Meira en tvöfalt fleiri á móti sjókvíaeldi en með því Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 2. september 2021 11:30 Ljósmyndir úr dróna frá laxeldi í Patreksfirði. Einar Árnason Almenningur er mun neikvæðari í viðhorfi sínu til laxeldis í sjókvíum við Ísland heldur en til landeldis. Ekki nema tæp 22 prósent segjast vera fremur eða mjög hlynnt sjókvíaeldi við strendur landsins. Andstaða við slíkan iðnað er hins vegar mun meiri. Í könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu segjast rúm 48 prósent svarenda vera fremur eða mjög andvígir laxeldi í sjókvíum á móti fyrrnefndum 22 prósentum sem eru hlynnt því. Um 30 prósent svarenda sögðust vera einhvers staðar þar á milli. Niðurstöður Maskínukönnunarinnar. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun.vísir Þessar niðurstöður voru ræddar í Pallborðinu á Vísi í gær þar sem þeir Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, og Sigurður Pétursson, einn stofnanda Arctic Fish, tókust á um iðnaðinn. Jón er ánægður með niðurstöðurnar: „Eitt er laxeldi sem fer fram með ýmsum aðferðum og annað er sjókvíaeldi sem fer fram í opnum netapokum. Og það er bara aðferð sem er orðin úrelt í þessari framleiðslu,“ sagði hann. Sigurður Pétursson (vinstri) og Jón Kaldal (hægri) tókust á í Pallborðinu í gær. vilhelm „Þannig þetta eru ánægjulegar niðurstöður og satt að segja hafði ég nú reiknað með því að það væru enn fleiri á móti þessari aðferð, því það eru ekki bara við sem erum náttúruverndar megin sem höfum verið að benda á galla hennar, heldur hreinlega innanbúðarmenn úr laxeldisgeiranum,“ sagði Jón. „Þeir sem eru að framleiða lokaðar kvíar fyrir sjó, sem er í mikilli þróun, og á landi, þeir segja: Sjókvíaeldi er niðurgreitt af náttúrunni. Reikningurinn er sendur til umhverfisins og lífríkisins.“ En er þessi mikla andstaða við sjókvíaeldi áfall fyrir talsmenn iðnaðarins eins og Sigurð? „Nei, í rauninni ekki. Og í rauninni kannski frekar miðað við hvernig umræðan er og klárlega stýrt af öðrum en þeim sem eru í geiranum. Þá kannski kemur þetta í rauninni ekkert á óvart,“ sagði Sigurður. „Það væri áhugavert að sjá hvernig hlutfallið milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins því það hefur sýnt sig í sambærilegum könnunum að þeir sem þekkja til eldisins, á því svæði sem það er, eru mun hlynntari eldinu en þeir sem hafa ekki kynnt sér starfsemina. Þannig út á það í rauninni kemur þetta ekki á óvart.“ Flestir hlynntir landeldi Viðhorf fólks til laxeldis á landi var einnig kannað og var það allt annað en til sjókvíaeldis. Þar snúast tölurnar nánast alveg við: Ekki nema rúm 15 prósent segjast fremur eða mjög andvíg landeldinu en tæp 55 prósent hlynnt því. Aftur eru um 30 prósent sem segjast vera þarna mitt á milli. Niðurstöður Maskínukönnunarinnar. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun.vísir Hér má sjá umræður Jóns Kaldals og Sigurðar Péturssonar um laxeldi á Íslandi í Pallborðinu í gær í heild sinni: Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks, sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svarendur voru 822 talsins. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur og búsetu, þannig að þau endurspegla þjóðina prýðilega. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun. Fiskeldi Skoðanakannanir Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Andstaða við slíkan iðnað er hins vegar mun meiri. Í könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu segjast rúm 48 prósent svarenda vera fremur eða mjög andvígir laxeldi í sjókvíum á móti fyrrnefndum 22 prósentum sem eru hlynnt því. Um 30 prósent svarenda sögðust vera einhvers staðar þar á milli. Niðurstöður Maskínukönnunarinnar. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun.vísir Þessar niðurstöður voru ræddar í Pallborðinu á Vísi í gær þar sem þeir Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, og Sigurður Pétursson, einn stofnanda Arctic Fish, tókust á um iðnaðinn. Jón er ánægður með niðurstöðurnar: „Eitt er laxeldi sem fer fram með ýmsum aðferðum og annað er sjókvíaeldi sem fer fram í opnum netapokum. Og það er bara aðferð sem er orðin úrelt í þessari framleiðslu,“ sagði hann. Sigurður Pétursson (vinstri) og Jón Kaldal (hægri) tókust á í Pallborðinu í gær. vilhelm „Þannig þetta eru ánægjulegar niðurstöður og satt að segja hafði ég nú reiknað með því að það væru enn fleiri á móti þessari aðferð, því það eru ekki bara við sem erum náttúruverndar megin sem höfum verið að benda á galla hennar, heldur hreinlega innanbúðarmenn úr laxeldisgeiranum,“ sagði Jón. „Þeir sem eru að framleiða lokaðar kvíar fyrir sjó, sem er í mikilli þróun, og á landi, þeir segja: Sjókvíaeldi er niðurgreitt af náttúrunni. Reikningurinn er sendur til umhverfisins og lífríkisins.“ En er þessi mikla andstaða við sjókvíaeldi áfall fyrir talsmenn iðnaðarins eins og Sigurð? „Nei, í rauninni ekki. Og í rauninni kannski frekar miðað við hvernig umræðan er og klárlega stýrt af öðrum en þeim sem eru í geiranum. Þá kannski kemur þetta í rauninni ekkert á óvart,“ sagði Sigurður. „Það væri áhugavert að sjá hvernig hlutfallið milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins því það hefur sýnt sig í sambærilegum könnunum að þeir sem þekkja til eldisins, á því svæði sem það er, eru mun hlynntari eldinu en þeir sem hafa ekki kynnt sér starfsemina. Þannig út á það í rauninni kemur þetta ekki á óvart.“ Flestir hlynntir landeldi Viðhorf fólks til laxeldis á landi var einnig kannað og var það allt annað en til sjókvíaeldis. Þar snúast tölurnar nánast alveg við: Ekki nema rúm 15 prósent segjast fremur eða mjög andvíg landeldinu en tæp 55 prósent hlynnt því. Aftur eru um 30 prósent sem segjast vera þarna mitt á milli. Niðurstöður Maskínukönnunarinnar. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun.vísir Hér má sjá umræður Jóns Kaldals og Sigurðar Péturssonar um laxeldi á Íslandi í Pallborðinu í gær í heild sinni: Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks, sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svarendur voru 822 talsins. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur og búsetu, þannig að þau endurspegla þjóðina prýðilega. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun.
Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks, sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svarendur voru 822 talsins. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur og búsetu, þannig að þau endurspegla þjóðina prýðilega. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun.
Fiskeldi Skoðanakannanir Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira