Hvetur fólk til þess að fara aftur að kjósa telji það atkvæði sitt hafa getað raskast Snorri Másson skrifar 3. september 2021 23:19 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, benti á að hann fengi ekki að nota stafræna ökuskírteini sitt á kjörstað. Vísir/Einar Nokkrir dagar liðu á milli þess sem dómsmálaráðuneytið heimilaði notkun stafrænna ökuskírteina á kjörstað og þess að farið var að sannreyna þau með því að skanna þau í sérstöku forriti. Í millitíðinni voru þau tekin gild án skannans. Dómsmálaráðherra segir að betra hefði verið að hafa forrit tilbúið strax til að hafa eftirlit með stafrænum ökuskírteinum við utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Þingmaður Pírata hvetur fólk til þess að fara aftur að kjósa telji það atkvæði sitt hafa getað raskast. Á meðan skanninn var ekki fyrir hendi mun einhver fjöldi hafa notað skilríkin, en dómsmálaráðherra segir þó ekki grunsemdir uppi um að fólk hafi verið að villa á sér heimildir. Því sé ekki talin ástæða til að endurskoða þessi atkvæði. „Maður tekur öllum svona athugasemdum gríðarlega alvarlega. Það er mikilvægt að þú getir sannað á þér deili þegar þú kýst hvort sem það er með plastskilríkjum, vegabréfum eða öðrum hætti. Nú hefur verið tekið í gagnið þannig kerfi að hægt sé að sannreyna ökuskírteinin að fullu með kóðanum sem þar er. Þá eru skírteinin í raun þau allra öruggustu,“ segir Áslaug Arna í viðtali við Stöð 2. Björn Leví vakti athygli á málinu Umræðan um þessi mál spratt upp eftir að Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, benti á að hann fengi ekki að nota stafræna ökuskírteini sitt á kjörstað. Eftir þá ábendingu var það heimilað. Þá fór Björn Leví og prófaði það, og bent svo enn á að ökuskírteinið hans hefði ekki verið sannreynt með skanna. Þar með hafi möguleiki opnast á kosningasvindli. „Núna eru í rauninni allir sem hafa kosið fyrir daginn í dag með möguleg vafaatkvæði. Ég met ekki mikla áhættu á því en fólk ætti kannski að huga að því að skella sér í utankjörfundaratkvæðagreiðslu aftur eða allavega mæta á kjördag ef það getur,“ segir Björn Leví. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ekki sé talið líklegt að til kosningasvindls hafi komið vegna þessa, en að vissulega sé ekki hægt að útiloka slíkt. „Það er auðvitað alltaf mikilvægt að við séum vel á verði gagnvart öllum möguleikum á kosningasvindli en dómsmálaráðuneytið sem fer með framkvæmd kosninga hefur verið að gera það,“ Alþingiskosningar 2021 Öryggis- og varnarmál Píratar Mest lesið „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Fleiri fréttir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir að betra hefði verið að hafa forrit tilbúið strax til að hafa eftirlit með stafrænum ökuskírteinum við utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Þingmaður Pírata hvetur fólk til þess að fara aftur að kjósa telji það atkvæði sitt hafa getað raskast. Á meðan skanninn var ekki fyrir hendi mun einhver fjöldi hafa notað skilríkin, en dómsmálaráðherra segir þó ekki grunsemdir uppi um að fólk hafi verið að villa á sér heimildir. Því sé ekki talin ástæða til að endurskoða þessi atkvæði. „Maður tekur öllum svona athugasemdum gríðarlega alvarlega. Það er mikilvægt að þú getir sannað á þér deili þegar þú kýst hvort sem það er með plastskilríkjum, vegabréfum eða öðrum hætti. Nú hefur verið tekið í gagnið þannig kerfi að hægt sé að sannreyna ökuskírteinin að fullu með kóðanum sem þar er. Þá eru skírteinin í raun þau allra öruggustu,“ segir Áslaug Arna í viðtali við Stöð 2. Björn Leví vakti athygli á málinu Umræðan um þessi mál spratt upp eftir að Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, benti á að hann fengi ekki að nota stafræna ökuskírteini sitt á kjörstað. Eftir þá ábendingu var það heimilað. Þá fór Björn Leví og prófaði það, og bent svo enn á að ökuskírteinið hans hefði ekki verið sannreynt með skanna. Þar með hafi möguleiki opnast á kosningasvindli. „Núna eru í rauninni allir sem hafa kosið fyrir daginn í dag með möguleg vafaatkvæði. Ég met ekki mikla áhættu á því en fólk ætti kannski að huga að því að skella sér í utankjörfundaratkvæðagreiðslu aftur eða allavega mæta á kjördag ef það getur,“ segir Björn Leví. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ekki sé talið líklegt að til kosningasvindls hafi komið vegna þessa, en að vissulega sé ekki hægt að útiloka slíkt. „Það er auðvitað alltaf mikilvægt að við séum vel á verði gagnvart öllum möguleikum á kosningasvindli en dómsmálaráðuneytið sem fer með framkvæmd kosninga hefur verið að gera það,“
Alþingiskosningar 2021 Öryggis- og varnarmál Píratar Mest lesið „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Fleiri fréttir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Sjá meira