Var tilbúinn að fórna næsta leik til að reyna bjarga þessum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2021 15:00 Kári Árnason var til umræðu í Pepsi Max Stúkunni. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik, Víkingur og Valur eru á toppi Pepsi Max deildar karla þegar þrjár umferðir eru eftir. Mótið hefur ekki verið jafn spennandi í háa herrans tíð. Í Stúkunni að loknum leikjum gærdagsins var farið yfir stöðuna í töflunni sem og tæklingu sem hefði getað leitt til þess að Kári Árnason yrði í banni í næsta leik Víkings eða jafnvel næstu leikjum. Eftir 19 umferðir er Breiðablik á toppnum með 41 stig. Þar á eftir koma Víkingar með 39 stig og svo Íslandsmeistarar Vals með 36 stig. Breiðablik á Val, FH og HK eftir. Víkingur á HK, KR og Leikni Reykjavík. Valur á Breiðablik, KA og Fylki. „Sjáum að Valsmenn eru fimm stigum á eftir Blikum, jafnvel sex stigum miðað við markatöluna sem Blikar eru að búa sér til þessa dagana. Hvað lesið þið úr þessu,“ spurði Guðmundur Benediktsson þáttastjórnandi Pepsi Max Stúkunnar er farið var yfir stöðu deildarinnar að lokinni 19. umferð. „Staða Breiðabliks eru verulega góð, það er ósköp einfalt. Markatala, frammistaða og stig. Öll vötn renna til Kópavogs, í Kópavogslæk,“ sagði Atli Viðar Björnsson. „Ekki spurning. Víkingarnir hafa samt verið ótrúlega heillandi. Ákefðin í þeirra leik, hvernig þeir spila varnarleikinn. Allt á fullu, allt á milljón, fórna sér fyrir skot. Það er skemmtilegt yfirbragð yfir Víkingunum. Held að þeir gætu komið bakdyra megin að þessu,“ bætti Margrét Lára Viðarsdóttir við. „Kári (Árnason) ætlaði að taka hann niður og Kári hefði klárlega fengið rautt spjald miðað við hvernig hann fór í þessa tæklingu. Hann var bara tilbúinn – og ég trúi ekki öðru en Kári hafi áttað sig á því þarna, kannski þegar hann var í loftinu að reyna tækla hann – að hann væri að fara í leikbann. Mögulega tveggja leikja ef hann hefði farið illa í hann aftan frá. Held hann hafi ekki alveg verið búinn að hugsa þetta út,“ sagði Guðmundur um atvikið þegar Kári ætlaði að taka Oliver Hreiðarsson niður sem var sloppinn einn í gegn. „Ég held að hann hafi hugsað þarna að með því að tryggja 2-0 sigur þá hefði hann verið að gera meira gegn en ef hann myndi missa þennan leik í vandræði og spila hinn leikinn. Hann var tilbúinn að fórna næsta leik til að reyna bjarga þessum. Svo var það náttúrulega Ingvar (Jónsson, markvörður) sem bjargaði honum á endanum og það kom ekki til þess að þetta yrði að veruleika,“ bætti Atli Viðar við. „Held að það sé mjög hættulegt sem íþróttamaður að vera kominn inn í næsta leik eða næstu viku. Það er dæmigert fyrir Víkingana, það er bara staður og stund og núna eða aldrei,“ sagði Margrét Lára að endingu. Umræðu þeirra Guðmundar, Atla Viðars og Margrétar Láru má sjá hér að neðan en allt það helsta úr leik FH og Víkings, þar á meðal tæklingu Kára, má sjá í spilaranum hér að ofan. Klippa: Um toppbaráttuna og tæklingu Kára Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Víkingur Reykjavík Breiðablik Valur Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ Sjá meira
Í Stúkunni að loknum leikjum gærdagsins var farið yfir stöðuna í töflunni sem og tæklingu sem hefði getað leitt til þess að Kári Árnason yrði í banni í næsta leik Víkings eða jafnvel næstu leikjum. Eftir 19 umferðir er Breiðablik á toppnum með 41 stig. Þar á eftir koma Víkingar með 39 stig og svo Íslandsmeistarar Vals með 36 stig. Breiðablik á Val, FH og HK eftir. Víkingur á HK, KR og Leikni Reykjavík. Valur á Breiðablik, KA og Fylki. „Sjáum að Valsmenn eru fimm stigum á eftir Blikum, jafnvel sex stigum miðað við markatöluna sem Blikar eru að búa sér til þessa dagana. Hvað lesið þið úr þessu,“ spurði Guðmundur Benediktsson þáttastjórnandi Pepsi Max Stúkunnar er farið var yfir stöðu deildarinnar að lokinni 19. umferð. „Staða Breiðabliks eru verulega góð, það er ósköp einfalt. Markatala, frammistaða og stig. Öll vötn renna til Kópavogs, í Kópavogslæk,“ sagði Atli Viðar Björnsson. „Ekki spurning. Víkingarnir hafa samt verið ótrúlega heillandi. Ákefðin í þeirra leik, hvernig þeir spila varnarleikinn. Allt á fullu, allt á milljón, fórna sér fyrir skot. Það er skemmtilegt yfirbragð yfir Víkingunum. Held að þeir gætu komið bakdyra megin að þessu,“ bætti Margrét Lára Viðarsdóttir við. „Kári (Árnason) ætlaði að taka hann niður og Kári hefði klárlega fengið rautt spjald miðað við hvernig hann fór í þessa tæklingu. Hann var bara tilbúinn – og ég trúi ekki öðru en Kári hafi áttað sig á því þarna, kannski þegar hann var í loftinu að reyna tækla hann – að hann væri að fara í leikbann. Mögulega tveggja leikja ef hann hefði farið illa í hann aftan frá. Held hann hafi ekki alveg verið búinn að hugsa þetta út,“ sagði Guðmundur um atvikið þegar Kári ætlaði að taka Oliver Hreiðarsson niður sem var sloppinn einn í gegn. „Ég held að hann hafi hugsað þarna að með því að tryggja 2-0 sigur þá hefði hann verið að gera meira gegn en ef hann myndi missa þennan leik í vandræði og spila hinn leikinn. Hann var tilbúinn að fórna næsta leik til að reyna bjarga þessum. Svo var það náttúrulega Ingvar (Jónsson, markvörður) sem bjargaði honum á endanum og það kom ekki til þess að þetta yrði að veruleika,“ bætti Atli Viðar við. „Held að það sé mjög hættulegt sem íþróttamaður að vera kominn inn í næsta leik eða næstu viku. Það er dæmigert fyrir Víkingana, það er bara staður og stund og núna eða aldrei,“ sagði Margrét Lára að endingu. Umræðu þeirra Guðmundar, Atla Viðars og Margrétar Láru má sjá hér að neðan en allt það helsta úr leik FH og Víkings, þar á meðal tæklingu Kára, má sjá í spilaranum hér að ofan. Klippa: Um toppbaráttuna og tæklingu Kára Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Víkingur Reykjavík Breiðablik Valur Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ Sjá meira