Víða hlýjasti ágústmánuður frá upphafi mælinga Árni Sæberg skrifar 3. september 2021 17:56 Á dögunum var veður svo gott á Akureyri að menntskælingar þurftu að færa námið út. Vísir Nýliðinn ágúst var víða hlýjasti ágústmánuður frá upphafi mælinga. Til dæmis hefur aldrei verið hlýrra á Akureyri, Stykkishólmi, Bolungarvík, Hveravöllum og Grímsey. Í skýrslu Veðurstofu Íslands um tíðarfar í ágúst segir að óvenjuleg hlýindi hafi verið á landinu öllu í mánuðinum. Heitast hafi verið dagana 23. til 25. ágúst. Hæsti hiti sem mældist í mánuðinum var 29,4 stig á Hallormsstað þann 24. ágúst en það er hæsti hiti sem mælst hefur frá árinu 2008 og hæsti hiti sem mælst hefur í ágúst. Þá féll hitamet í Grímsey þegar hiti mældist 22,3 gráður þann 25. ágúst. Veðurgæðum ekki skipt jafnt Ekki hefur farið fram hjá neinum að veður var töluvert betra á norðaustur- og austurlandi en annars staðar á landinu í ágúst. Til að mynda mældust sólskinsstundir á Akureyri 181,4 í mánuðinum en aðeins 89,5 í Reykjavík. Þá var mánuðurinn óvenju þurr á Norðaustur- og Austurlandi og tiltölulega þurr í flestum öðrum landshlutum. Úrkoma í Reykjavík var um 85 prósent af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Á Akureyri var úrkoma hins vegar aðeins fimmtán prósent af meðalúrkomu sömu ára. Úrkoma hefur ekki verið minni í ágúst á Akureyri síðan árið 1960. Óvenjumikið var um mikla rigningu í Reykjavík en lítið á Akureyri. Dagar þegar úrkoma mældist einn millimetri eða meiri í Reykjavík voru ellefu sem eru jafnmargir og í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoma einn millimetri eða meiri þrjá daga mánaðarins, fimm færri en í meðalári. „Súrrealískt veðuryfirlit“ Elín Jónasdóttir, fagstjóri almennrar veðurþjónustu hjá Veðurstofunni, vakti athygli á veðrinu í ágúst á Twittersíðu sinni í dag. Hún kallar veðurfarsyfirlitið súrrealískt. Súrrealískt veðurfarsyfirlit. Annar mánuðurinn í röð þar sem meðalhiti er hærri en 14°C einhvers staðar á landinu. 15% úrkoma á Akureyri OG meðalhitinn í ágúst í Reykjavík er í 2. sæti af 153 árum, bara hlýrra 2003. https://t.co/hjXLWYmIJd— Elín Jónasdóttir (@elinbjon) September 3, 2021 Veður Akureyri Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Erlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
Í skýrslu Veðurstofu Íslands um tíðarfar í ágúst segir að óvenjuleg hlýindi hafi verið á landinu öllu í mánuðinum. Heitast hafi verið dagana 23. til 25. ágúst. Hæsti hiti sem mældist í mánuðinum var 29,4 stig á Hallormsstað þann 24. ágúst en það er hæsti hiti sem mælst hefur frá árinu 2008 og hæsti hiti sem mælst hefur í ágúst. Þá féll hitamet í Grímsey þegar hiti mældist 22,3 gráður þann 25. ágúst. Veðurgæðum ekki skipt jafnt Ekki hefur farið fram hjá neinum að veður var töluvert betra á norðaustur- og austurlandi en annars staðar á landinu í ágúst. Til að mynda mældust sólskinsstundir á Akureyri 181,4 í mánuðinum en aðeins 89,5 í Reykjavík. Þá var mánuðurinn óvenju þurr á Norðaustur- og Austurlandi og tiltölulega þurr í flestum öðrum landshlutum. Úrkoma í Reykjavík var um 85 prósent af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Á Akureyri var úrkoma hins vegar aðeins fimmtán prósent af meðalúrkomu sömu ára. Úrkoma hefur ekki verið minni í ágúst á Akureyri síðan árið 1960. Óvenjumikið var um mikla rigningu í Reykjavík en lítið á Akureyri. Dagar þegar úrkoma mældist einn millimetri eða meiri í Reykjavík voru ellefu sem eru jafnmargir og í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoma einn millimetri eða meiri þrjá daga mánaðarins, fimm færri en í meðalári. „Súrrealískt veðuryfirlit“ Elín Jónasdóttir, fagstjóri almennrar veðurþjónustu hjá Veðurstofunni, vakti athygli á veðrinu í ágúst á Twittersíðu sinni í dag. Hún kallar veðurfarsyfirlitið súrrealískt. Súrrealískt veðurfarsyfirlit. Annar mánuðurinn í röð þar sem meðalhiti er hærri en 14°C einhvers staðar á landinu. 15% úrkoma á Akureyri OG meðalhitinn í ágúst í Reykjavík er í 2. sæti af 153 árum, bara hlýrra 2003. https://t.co/hjXLWYmIJd— Elín Jónasdóttir (@elinbjon) September 3, 2021
Veður Akureyri Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Erlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira