Sjóðsstaða sterkari en áætlað var þrátt fyrir fjórðu bylgjuna Eiður Þór Árnason skrifar 31. ágúst 2021 19:18 Birgir Jónsson er forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Handbært fé frá rekstri flugfélagsins Play er meira en áætlanir gerðu ráð fyrir eftir fyrri árshelming. Þá er sjóðsstaða sterkari og eftirspurn eftir flugi sögð vaxandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu sem kynnir árshlutauppgjör sitt á morgun. Rúmlega 17.300 farþegar flugu með Play í ágúst, sem eru nærri tvöfalt fleiri en í júlí. Að sögn stjórnenda gengur undirbúningur vel fyrir fyrirhugað flug til Norður-Ameríku og tengiflug næsta vor. Betri kjör færsluhirða, sem mátti rekja til sterkrar fjárhagsstöðu fyrirtækisins og vel heppnuðu upphafi rekstrar, eigi meðal annars þátt í því að auka handbært fé frá rekstri. Búið er að ganga frá leigu á sex nýjum flugvélum og áætlar félagið að stækka flota Play úr þremur flugvélum í níu fyrir sumarið 2023. Þá er félagið langt á veg komið í viðræðum um leigu á tíundu flugvélinni. Kjör á þessum samningum eru betri en gert var ráð fyrir í viðskiptaáætlunum félagsins, að sögn Play. Reikna með tvöfaldri sætanýtingu í september Tíðar breytingar á ferðatakmörkunum af hálfu stjórnvalda og ný bylgja kórónuveirunnar hér á landi í júlí hafði neikvæð áhrif á eftirspurn meðal íslenskra farþega. Viðskiptavinir nýttu sér þá sveigjanlega breytingaskilmála og endurskipulögðu ferðalög sín í nokkrum mæli. Fyrir Play þýddi þetta tekjuflutningur en ekki tap á tekjum. Í júlí flutti félagið 9.899 farþega og sætanýting var 41,7%, að því er fram kemur í tilkynningu. „Ágúst sýndi jákvæð teikn og miðasala jókst á ný. Sætanýting í ágúst var 46,4% og PLAY flutti rúmlega 17.300 farþega, nærri tvöfalt fleiri en í júlí. Tölurnar endurspegla vaxandi eftirspurn íslenskra viðskiptavina í kjölfar fækkandi COVID-19 tilfella. Útlit er fyrir að sætanýting í september muni aukast enn frekar, annan mánuðinn í röð.“ Forgangsatriði að undirbúa Ameríkuflug Play undirritaði í ágúst tvær viljayfirlýsingar við tvo alþjóðlega flugvélaleigusala. Fyrri viljayfirlýsingin er vegna tveggja nýrra A320neo flugvéla af 2020 árgerðinni. Flugvélarnar verða afhentar á fyrsta ársfjórðungi 2022. Seinni viljayfirlýsingin er vegna þriggja A320neo flugvéla og einnar A321neo sem koma í rekstur vorið 2023. Vélarnar eru nýjar og verða afhentar beint frá Airbus fyrir milligöngu flugvélaleigusalans. „Þessar ráðstafanir gera PLAY kleift að nýta hagstæð kjör sem bjóðast við núverandi markaðsaðstæður vegna COVID-19. PLAY verður þannig með sex flugvélar í flotanum vorið 2022 þegar félagið hefur flug vestur um haf.“ Þá standa yfir viðræður um viðbætur við flotann fyrir 2024 og 2025 en hann mun telja 15 vélar í lok árs 2025. Að sögn Play sýna niðurstöður annars ársfjórðungs að allt sé vel á áætlun fyrir VIA viðskiptamódelið sem til stendur að hefjist vorið 2022 en módelið byggist á tengiflugi. „Forgangsmál næstu mánaða verður undirbúningur fyrir flug PLAY til Norður-Ameríku.“ Fréttir af flugi Play Kauphöllin Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu sem kynnir árshlutauppgjör sitt á morgun. Rúmlega 17.300 farþegar flugu með Play í ágúst, sem eru nærri tvöfalt fleiri en í júlí. Að sögn stjórnenda gengur undirbúningur vel fyrir fyrirhugað flug til Norður-Ameríku og tengiflug næsta vor. Betri kjör færsluhirða, sem mátti rekja til sterkrar fjárhagsstöðu fyrirtækisins og vel heppnuðu upphafi rekstrar, eigi meðal annars þátt í því að auka handbært fé frá rekstri. Búið er að ganga frá leigu á sex nýjum flugvélum og áætlar félagið að stækka flota Play úr þremur flugvélum í níu fyrir sumarið 2023. Þá er félagið langt á veg komið í viðræðum um leigu á tíundu flugvélinni. Kjör á þessum samningum eru betri en gert var ráð fyrir í viðskiptaáætlunum félagsins, að sögn Play. Reikna með tvöfaldri sætanýtingu í september Tíðar breytingar á ferðatakmörkunum af hálfu stjórnvalda og ný bylgja kórónuveirunnar hér á landi í júlí hafði neikvæð áhrif á eftirspurn meðal íslenskra farþega. Viðskiptavinir nýttu sér þá sveigjanlega breytingaskilmála og endurskipulögðu ferðalög sín í nokkrum mæli. Fyrir Play þýddi þetta tekjuflutningur en ekki tap á tekjum. Í júlí flutti félagið 9.899 farþega og sætanýting var 41,7%, að því er fram kemur í tilkynningu. „Ágúst sýndi jákvæð teikn og miðasala jókst á ný. Sætanýting í ágúst var 46,4% og PLAY flutti rúmlega 17.300 farþega, nærri tvöfalt fleiri en í júlí. Tölurnar endurspegla vaxandi eftirspurn íslenskra viðskiptavina í kjölfar fækkandi COVID-19 tilfella. Útlit er fyrir að sætanýting í september muni aukast enn frekar, annan mánuðinn í röð.“ Forgangsatriði að undirbúa Ameríkuflug Play undirritaði í ágúst tvær viljayfirlýsingar við tvo alþjóðlega flugvélaleigusala. Fyrri viljayfirlýsingin er vegna tveggja nýrra A320neo flugvéla af 2020 árgerðinni. Flugvélarnar verða afhentar á fyrsta ársfjórðungi 2022. Seinni viljayfirlýsingin er vegna þriggja A320neo flugvéla og einnar A321neo sem koma í rekstur vorið 2023. Vélarnar eru nýjar og verða afhentar beint frá Airbus fyrir milligöngu flugvélaleigusalans. „Þessar ráðstafanir gera PLAY kleift að nýta hagstæð kjör sem bjóðast við núverandi markaðsaðstæður vegna COVID-19. PLAY verður þannig með sex flugvélar í flotanum vorið 2022 þegar félagið hefur flug vestur um haf.“ Þá standa yfir viðræður um viðbætur við flotann fyrir 2024 og 2025 en hann mun telja 15 vélar í lok árs 2025. Að sögn Play sýna niðurstöður annars ársfjórðungs að allt sé vel á áætlun fyrir VIA viðskiptamódelið sem til stendur að hefjist vorið 2022 en módelið byggist á tengiflugi. „Forgangsmál næstu mánaða verður undirbúningur fyrir flug PLAY til Norður-Ameríku.“
Fréttir af flugi Play Kauphöllin Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Sjá meira