Fjárhagslegt sjálfstæði eldri borgara Njáll Trausti Friðbertsson skrifar 30. ágúst 2021 11:00 Lífeyrissjóðirnir eru eitt stærsta samfélagslega framlag þeirrar kynslóðar sem hafa lokið góðri starfsævi. Sjóðirnir tryggja afkomu og lífskjör þeirra sem byggt hafa upp lífeyrissparnaðinn. En fram hjá því verður ekki litið að margir áttu þess ekki kost að ávinna sér viðunandi réttindi í lífeyrissjóði. Í upphafi var hlutfall iðngjalda af launum lágt og ekki greitt af heildarlaunum. Margir eldri borgarar náðu heldur ekki að byggja upp réttindi nema á hluta starfsævinnar. Óðaverðbólga hjó stór skörð í lífeyrisréttindi launafólks. Við okkur blasir því ákveðinn fortíðarvandi sem við verðum að kljást og leiðrétta. Vandann viljum við sjálfstæðismenn leysa með því að breyta fyrirkomulagi ellilífeyris almannatrygginga og taka upp nýtt kerfi þar sem horft er til þess að leiðrétta fortíðarvandann með jöfnun tekna vegna fortíðar og jöfnun tekna vegna samtíma. Jöfnun tekna Með jöfnun tekna vegna fortíðar er ætlun okkar að fjármagna sérstaklega lífeyrisréttindi í lífeyrissjóðum til að jafna stöðu ellilífeyrisþega varðandi áunnin réttindi til ellilífeyris úr sjóðunum. Lífeyrisuppbót hvers og eins er föst greiðsla ákveðin fyrir lífstíð sem tekur sömu breytingum og ellilífeyrir úr lífeyrissjóðum. Jöfnun vegna samtíma yrði framkvæmd með skattfrelsi (neikvæðum tekjuskatti) sem virkar eins og útgreiddur persónuafsláttur. Neikvæður tekjuskattur er mismunandi eftir því hvort einstaklingar eru í sambúð eða einir í heimili. Með neikvæðum tekjuskatti yrðu engar sérstakar skerðingar vegna atvinnutekna aðrar en fram koma í tekjuskattskerfinu og lækkandi neikvæðum tekjuskatti. Þessar breytingar hefðu veruleg áhrif á afkomu og tekjumöguleika ellilífeyrisþega þar sem endurbætur almannatryggingakerfisins munu skapa raunhæfan hvata til atvinnuþátttöku, auka frelsi og veita eldri borgurum aukinn ábata af lífeyrissparnaði. Fjárfestum í fólki Breytingin felur í sér leiðréttingu á kjörum þeirra eldri borgara sem standa verst fjárhagslega. Um leið geta eldri borgarar aukið tekjur sínar og tekið virkari þátt í atvinnulífinu með auknum sveigjanleika. Samfélagið mun njóta þekkingu þeirra, reynslu og starfsorku lengur og því verður samfélagslegur ábati mikill en kostnaðurinn lítill eða engin þar sem breytingin hefði jákvæð áhrif á ríkissjóð. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun: Kosningar 2021 Eldri borgarar Lífeyrissjóðir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru fyrir vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru fyrir vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Lífeyrissjóðirnir eru eitt stærsta samfélagslega framlag þeirrar kynslóðar sem hafa lokið góðri starfsævi. Sjóðirnir tryggja afkomu og lífskjör þeirra sem byggt hafa upp lífeyrissparnaðinn. En fram hjá því verður ekki litið að margir áttu þess ekki kost að ávinna sér viðunandi réttindi í lífeyrissjóði. Í upphafi var hlutfall iðngjalda af launum lágt og ekki greitt af heildarlaunum. Margir eldri borgarar náðu heldur ekki að byggja upp réttindi nema á hluta starfsævinnar. Óðaverðbólga hjó stór skörð í lífeyrisréttindi launafólks. Við okkur blasir því ákveðinn fortíðarvandi sem við verðum að kljást og leiðrétta. Vandann viljum við sjálfstæðismenn leysa með því að breyta fyrirkomulagi ellilífeyris almannatrygginga og taka upp nýtt kerfi þar sem horft er til þess að leiðrétta fortíðarvandann með jöfnun tekna vegna fortíðar og jöfnun tekna vegna samtíma. Jöfnun tekna Með jöfnun tekna vegna fortíðar er ætlun okkar að fjármagna sérstaklega lífeyrisréttindi í lífeyrissjóðum til að jafna stöðu ellilífeyrisþega varðandi áunnin réttindi til ellilífeyris úr sjóðunum. Lífeyrisuppbót hvers og eins er föst greiðsla ákveðin fyrir lífstíð sem tekur sömu breytingum og ellilífeyrir úr lífeyrissjóðum. Jöfnun vegna samtíma yrði framkvæmd með skattfrelsi (neikvæðum tekjuskatti) sem virkar eins og útgreiddur persónuafsláttur. Neikvæður tekjuskattur er mismunandi eftir því hvort einstaklingar eru í sambúð eða einir í heimili. Með neikvæðum tekjuskatti yrðu engar sérstakar skerðingar vegna atvinnutekna aðrar en fram koma í tekjuskattskerfinu og lækkandi neikvæðum tekjuskatti. Þessar breytingar hefðu veruleg áhrif á afkomu og tekjumöguleika ellilífeyrisþega þar sem endurbætur almannatryggingakerfisins munu skapa raunhæfan hvata til atvinnuþátttöku, auka frelsi og veita eldri borgurum aukinn ábata af lífeyrissparnaði. Fjárfestum í fólki Breytingin felur í sér leiðréttingu á kjörum þeirra eldri borgara sem standa verst fjárhagslega. Um leið geta eldri borgarar aukið tekjur sínar og tekið virkari þátt í atvinnulífinu með auknum sveigjanleika. Samfélagið mun njóta þekkingu þeirra, reynslu og starfsorku lengur og því verður samfélagslegur ábati mikill en kostnaðurinn lítill eða engin þar sem breytingin hefði jákvæð áhrif á ríkissjóð. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun