Mál Kristjáns Gunnars fellt niður endanlega Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. september 2021 12:45 Kristján Gunnar Valdimarsson. Vísir Ríkissaksóknari hefur endanlega fellt niður mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands. Kristján var hnepptur í gæsluvarðhald í lok árs 2019 vegna gruns um frelssisviptingu og brot gegn þremur konum. Mál Kristjáns Gunnars vakti mikla athygli en hann var fyrst handtekinn á Þorláksmessu árið 2019 vegna gruns um að hafa brotið gegn þrítugri konu og frelsissvipt hana. Hann var látinn laus degi síðar en handtekinn aftur á jólanótt eftir ásakanir um brot gegn fleiri konum. Réttargæslumaður brotaþola gagnrýndi verulega störf lögreglu og taldi að krefjast hefði átt gæsluvarðhalds strax eftir fyrri handtöku. Lögregla lauk rannsókn sinni sumarið 2020 og fór málið á borð héraðssaksóknara, þar sem það var fellt niður tæpu ári síðar. Þolendur kærðu þá niðurstöðu til ríkissaksóknara sem nú hefur komist að sömu niðurstöðu og fellt málið niður, að sögn Helga Magnúsar Gunnarssonar varahéraðssaksóknara. Hann gat ekki upplýst um hvers vegna málið var fellt niður en fréttastofa hefur fengið upplýsingar um að ekki hafi verið nægar sannanir fyrir hendi og málið því ekki talið líklegt til sakfellingar. Málið hefur því endanlega verið fellt niður og verður niðurstöðunni því ekki hnekkt. Kristján Gunnar starfaði sem lektor í skattarétti við Háskóla Íslands um árabil en var vikið frá störfum árið 2019, eftir kvartanir frá nemendum, meðal annars vegna lélegrar mætingar. Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Lektorinn að öllum líkindum laus yfir áramótin Landsréttur tekur líklega kæru lögreglu fyrir í upphafi nýs árs. 30. desember 2019 14:29 Reyndi að koma í veg fyrir myndatöku fyrir utan dómsalinn Kristján Gunnar Valdimarsson, lögmaður og lektor við Háskóla Íslands sem grunaður er um kynferðisbrot gegn þremur konum og um að hafa frelsissvipt þær, var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. 29. desember 2019 14:36 Réttargæslumaður verulega ósáttur við vinnubrögð lögreglu: „Það hefði átt setja Kristján strax í gæsluvarðhald“ Kristján Gunnar Valdimarsson, lögmaður og lektor í skattarétti við lagadeild Háskóla Íslands, er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur ungum konum eftir að honum var sleppt úr haldi lögreglu á aðfangadag 27. desember 2019 19:02 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Sjá meira
Mál Kristjáns Gunnars vakti mikla athygli en hann var fyrst handtekinn á Þorláksmessu árið 2019 vegna gruns um að hafa brotið gegn þrítugri konu og frelsissvipt hana. Hann var látinn laus degi síðar en handtekinn aftur á jólanótt eftir ásakanir um brot gegn fleiri konum. Réttargæslumaður brotaþola gagnrýndi verulega störf lögreglu og taldi að krefjast hefði átt gæsluvarðhalds strax eftir fyrri handtöku. Lögregla lauk rannsókn sinni sumarið 2020 og fór málið á borð héraðssaksóknara, þar sem það var fellt niður tæpu ári síðar. Þolendur kærðu þá niðurstöðu til ríkissaksóknara sem nú hefur komist að sömu niðurstöðu og fellt málið niður, að sögn Helga Magnúsar Gunnarssonar varahéraðssaksóknara. Hann gat ekki upplýst um hvers vegna málið var fellt niður en fréttastofa hefur fengið upplýsingar um að ekki hafi verið nægar sannanir fyrir hendi og málið því ekki talið líklegt til sakfellingar. Málið hefur því endanlega verið fellt niður og verður niðurstöðunni því ekki hnekkt. Kristján Gunnar starfaði sem lektor í skattarétti við Háskóla Íslands um árabil en var vikið frá störfum árið 2019, eftir kvartanir frá nemendum, meðal annars vegna lélegrar mætingar.
Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Lektorinn að öllum líkindum laus yfir áramótin Landsréttur tekur líklega kæru lögreglu fyrir í upphafi nýs árs. 30. desember 2019 14:29 Reyndi að koma í veg fyrir myndatöku fyrir utan dómsalinn Kristján Gunnar Valdimarsson, lögmaður og lektor við Háskóla Íslands sem grunaður er um kynferðisbrot gegn þremur konum og um að hafa frelsissvipt þær, var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. 29. desember 2019 14:36 Réttargæslumaður verulega ósáttur við vinnubrögð lögreglu: „Það hefði átt setja Kristján strax í gæsluvarðhald“ Kristján Gunnar Valdimarsson, lögmaður og lektor í skattarétti við lagadeild Háskóla Íslands, er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur ungum konum eftir að honum var sleppt úr haldi lögreglu á aðfangadag 27. desember 2019 19:02 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Sjá meira
Lektorinn að öllum líkindum laus yfir áramótin Landsréttur tekur líklega kæru lögreglu fyrir í upphafi nýs árs. 30. desember 2019 14:29
Reyndi að koma í veg fyrir myndatöku fyrir utan dómsalinn Kristján Gunnar Valdimarsson, lögmaður og lektor við Háskóla Íslands sem grunaður er um kynferðisbrot gegn þremur konum og um að hafa frelsissvipt þær, var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. 29. desember 2019 14:36
Réttargæslumaður verulega ósáttur við vinnubrögð lögreglu: „Það hefði átt setja Kristján strax í gæsluvarðhald“ Kristján Gunnar Valdimarsson, lögmaður og lektor í skattarétti við lagadeild Háskóla Íslands, er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur ungum konum eftir að honum var sleppt úr haldi lögreglu á aðfangadag 27. desember 2019 19:02