðing þeirra róttæku efnahagsaðgerða sem ráðist var í á árunum 2013-16 undir forsæti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, nú formanns Miðflokksins. Þessa stöðu á að nýta til að byggja upp innviði landsins, ekki hvað síst í samgöngum. En þá skiptir öllu máli að forgangsraða rétt og ráðast í hagkvæmar framkvæmdir þar sem þörfin er mest. Sagan stutt, um Sundabraut Miklar væntingar hafa verið meðal landsmanna um lagningu Sundabrautar og að framkvæmdir við hana hefjist fyrr en síðar eftir að hafa verið á hinu pólitíska teikniborði í áratugi. Því miður virðast stjórnvöld hvorki hafa sýn né stefnu um það hvernig verkinu verður hrint í framkvæmd og hún virðist vera pólitískur ómöguleiki eins og staðan er núna. Upphafið að Sundabraut má rekja allt til endurskoðunar á aðalskipulagi borgarinnar árið 1972. Þremur árum síðar, árið 1975 kom hún fram sem hugmynd í tillögu að aðalskipulagi en var aldrei staðfest. Það var svo ekki fyrr en tæpum tíu árum seinna, eða 1984 sem Sundabrautin kemur inn á staðfest skipulag. Hinsvegar hófst ekki undirbúningur að þessu mikla verki fyrr en í ársbyrjun 1996. Vegagerðin og Reykjavíkurborg hafa allt frá þeim tíma, lagt mikla vinnu í að rannsaka mögulega kosti á legu hennar. Í aðalskipulagi borgarinnar til ársins 2016, kemur fram að Sundabrautin muni bæta samgöngur milli Borgarholts og Grafarvogar og margra borgarhluta í norðurhluta Reykjavíkur. Hagfræðingar og umferðaverkfræðingar hafa verið sammála um ágæti verksins og er skemmst að minnast þess að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á opnum fjarfundi efnahags- og viðskiptanefndar fyrir ári síðan að honum þætti „alveg stórundarlegt og ámælisvert að Sundabraut hafi ekki verið byggð miðað við þá umferð sem er í bænum.“ Fleiri eru sama sinnis. „Hvað með þjóðhagslegan sparnað af styttingu leiða og öll sóknarfærin sem skapast þegar til verður verðmætt byggingarland við brúarsporðinn, álag minnkar af Vesturlandsvegi og ný tækifæri opnast til uppbyggingar milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar og allt upp á Kjalarnes? Hvernig væri að taka höndum saman og horfa til framtíðar,” skrifaði Helgi Þór Ingason, prófessor og verkfræðingur fyrir nokkrum árum um tækifærin sem felast í Sundabraut. Skortur á pólitískri forystu En þó að Sundabraut hafi verið á áætlun svona lengi skortir augljóslega pólitíska forystu til að hrinda verkinu í framkvæmd. Árið 2000 sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi borgarstjóri, um Sundabraut á hverfafundi í Grafarvogi: „…og fljótlega í haust verður tekin ákvörðun um eina lausn og ef allt gengur að óskum ættu framkvæmdir að geta hafist á næsta ári“. Svona hafa yfirlýsingar vinstri manna verið í Reykjavík í gegnum tíðina en á sama tíma hafa sumir þeirra beinlínis unnið gegn lagningu brautarinnar. Engum dylst að meirihlutinn í Reykjavík telur sig hafa hag af því að skapa óvissu um framtíð Sundabrautar og núverandi ríkisstjórn virðist eiga í vandræðum með að fastsetja verkefnið. Það er óþolandi staða fyrir landsmenn, en fáar framkvæmdir eru mikilvægari. Fyrir því eru margar ástæður eins og við Miðflokksmenn höfum verið að reyna að vekja athygli á um langt skeið. Það er því miður ástæða til að óttast að hönnunarvinna dragist á langinn og verkefnið tefjist von úr viti. Ráðumst strax í verkið Ekki er langt síðan samgönguráðherra og borgarstjóri Reykjavíkur boðuðu til blaðamannafundar sem átti að ramma inn framkvæmdaáætlun Sundabrautar. Þegar grannt var skoðað reyndist þar um sýndarmennsku að ræða. Engin ákvörðun liggur fyrir um fyrirkomulag verksins eins og það lykilatriði hvort byggð verði brú eða grafin göng. Tímasetningar eru þar að auki í algeri óvissu og engin leið að sjá fyrir sér hvenær ráðist verður í verkefnið. Svo virðist sem meirihlutinn í Reykjavík hafi komið að borðinu með allskonar fyrirvara sem virðist vera ætlað að koma í veg fyrir að Sundabraut verði að veruleika. Samgönguráðherra kaus að taka þátt í leikritinu nú skömmu fyrir kosningar, væntanlega til að slá ryki í augu kjósenda. Næsta kjörtímabil virðist þannig aðeins eiga að nota í að skoða málið áfram og gera „félagshagfræðilega greiningu á þverun Kleppsvíkur“. Blekið var ekki þornað á pappírnum þegar ljóst var að undirritunin breytti engu um áform um Sundabraut, því borgarstjóri afneitaði framkvæmdinni tíu sinnum í einu og sama viðtalinu við Morgunblaðið, fáum mínútum eftir undirritunina. Ég hyggst berjast fyrir því að ráðist verði í lagningu Sundabrautar sem fyrst og að lögð verði áhersla á að flýta undirbúningi og framkvæmdum. Erlendis hafa verkefni af þessu tagi verið hugsuð heildstætt þannig að samgöngubótin haldist í hendur við byggðauppbyggingu sem nýtist bæði atvinnulífi og einstaklingum. Hagkvæmni verkefnisins og arðsemi þess ætti að réttlæta slíka flýtingu framkvæmda. Sundabraut er ekki pólitískur ómöguleiki komist Miðflokkurinn til valda, því við gerum það sem við segjumst ætla að gera - „Sundabraut strax!“ Höfundur er byggingarverkfræðingur og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun