Þórey Rósa Stefánsdóttir: Markmiðið fyrir tímabilið er að vinna allt Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. september 2021 16:34 Þórey Rósa skoraði sex mörk í dag. VÍSIR/BÁRA Fram vann öruggan sigur á KA/Þór í KA heimilinu í dag, 21- 28 og eru því Meistarar meistaranna. Fyrirliði Fram var að vonum sátt við sigurinn. „Takk fyrir það, við erum ótrúlega ánægðar að hafa byrjað þetta tímabil svona vel og við ætlum bara að halda áfram,“ sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir fyrirliði Fram eftir leikinn. Fyrri hálfleikurinn var í járnum og jafnt nánast á öllum tölum. Staðan í hálfleik var 11-11. Fram setti hins vegar í næsta gír í seinni hálfleik og náði sá hálfleikur aldrei að verða spennandi. „Hafdís varði þarna einhverja þrjá bolta í röð og þá náðum við ákveðnu forskoti. Eftir það náðum við að keyra vel á þær. Það hjálpaði líka að á sama tíma og okkur gekk vel að þá kom svolítið hrun hjá KA/Þór á sama tíma.“ Þórey var spurð út í hvað Stefán þjálfari liðsins hefði sagt í hálfleik. „Stefán segir svo margt gáfulegt. Hann sagði okkur samt í raun bara að halda áfram, við vissum alveg að við voru búnar að fá nokkur dauðafæri sem við klikkuðum á. Við vorum líka búnar að vera mikið út af í fyrri hálfleik sem við vildum stoppa en í grunninn vildum við bara halda áfram að spila okkar leik og það gekk svona vel í seinni hálfleik.“ Fram tapaði þessum sama leik fyrir KA/Þór á síðasta tímabili. Hún var mjög ánægð að byrja þetta tímabil á titli. „Ég er mjög ánægð að við byrjum þetta tímabil svona sterk og við ætlum að byggja ofan á þetta. Við byrjum þetta tímabil öfugt á við síðasta tímabil og vinnum í dag. Það gefur okkur klárlega kraft.“ Spurð út í markmiðið fyrir tímabilið, var það ekki flókið. „Markmiðin fyrir tímabilið eru að vinna allt.“ Þórey sjálf skoraði sex mörk í leiknum og átti góða heildar frammistöðu. „Mér leið mjög vel inn á vellinum og er ánægð með mína frammistöðu. Við vorum að styðja vel við hverja aðra inn á vellinum og það gekk vel. Það gefur manni alltaf auka kraft“ Emma Olsson kom ný inn í lið Fram fyrir tímabilið og átti frábæran leik bæði í sókn og vörn, var sömuleiðis markahæst á vellinum. „Hún er mjög sterk, flottur karakter. Við erum rosalega ánægðar með hana, mjög góð varnarlega og sóknarlega.“ Fram fékk til sína fjóra nýja leikmenn fyrir mótið og aðrar hurfu á braut. Þórey var spurð út í hvernig gengi að þjappa hópinn saman fyrir tímabilið. „Þú sást það bara í dag. Það er mjög góð stemmning í hópnum og við hlökkum bara til vetrarins.“ Fram Olís-deild kvenna Handbolti Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - Fram 21-28 | Fram vann fyrsta titil tímabilsins KA/Þór tók á móti Fram í Meistarakeppni HSÍ fyrir norðan í dag. Liðin mættust einnig í sömu keppni í fyrra þar sem að KA/Þór hafði betur, en gestirnir voru sannfærandi í dag og taka titilinn með sér suður eftir sjö marka sigur, 28-21. 5. september 2021 15:50 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
„Takk fyrir það, við erum ótrúlega ánægðar að hafa byrjað þetta tímabil svona vel og við ætlum bara að halda áfram,“ sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir fyrirliði Fram eftir leikinn. Fyrri hálfleikurinn var í járnum og jafnt nánast á öllum tölum. Staðan í hálfleik var 11-11. Fram setti hins vegar í næsta gír í seinni hálfleik og náði sá hálfleikur aldrei að verða spennandi. „Hafdís varði þarna einhverja þrjá bolta í röð og þá náðum við ákveðnu forskoti. Eftir það náðum við að keyra vel á þær. Það hjálpaði líka að á sama tíma og okkur gekk vel að þá kom svolítið hrun hjá KA/Þór á sama tíma.“ Þórey var spurð út í hvað Stefán þjálfari liðsins hefði sagt í hálfleik. „Stefán segir svo margt gáfulegt. Hann sagði okkur samt í raun bara að halda áfram, við vissum alveg að við voru búnar að fá nokkur dauðafæri sem við klikkuðum á. Við vorum líka búnar að vera mikið út af í fyrri hálfleik sem við vildum stoppa en í grunninn vildum við bara halda áfram að spila okkar leik og það gekk svona vel í seinni hálfleik.“ Fram tapaði þessum sama leik fyrir KA/Þór á síðasta tímabili. Hún var mjög ánægð að byrja þetta tímabil á titli. „Ég er mjög ánægð að við byrjum þetta tímabil svona sterk og við ætlum að byggja ofan á þetta. Við byrjum þetta tímabil öfugt á við síðasta tímabil og vinnum í dag. Það gefur okkur klárlega kraft.“ Spurð út í markmiðið fyrir tímabilið, var það ekki flókið. „Markmiðin fyrir tímabilið eru að vinna allt.“ Þórey sjálf skoraði sex mörk í leiknum og átti góða heildar frammistöðu. „Mér leið mjög vel inn á vellinum og er ánægð með mína frammistöðu. Við vorum að styðja vel við hverja aðra inn á vellinum og það gekk vel. Það gefur manni alltaf auka kraft“ Emma Olsson kom ný inn í lið Fram fyrir tímabilið og átti frábæran leik bæði í sókn og vörn, var sömuleiðis markahæst á vellinum. „Hún er mjög sterk, flottur karakter. Við erum rosalega ánægðar með hana, mjög góð varnarlega og sóknarlega.“ Fram fékk til sína fjóra nýja leikmenn fyrir mótið og aðrar hurfu á braut. Þórey var spurð út í hvernig gengi að þjappa hópinn saman fyrir tímabilið. „Þú sást það bara í dag. Það er mjög góð stemmning í hópnum og við hlökkum bara til vetrarins.“
Fram Olís-deild kvenna Handbolti Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - Fram 21-28 | Fram vann fyrsta titil tímabilsins KA/Þór tók á móti Fram í Meistarakeppni HSÍ fyrir norðan í dag. Liðin mættust einnig í sömu keppni í fyrra þar sem að KA/Þór hafði betur, en gestirnir voru sannfærandi í dag og taka titilinn með sér suður eftir sjö marka sigur, 28-21. 5. september 2021 15:50 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Leik lokið: KA/Þór - Fram 21-28 | Fram vann fyrsta titil tímabilsins KA/Þór tók á móti Fram í Meistarakeppni HSÍ fyrir norðan í dag. Liðin mættust einnig í sömu keppni í fyrra þar sem að KA/Þór hafði betur, en gestirnir voru sannfærandi í dag og taka titilinn með sér suður eftir sjö marka sigur, 28-21. 5. september 2021 15:50