Stærsta U-beygjan um helgina Einar A. Brynjólfsson skrifar 30. ágúst 2021 12:01 Stjórnmálaflokkar landsins kynna nú hver af öðrum áherslur sínar fyrir næsta kjörtímabil. Fæst af þessum áherslumálum koma á óvart, a.m.k. þeim sem fylgjast vel með stjórnmálum, þó alltaf megi auðvitað búast við einhverju bitastæðu. Stærstu tíðindin hljóta að vera þau sem urðu á landsfundi Vinstri grænna sem lauk um liðna helgi, en í ályktun fundarins segir m.a.: Halda þarf áfram endurskoðun stjórnarskrárinnar. Löngu er tímabært að ný ákvæði um auðlindir í þjóðareign og umhverfis- og náttúruvernd hljóti afgreiðslu Alþingis en einnig þarf að ráðast í tímabærar breytingar á öðrum köflum. Endurskoða þarf mannréttindakafla stjórnarskrárinnar meðal annars með hliðsjón af réttinum til menntunar, heilbrigðis og lífsviðurværis. Ef stefna flokksins fyrir kosningarnar 2016 og 2017 er skoðuð sést berlega að hér er um algera kúvendingu að ræða, en þá hljómaði stefnan svona: „Ljúkum þeirri vinnu sem hófst með þjóðfundinum 2010 og klárum nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum Stjórnlagaráðs.“ Flokkurinn sem kom að því að setja Stjórnlagaráð á laggirnar gefur nú skít í Stjórnlagaráð. Þau vilja frekar halda áfram með bútasauminn sem hefur viðgengist í tæp 80 ár og hafa þannig lýðræðislegan vilja að engu. Þetta eru sorgleg tíðindi fyrir öll sem vilja að ný stjórnarskrá sem byggir á tillögum Stjórnlagaráðs verði lögfest hér á landi. Nú er blekkingarleiknum lokið. Vinstri græn hafa hent nýju stjórnarskránni. Getur hugsast að henni hafi verið fórnað fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarf? Höfundur er oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar A. Brynjólfsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Stjórnarskrá Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkar landsins kynna nú hver af öðrum áherslur sínar fyrir næsta kjörtímabil. Fæst af þessum áherslumálum koma á óvart, a.m.k. þeim sem fylgjast vel með stjórnmálum, þó alltaf megi auðvitað búast við einhverju bitastæðu. Stærstu tíðindin hljóta að vera þau sem urðu á landsfundi Vinstri grænna sem lauk um liðna helgi, en í ályktun fundarins segir m.a.: Halda þarf áfram endurskoðun stjórnarskrárinnar. Löngu er tímabært að ný ákvæði um auðlindir í þjóðareign og umhverfis- og náttúruvernd hljóti afgreiðslu Alþingis en einnig þarf að ráðast í tímabærar breytingar á öðrum köflum. Endurskoða þarf mannréttindakafla stjórnarskrárinnar meðal annars með hliðsjón af réttinum til menntunar, heilbrigðis og lífsviðurværis. Ef stefna flokksins fyrir kosningarnar 2016 og 2017 er skoðuð sést berlega að hér er um algera kúvendingu að ræða, en þá hljómaði stefnan svona: „Ljúkum þeirri vinnu sem hófst með þjóðfundinum 2010 og klárum nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum Stjórnlagaráðs.“ Flokkurinn sem kom að því að setja Stjórnlagaráð á laggirnar gefur nú skít í Stjórnlagaráð. Þau vilja frekar halda áfram með bútasauminn sem hefur viðgengist í tæp 80 ár og hafa þannig lýðræðislegan vilja að engu. Þetta eru sorgleg tíðindi fyrir öll sem vilja að ný stjórnarskrá sem byggir á tillögum Stjórnlagaráðs verði lögfest hér á landi. Nú er blekkingarleiknum lokið. Vinstri græn hafa hent nýju stjórnarskránni. Getur hugsast að henni hafi verið fórnað fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarf? Höfundur er oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar