Stjórn KSÍ segir af sér Eiður Þór Árnason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 30. ágúst 2021 21:58 Stjórn KSÍ hefur fundað í höfuðstöðvum sambandsins í Laugardal fram eftir kvöldi. Vísir/Vésteinn Stjórn Knattspyrnusambands Íslands, varafulltrúar hennar og landshlutafulltrúar hafa ákveðið að segja af sér. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu. Boðað verður til aukaþings hjá sambandinu með fjögurra vikna fyrirvara. „Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 30. ágúst að boða með fjögurra vikna fyrirvara til aukaþings í samræmi við 13. grein laga KSÍ. Fundarboð með upplýsingum um þingdag, dagskrá og fyrirkomulag þingsins verða sendar aðildarfélögum á næstu dögum,“ segir í tilkynningunni. Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður sambandsins í gær í kjölfar þess að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu leikmanns karlalandsliðsins í knattspyrnu haustið 2017. Leikmaðurinn hafi gengist við ofbeldinu og greitt henni miskabætur. Guðni hafi vitað af málinu en sagði í Kastljósi í síðustu viku að ekkert kynferðisofbeldismál hafi komið inn á borð stjórnar KSÍ. Eftir afsögn Guðna kom fram hávært ákall á samfélagsmiðlum um að stjórnin viki einnig, ásamt framkvæmdastjóranum Klöru Bjartmarz, en hún sagði í fréttum RÚV nú klukkan tíu að hún hygðist sitja áfram. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að fá viðbrögð frá fráfarandi stjórnarmeðlimum KSÍ í kvöld án árangurs. Segja endurskoðun á viðbrögðum enn í forgangi Í tilkynningu stjórnarinnar, þar sem tilkynnt er um afsögnina, segir að stjórnin vilji koma því á framfæri að vinnu faghóps um endurskoðun viðbragða við kynferðisbrotum og ofbeldi innan hreyfingarinnar og hvernig staðið var og verður að stuðningi við þolendur verði áfram í forgangi. Stjórnin, varafulltrúar og landshlutafulltrúar hafi ákveðið að segja af sér. Þeir muni skila umboði sínu eigi síðar en þegar til aukaþingsins kemur. „Þessi niðurstaða er í samræmi við áskoranir Íslensks Toppfótbolta, óskir fulltrúa félaga sem sent hafa áskorun um aukaþing og þrýsting frá samfélaginu.“ Hér að neðan má lesa yfirlýsingu stjórnar KSÍ í heild sinni: Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 30. ágúst að boða með fjögurra vikna fyrirvara til aukaþings í samræmi við 13. grein laga KSÍ. Fundarboð með upplýsingum um þingdag, dagskrá og fyrirkomulag þingsins verða sendar aðildarfélögum á næstu dögum. Stjórnin vill af þessu tilefni koma eftirfarandi á framfæri: 1. Vinnu faghóps um endurskoðun viðbragða við kynferðisbrotum og ofbeldi innan hreyfingarinnar og hvernig staðið var og verður að stuðningi við þolendur verður áfram í forgangi. 2. Stjórn, varafulltrúar og landshlutafulltrúar hafa ákveðið að segja af sér og munu skila umboði sínu eigi síðar en þegar til aukaþingsins kemur. 3. Þessi niðurstaða er í samræmi við áskoranir Íslensks Toppfótbolta, óskir fulltrúa félaga sem sent hafa áskorun um aukaþing og þrýsting frá samfélaginu. 4. Stjórnin hefur fundað með forseta ÍSÍ um framgang málsins og um það hvernig best verður haldið um starfsemi KSÍ fram að aukaþingi svo starfsemin haldist órofin. 5. Fundað verður með fulltrúum UEFA og FIFA um stöðu málsins og fyrirhuguð stjórnarskipti þannig að ekki þurfi að koma til afskipta knattspyrnusambandanna að starfsemi sambandsins. 6. Ásgeir Ásgeirsson hefur tilkynnt að hann segi sig hér með frá trúnaðarstörfum fyrir KSÍ. Stjórnin færir starfsfólki KSÍ og sjálfboðaliðum í hreyfingunni bestu kveðjur og þakkir fyrir frábært samstarf og hvetur það til að vinna áfram af trúmennsku og dugnaði í þágu íslenskrar knattspyrnu. 30. ágúst 2021 Stjórn KSÍ. Fréttin hefur verið uppfærð. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir Samningar lausir og framhaldið velti á umbótum hjá KSÍ Icelandair fundaði með forsvarsfólki Knattspyrnusambands Íslands í dag um stöðu mála innan sambandsins. Samningar milli Icelandair og KSÍ eru nú lausir en Icelandair segir að sambandið verði að sýna fram á áætlun um umbætur áður en ákvörðun verður tekin um áframhaldandi samstarf. 30. ágúst 2021 17:32 Verði aldrei þannig að þolandi mæti fyrir stjórn KSÍ Ástæða þess að stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað að taka Kolbein Sigþórsson úr landsliðshópi Íslands er ofbeldismál sem skekið hefur knattspyrnuhreyfinguna undanfarna daga. Þetta herma heimildir fréttastofu. 30. ágúst 2021 16:32 Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sjá meira
„Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 30. ágúst að boða með fjögurra vikna fyrirvara til aukaþings í samræmi við 13. grein laga KSÍ. Fundarboð með upplýsingum um þingdag, dagskrá og fyrirkomulag þingsins verða sendar aðildarfélögum á næstu dögum,“ segir í tilkynningunni. Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður sambandsins í gær í kjölfar þess að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu leikmanns karlalandsliðsins í knattspyrnu haustið 2017. Leikmaðurinn hafi gengist við ofbeldinu og greitt henni miskabætur. Guðni hafi vitað af málinu en sagði í Kastljósi í síðustu viku að ekkert kynferðisofbeldismál hafi komið inn á borð stjórnar KSÍ. Eftir afsögn Guðna kom fram hávært ákall á samfélagsmiðlum um að stjórnin viki einnig, ásamt framkvæmdastjóranum Klöru Bjartmarz, en hún sagði í fréttum RÚV nú klukkan tíu að hún hygðist sitja áfram. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að fá viðbrögð frá fráfarandi stjórnarmeðlimum KSÍ í kvöld án árangurs. Segja endurskoðun á viðbrögðum enn í forgangi Í tilkynningu stjórnarinnar, þar sem tilkynnt er um afsögnina, segir að stjórnin vilji koma því á framfæri að vinnu faghóps um endurskoðun viðbragða við kynferðisbrotum og ofbeldi innan hreyfingarinnar og hvernig staðið var og verður að stuðningi við þolendur verði áfram í forgangi. Stjórnin, varafulltrúar og landshlutafulltrúar hafi ákveðið að segja af sér. Þeir muni skila umboði sínu eigi síðar en þegar til aukaþingsins kemur. „Þessi niðurstaða er í samræmi við áskoranir Íslensks Toppfótbolta, óskir fulltrúa félaga sem sent hafa áskorun um aukaþing og þrýsting frá samfélaginu.“ Hér að neðan má lesa yfirlýsingu stjórnar KSÍ í heild sinni: Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 30. ágúst að boða með fjögurra vikna fyrirvara til aukaþings í samræmi við 13. grein laga KSÍ. Fundarboð með upplýsingum um þingdag, dagskrá og fyrirkomulag þingsins verða sendar aðildarfélögum á næstu dögum. Stjórnin vill af þessu tilefni koma eftirfarandi á framfæri: 1. Vinnu faghóps um endurskoðun viðbragða við kynferðisbrotum og ofbeldi innan hreyfingarinnar og hvernig staðið var og verður að stuðningi við þolendur verður áfram í forgangi. 2. Stjórn, varafulltrúar og landshlutafulltrúar hafa ákveðið að segja af sér og munu skila umboði sínu eigi síðar en þegar til aukaþingsins kemur. 3. Þessi niðurstaða er í samræmi við áskoranir Íslensks Toppfótbolta, óskir fulltrúa félaga sem sent hafa áskorun um aukaþing og þrýsting frá samfélaginu. 4. Stjórnin hefur fundað með forseta ÍSÍ um framgang málsins og um það hvernig best verður haldið um starfsemi KSÍ fram að aukaþingi svo starfsemin haldist órofin. 5. Fundað verður með fulltrúum UEFA og FIFA um stöðu málsins og fyrirhuguð stjórnarskipti þannig að ekki þurfi að koma til afskipta knattspyrnusambandanna að starfsemi sambandsins. 6. Ásgeir Ásgeirsson hefur tilkynnt að hann segi sig hér með frá trúnaðarstörfum fyrir KSÍ. Stjórnin færir starfsfólki KSÍ og sjálfboðaliðum í hreyfingunni bestu kveðjur og þakkir fyrir frábært samstarf og hvetur það til að vinna áfram af trúmennsku og dugnaði í þágu íslenskrar knattspyrnu. 30. ágúst 2021 Stjórn KSÍ. Fréttin hefur verið uppfærð.
Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 30. ágúst að boða með fjögurra vikna fyrirvara til aukaþings í samræmi við 13. grein laga KSÍ. Fundarboð með upplýsingum um þingdag, dagskrá og fyrirkomulag þingsins verða sendar aðildarfélögum á næstu dögum. Stjórnin vill af þessu tilefni koma eftirfarandi á framfæri: 1. Vinnu faghóps um endurskoðun viðbragða við kynferðisbrotum og ofbeldi innan hreyfingarinnar og hvernig staðið var og verður að stuðningi við þolendur verður áfram í forgangi. 2. Stjórn, varafulltrúar og landshlutafulltrúar hafa ákveðið að segja af sér og munu skila umboði sínu eigi síðar en þegar til aukaþingsins kemur. 3. Þessi niðurstaða er í samræmi við áskoranir Íslensks Toppfótbolta, óskir fulltrúa félaga sem sent hafa áskorun um aukaþing og þrýsting frá samfélaginu. 4. Stjórnin hefur fundað með forseta ÍSÍ um framgang málsins og um það hvernig best verður haldið um starfsemi KSÍ fram að aukaþingi svo starfsemin haldist órofin. 5. Fundað verður með fulltrúum UEFA og FIFA um stöðu málsins og fyrirhuguð stjórnarskipti þannig að ekki þurfi að koma til afskipta knattspyrnusambandanna að starfsemi sambandsins. 6. Ásgeir Ásgeirsson hefur tilkynnt að hann segi sig hér með frá trúnaðarstörfum fyrir KSÍ. Stjórnin færir starfsfólki KSÍ og sjálfboðaliðum í hreyfingunni bestu kveðjur og þakkir fyrir frábært samstarf og hvetur það til að vinna áfram af trúmennsku og dugnaði í þágu íslenskrar knattspyrnu. 30. ágúst 2021 Stjórn KSÍ.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir Samningar lausir og framhaldið velti á umbótum hjá KSÍ Icelandair fundaði með forsvarsfólki Knattspyrnusambands Íslands í dag um stöðu mála innan sambandsins. Samningar milli Icelandair og KSÍ eru nú lausir en Icelandair segir að sambandið verði að sýna fram á áætlun um umbætur áður en ákvörðun verður tekin um áframhaldandi samstarf. 30. ágúst 2021 17:32 Verði aldrei þannig að þolandi mæti fyrir stjórn KSÍ Ástæða þess að stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað að taka Kolbein Sigþórsson úr landsliðshópi Íslands er ofbeldismál sem skekið hefur knattspyrnuhreyfinguna undanfarna daga. Þetta herma heimildir fréttastofu. 30. ágúst 2021 16:32 Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sjá meira
Samningar lausir og framhaldið velti á umbótum hjá KSÍ Icelandair fundaði með forsvarsfólki Knattspyrnusambands Íslands í dag um stöðu mála innan sambandsins. Samningar milli Icelandair og KSÍ eru nú lausir en Icelandair segir að sambandið verði að sýna fram á áætlun um umbætur áður en ákvörðun verður tekin um áframhaldandi samstarf. 30. ágúst 2021 17:32
Verði aldrei þannig að þolandi mæti fyrir stjórn KSÍ Ástæða þess að stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað að taka Kolbein Sigþórsson úr landsliðshópi Íslands er ofbeldismál sem skekið hefur knattspyrnuhreyfinguna undanfarna daga. Þetta herma heimildir fréttastofu. 30. ágúst 2021 16:32