Reyndu lengi að vísa árásarmanninum úr landi Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2021 10:44 Ahmed Aathill Mohamed Samsudeen í dómsal árið 2018. AP/Greg Bowker Yfirvöld á Nýja-Sjálandi reyndu um árabil að vísa manninum sem stakk sjö í verslunarmiðstöð í Auckland í vikunni úr landi. Það var eftir að Ahamed Aathil Mohamed Samsudeen, sem er nú á fertugsaldri, kom frá Sri Lanka sem flóttamaður. Samsudeen kom fyrst til Nýja-Sjálands fyrir tíu árum sem námsmaður en sótti um stöðu flóttamanns sem hann fékk árið 2013. Reuters vitnar í skjöl sem voru opinberuð í morgun en þar kemur fram að undanfarin ár hafi verið reynt að vísa honum úr landi en það hafi ekki gengið eftir. Samsudeen tók hníf úr hillu í verslunarmiðstöð á föstudaginn og stakk og skar sjö manns. Enginn dó í árásinni en hann var fljótt skotinn til bana af lögregluþjóni. Þrír eru enn í alvarlegu ástandi og einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Árásarmaðurinn var undir stöðugu eftirliti nýsjálenskra yfirvalda þar sem hann var talinn aðhyllast hugmyndafræði ISIS. Leynilögregluþjónn sem var að fylgjast með Samsudeen skaut hann til bana í árásinni. Nokkrum sinnum dæmdur í fangelsi Samsudeen hafði nokkrum sinnum verið handtekinn á undanförnum árum og hafði setið í fangelsi í samanlagt þrjú ár. Í fyrra var hann handtekinn fyrir að skipuleggja hryðjuverkaárás en sýknaður því samkvæmt lögum væri ekki nóg að skipuleggja árás til að vera dæmdur. Hann var því dæmdur fyrir að eiga áróðursefni frá hryðjuverkasamtökum og gert að vera undir eftirliti í ár. Eftir að Samsudeen vakti áhyggjur yfirvalda árið 2016 kom í ljós að hann hefði sótt um og fengið stöðu flóttamanns á fölskum forsendum. Síðan þá hefur verið reynt að fella niður vegabréfsáritun hans og vísa honum úr landi. Eftir að brottvísun var samþykkt áfrýjaði hann þeirri ákvörðun en ekki var hægt að taka þá áfrýjun fyrir þar sem Samsudeen sat í fangelsi og seinna ekki fyrr en önnur málaferli gegn honum enduðu, sem var í maí. Reuters hefur eftir Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, að þessar misheppnuðu tilraunir til að vísa Samsudeen úr landi væru svekkjandi. Þá hefur ríkisstjórn hennar heitið því að herða lög í landinu og þá sérstaklega lögin sem snúa að skipulagningu árása og löggjöf varðandi innflytjendur. Hér má sjá sjónvarpsfrétt ABC News í Ástralíu um árásina og sakaferil Samsudeen. Hélt aftur af árásarmanninum með röri Fyrrverandi sjúkraflutningamaður hefur hlotið lof fyrir að standa í hárinu á Samsudeen meðan árásin stóð yfir og hlúa að særðum í kjölfar hennar. NZ Herald segir Ross Tomlinson hafa gripið málmrör og notað það til að ógna Samsudeen og draga athygli hans frá öðru fólki í verslunarmiðstöðinni. Tomlinson stóð svo andspænis Samsudeen þegar hann var skotinn til bana. Því næst stökk hann til og hjálpaði við að búa um sár þeirra sem særðust. Þar á meðal voru tvær konur sem Tomlinson telur meðal þeirra sem séu í alvarlegu ástandi. Önnur þeirra var meðal annars með sár á hálsi og öxlum og blæddi mikið. Nýja-Sjáland Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Samsudeen kom fyrst til Nýja-Sjálands fyrir tíu árum sem námsmaður en sótti um stöðu flóttamanns sem hann fékk árið 2013. Reuters vitnar í skjöl sem voru opinberuð í morgun en þar kemur fram að undanfarin ár hafi verið reynt að vísa honum úr landi en það hafi ekki gengið eftir. Samsudeen tók hníf úr hillu í verslunarmiðstöð á föstudaginn og stakk og skar sjö manns. Enginn dó í árásinni en hann var fljótt skotinn til bana af lögregluþjóni. Þrír eru enn í alvarlegu ástandi og einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Árásarmaðurinn var undir stöðugu eftirliti nýsjálenskra yfirvalda þar sem hann var talinn aðhyllast hugmyndafræði ISIS. Leynilögregluþjónn sem var að fylgjast með Samsudeen skaut hann til bana í árásinni. Nokkrum sinnum dæmdur í fangelsi Samsudeen hafði nokkrum sinnum verið handtekinn á undanförnum árum og hafði setið í fangelsi í samanlagt þrjú ár. Í fyrra var hann handtekinn fyrir að skipuleggja hryðjuverkaárás en sýknaður því samkvæmt lögum væri ekki nóg að skipuleggja árás til að vera dæmdur. Hann var því dæmdur fyrir að eiga áróðursefni frá hryðjuverkasamtökum og gert að vera undir eftirliti í ár. Eftir að Samsudeen vakti áhyggjur yfirvalda árið 2016 kom í ljós að hann hefði sótt um og fengið stöðu flóttamanns á fölskum forsendum. Síðan þá hefur verið reynt að fella niður vegabréfsáritun hans og vísa honum úr landi. Eftir að brottvísun var samþykkt áfrýjaði hann þeirri ákvörðun en ekki var hægt að taka þá áfrýjun fyrir þar sem Samsudeen sat í fangelsi og seinna ekki fyrr en önnur málaferli gegn honum enduðu, sem var í maí. Reuters hefur eftir Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, að þessar misheppnuðu tilraunir til að vísa Samsudeen úr landi væru svekkjandi. Þá hefur ríkisstjórn hennar heitið því að herða lög í landinu og þá sérstaklega lögin sem snúa að skipulagningu árása og löggjöf varðandi innflytjendur. Hér má sjá sjónvarpsfrétt ABC News í Ástralíu um árásina og sakaferil Samsudeen. Hélt aftur af árásarmanninum með röri Fyrrverandi sjúkraflutningamaður hefur hlotið lof fyrir að standa í hárinu á Samsudeen meðan árásin stóð yfir og hlúa að særðum í kjölfar hennar. NZ Herald segir Ross Tomlinson hafa gripið málmrör og notað það til að ógna Samsudeen og draga athygli hans frá öðru fólki í verslunarmiðstöðinni. Tomlinson stóð svo andspænis Samsudeen þegar hann var skotinn til bana. Því næst stökk hann til og hjálpaði við að búa um sár þeirra sem særðust. Þar á meðal voru tvær konur sem Tomlinson telur meðal þeirra sem séu í alvarlegu ástandi. Önnur þeirra var meðal annars með sár á hálsi og öxlum og blæddi mikið.
Nýja-Sjáland Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira