Efasemdarmönnum gengur hægt að safna undirskriftum Snorri Másson skrifar 1. september 2021 19:41 Jóhannes Loftsson segir að undirskriftasöfnunin hjá Ábyrgri framtíð fari hægt af stað, en sé þó öll að taka við sér. Hann hitti stuðningsmenn að máli á kaffihúsi í Kringlunni í dag. Vísir/Einar Meiri gangur er í atkvæðagreiðslu utan kjörfundar í aðdraganda þingkosninga en á sama tíma við síðustu kosningar. Nýju stjórnmálahreyfingunni Ábyrgri framtíð gengur hægt að safna undirskriftum, en á meðal stefnumála hennar er að nota óhefðbundin lyf við Covid-19. Þegar hafa um 2.400 greitt atkvæði á höfuðborgarsvæðinu og samtals 3.100 um land allt. Þetta er meira en í síðustu alþingiskosningum, sem helgast að vonum einkum af faraldursástandinu. „Það er fínn gangur í þessu,“ segir Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum með miklu meiri opnun en hefur verið, meðal annars vegna ástandsins sem er. Við erum að dreifa fólkinu og það getur verið þess vegna sem er meiri kosning. Það er opið frá 10 til 10 alla daga, í Kringlunni og Smáralind.“ Öruggast að kjósa strax? Borið hefur á að stjórnmálaöfl hvetji kjósendur beinlínis til að drífa sig að kjósa fyrir kjördag, eins og til dæmis Ungir jafnaðarmenn hafa gert. Það er þá til þess að forða fólki frá vandræðum sem kunna að hljótast af einangrun og sóttkví í kringum kosningar. Annað eins á þó ekki að koma í veg fyrir að fólk geti kosið. „Nú er verið að skipuleggja hvernig þessi kosning fer fram en þeir sem eru í sóttkví eða einangrun vegna Covid á kjördag geta kosið utan kjörfundar,“ segir Sigríður. Greiði maður framboði atkvæði utan kjörfundar sem síðan nær ekki að skila inn nauðsynlegum undirskriftum fyrir 10. september, fellur það atkvæði dautt. Þá er gott að geta kosið aftur, hvort sem það er aftur utan kjörfundar eða á sjálfan kjördag. Mælir með lyfjum sem íslensk stjórnvöld taka ekki gild Eitt framboð sem stendur nú í ströngu við að ná að undirskriftum í tæka tíð er nýja stjórnmálahreyfingin Ábyrg framtíð, sem hefur sterk tengsl við mótmælahreyfinguna Covidspyrnan. Hún er nýbúin að fá listabókstafinn Y en stofnandinn segir undirskriftasöfnunina þó fara hægt af stað. Hann vill nota lyf sem bönnuð eru á Íslandi, efast stórlega um gagnsemi bólusetninga og er mjög gagnrýninn á það hvernig stjórnvöld tókust á við faraldurinn og kallar eftir að þau taki ábyrgð. „Í staðinn fyrir að stjórna og reyna að ræða mögulegar vísindalegar lausnir til að takast á við vandann földu yfirvöld sig á bakvið embættismenn sem síðan eru fjarstýrðir af alþjóðastofnunum og við vitum í rauninni ekki hver ræður för lengur,“ segir Jóhannes Loftsson, stofnandi Ábyrgrar framtíðar. Jóhannes vill aflétta strax öllum samkomutakmörkunum komist hann til valda og fylgja yfirvöldum í Texas í Bandaríkjunum þegar kemur að því að eiga við faraldurinn. Í þeim efnum lítur hann einkum til snemmtækrar lyfjameðferðar sem hann segir að þar sé beitt, meðal annars með lyfinu Ivermectin. Íslensk heilbrigðisyfirvöld mæla ekki með notkun þess lyfs. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ábyrg framtíð Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira
Þegar hafa um 2.400 greitt atkvæði á höfuðborgarsvæðinu og samtals 3.100 um land allt. Þetta er meira en í síðustu alþingiskosningum, sem helgast að vonum einkum af faraldursástandinu. „Það er fínn gangur í þessu,“ segir Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum með miklu meiri opnun en hefur verið, meðal annars vegna ástandsins sem er. Við erum að dreifa fólkinu og það getur verið þess vegna sem er meiri kosning. Það er opið frá 10 til 10 alla daga, í Kringlunni og Smáralind.“ Öruggast að kjósa strax? Borið hefur á að stjórnmálaöfl hvetji kjósendur beinlínis til að drífa sig að kjósa fyrir kjördag, eins og til dæmis Ungir jafnaðarmenn hafa gert. Það er þá til þess að forða fólki frá vandræðum sem kunna að hljótast af einangrun og sóttkví í kringum kosningar. Annað eins á þó ekki að koma í veg fyrir að fólk geti kosið. „Nú er verið að skipuleggja hvernig þessi kosning fer fram en þeir sem eru í sóttkví eða einangrun vegna Covid á kjördag geta kosið utan kjörfundar,“ segir Sigríður. Greiði maður framboði atkvæði utan kjörfundar sem síðan nær ekki að skila inn nauðsynlegum undirskriftum fyrir 10. september, fellur það atkvæði dautt. Þá er gott að geta kosið aftur, hvort sem það er aftur utan kjörfundar eða á sjálfan kjördag. Mælir með lyfjum sem íslensk stjórnvöld taka ekki gild Eitt framboð sem stendur nú í ströngu við að ná að undirskriftum í tæka tíð er nýja stjórnmálahreyfingin Ábyrg framtíð, sem hefur sterk tengsl við mótmælahreyfinguna Covidspyrnan. Hún er nýbúin að fá listabókstafinn Y en stofnandinn segir undirskriftasöfnunina þó fara hægt af stað. Hann vill nota lyf sem bönnuð eru á Íslandi, efast stórlega um gagnsemi bólusetninga og er mjög gagnrýninn á það hvernig stjórnvöld tókust á við faraldurinn og kallar eftir að þau taki ábyrgð. „Í staðinn fyrir að stjórna og reyna að ræða mögulegar vísindalegar lausnir til að takast á við vandann földu yfirvöld sig á bakvið embættismenn sem síðan eru fjarstýrðir af alþjóðastofnunum og við vitum í rauninni ekki hver ræður för lengur,“ segir Jóhannes Loftsson, stofnandi Ábyrgrar framtíðar. Jóhannes vill aflétta strax öllum samkomutakmörkunum komist hann til valda og fylgja yfirvöldum í Texas í Bandaríkjunum þegar kemur að því að eiga við faraldurinn. Í þeim efnum lítur hann einkum til snemmtækrar lyfjameðferðar sem hann segir að þar sé beitt, meðal annars með lyfinu Ivermectin. Íslensk heilbrigðisyfirvöld mæla ekki með notkun þess lyfs.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ábyrg framtíð Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira