Sprenging í ofbeldistilkynningum til Íþróttabandalagsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2021 20:00 Birta Björnsdóttir, verkefnastjóri ofbeldis- og jafnréttismála hjá ÍBR. VÍSIR/HELENA RAKEL Sprenging hefur orðið í tilkynningum um ofbeldismál til Íþróttabandalags Reykjavíkur í ár miðað við árin á undan. Bandalagið hefur tilkynnt alvarlegustu málin til lögreglu og barnaverndar. Öll íþróttafélög í Reykjavík heyra undir Íþróttabandalag Reykjavíkur, ÍBR. Bandalagið réðst í vitundarvakningarátak eftir að íþróttakonur stigu fram með frásagnir af ofbeldi í einni af fyrri Metoo-bylgjum. „Við höfum séð mikla aukningu á málum sem eru tilkynnt inn til okkar. Í hittífyrra voru fjögur mál, í fyrra voru níu og núna hafa komið 39. Þessi mikla aukning er ekki af því að það er meira ofbeldi heldur erum við að fá það inn á borð til okkar og það er það sem við viljum,“ segir Birta Björnsdóttir, verkefnastjóri ofbeldis- og jafnréttismála hjá ÍBR. Málin í ár eru af ýmsum toga, að sögn Birtu. 33 prósent tilkynninga eru um andlegt ofbeldi, 21 prósent um líkamlegt ofbeldi, önnur 21 prósent um kynferðislegt ofbeldi og 15 prósent um kynferðislega áreitni, samkvæmt tölum frá ÍBR. Að meðaltali sé nú tilkynnt um eitt til tvö mál á viku. Málin dreifi sér jafnt milli fullorðins- og barnastarfs og þá sé allur gangur á því hverjir gerendur séu. „Algengast er þjálfari á iðkanda eða iðkandi á iðkanda,“ segir Birta. Hafið þið þurft að tilkynna mál til lögreglu? „Já, já, við höfum tilkynnt til lögreglu og barnaverndar. það hafa alveg verið alvarleg brot. En eins og ég segi, við reynum að vinna úr því eins faglega og hægt er.“ Vilja fá strákana til sín líka Birta segir að íþróttafélögin sjálf tilkynni gjarnan málin til ÍBR. Tilkynningar komi þó einnig frá þolendum sjálfum og foreldrum þolenda. Enn sem komið er séu tilkynnendur eingöngu kvenkyns, þó að rannsóknir sýni að ofbeldi gegn hinsegin og kynsegin íþróttafólki sé til að mynda algengt. „Við erum ekki að ná að sjá þessi mál koma nógu mikið inn til okkar. Fatlað íþróttafólk einnig, við viljum fá þessi mál upp á borð og við viljum að strákarnir komi og segi frá, því þeir verða líka fyrir ofbeldi eins og stelpurnar,“ segir Birta. Þá segir hún óháðan fagaðila koma að úrvinnslu hvers máls - og bandalagið leggi áherslu á að fá málin út úr félögunum. „Íþróttafélög eru smá eins og litlar fjölskyldur, það er erfitt að taka á málum þegar þú þekkir þennan og þennan í stjórn.“ Íþróttir barna Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Öll íþróttafélög í Reykjavík heyra undir Íþróttabandalag Reykjavíkur, ÍBR. Bandalagið réðst í vitundarvakningarátak eftir að íþróttakonur stigu fram með frásagnir af ofbeldi í einni af fyrri Metoo-bylgjum. „Við höfum séð mikla aukningu á málum sem eru tilkynnt inn til okkar. Í hittífyrra voru fjögur mál, í fyrra voru níu og núna hafa komið 39. Þessi mikla aukning er ekki af því að það er meira ofbeldi heldur erum við að fá það inn á borð til okkar og það er það sem við viljum,“ segir Birta Björnsdóttir, verkefnastjóri ofbeldis- og jafnréttismála hjá ÍBR. Málin í ár eru af ýmsum toga, að sögn Birtu. 33 prósent tilkynninga eru um andlegt ofbeldi, 21 prósent um líkamlegt ofbeldi, önnur 21 prósent um kynferðislegt ofbeldi og 15 prósent um kynferðislega áreitni, samkvæmt tölum frá ÍBR. Að meðaltali sé nú tilkynnt um eitt til tvö mál á viku. Málin dreifi sér jafnt milli fullorðins- og barnastarfs og þá sé allur gangur á því hverjir gerendur séu. „Algengast er þjálfari á iðkanda eða iðkandi á iðkanda,“ segir Birta. Hafið þið þurft að tilkynna mál til lögreglu? „Já, já, við höfum tilkynnt til lögreglu og barnaverndar. það hafa alveg verið alvarleg brot. En eins og ég segi, við reynum að vinna úr því eins faglega og hægt er.“ Vilja fá strákana til sín líka Birta segir að íþróttafélögin sjálf tilkynni gjarnan málin til ÍBR. Tilkynningar komi þó einnig frá þolendum sjálfum og foreldrum þolenda. Enn sem komið er séu tilkynnendur eingöngu kvenkyns, þó að rannsóknir sýni að ofbeldi gegn hinsegin og kynsegin íþróttafólki sé til að mynda algengt. „Við erum ekki að ná að sjá þessi mál koma nógu mikið inn til okkar. Fatlað íþróttafólk einnig, við viljum fá þessi mál upp á borð og við viljum að strákarnir komi og segi frá, því þeir verða líka fyrir ofbeldi eins og stelpurnar,“ segir Birta. Þá segir hún óháðan fagaðila koma að úrvinnslu hvers máls - og bandalagið leggi áherslu á að fá málin út úr félögunum. „Íþróttafélög eru smá eins og litlar fjölskyldur, það er erfitt að taka á málum þegar þú þekkir þennan og þennan í stjórn.“
Íþróttir barna Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira