Fjárhagslegt sjálfstæði eldri borgara Njáll Trausti Friðbertsson skrifar 30. ágúst 2021 11:00 Lífeyrissjóðirnir eru eitt stærsta samfélagslega framlag þeirrar kynslóðar sem hafa lokið góðri starfsævi. Sjóðirnir tryggja afkomu og lífskjör þeirra sem byggt hafa upp lífeyrissparnaðinn. En fram hjá því verður ekki litið að margir áttu þess ekki kost að ávinna sér viðunandi réttindi í lífeyrissjóði. Í upphafi var hlutfall iðngjalda af launum lágt og ekki greitt af heildarlaunum. Margir eldri borgarar náðu heldur ekki að byggja upp réttindi nema á hluta starfsævinnar. Óðaverðbólga hjó stór skörð í lífeyrisréttindi launafólks. Við okkur blasir því ákveðinn fortíðarvandi sem við verðum að kljást og leiðrétta. Vandann viljum við sjálfstæðismenn leysa með því að breyta fyrirkomulagi ellilífeyris almannatrygginga og taka upp nýtt kerfi þar sem horft er til þess að leiðrétta fortíðarvandann með jöfnun tekna vegna fortíðar og jöfnun tekna vegna samtíma. Jöfnun tekna Með jöfnun tekna vegna fortíðar er ætlun okkar að fjármagna sérstaklega lífeyrisréttindi í lífeyrissjóðum til að jafna stöðu ellilífeyrisþega varðandi áunnin réttindi til ellilífeyris úr sjóðunum. Lífeyrisuppbót hvers og eins er föst greiðsla ákveðin fyrir lífstíð sem tekur sömu breytingum og ellilífeyrir úr lífeyrissjóðum. Jöfnun vegna samtíma yrði framkvæmd með skattfrelsi (neikvæðum tekjuskatti) sem virkar eins og útgreiddur persónuafsláttur. Neikvæður tekjuskattur er mismunandi eftir því hvort einstaklingar eru í sambúð eða einir í heimili. Með neikvæðum tekjuskatti yrðu engar sérstakar skerðingar vegna atvinnutekna aðrar en fram koma í tekjuskattskerfinu og lækkandi neikvæðum tekjuskatti. Þessar breytingar hefðu veruleg áhrif á afkomu og tekjumöguleika ellilífeyrisþega þar sem endurbætur almannatryggingakerfisins munu skapa raunhæfan hvata til atvinnuþátttöku, auka frelsi og veita eldri borgurum aukinn ábata af lífeyrissparnaði. Fjárfestum í fólki Breytingin felur í sér leiðréttingu á kjörum þeirra eldri borgara sem standa verst fjárhagslega. Um leið geta eldri borgarar aukið tekjur sínar og tekið virkari þátt í atvinnulífinu með auknum sveigjanleika. Samfélagið mun njóta þekkingu þeirra, reynslu og starfsorku lengur og því verður samfélagslegur ábati mikill en kostnaðurinn lítill eða engin þar sem breytingin hefði jákvæð áhrif á ríkissjóð. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun: Kosningar 2021 Eldri borgarar Lífeyrissjóðir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Lífeyrissjóðirnir eru eitt stærsta samfélagslega framlag þeirrar kynslóðar sem hafa lokið góðri starfsævi. Sjóðirnir tryggja afkomu og lífskjör þeirra sem byggt hafa upp lífeyrissparnaðinn. En fram hjá því verður ekki litið að margir áttu þess ekki kost að ávinna sér viðunandi réttindi í lífeyrissjóði. Í upphafi var hlutfall iðngjalda af launum lágt og ekki greitt af heildarlaunum. Margir eldri borgarar náðu heldur ekki að byggja upp réttindi nema á hluta starfsævinnar. Óðaverðbólga hjó stór skörð í lífeyrisréttindi launafólks. Við okkur blasir því ákveðinn fortíðarvandi sem við verðum að kljást og leiðrétta. Vandann viljum við sjálfstæðismenn leysa með því að breyta fyrirkomulagi ellilífeyris almannatrygginga og taka upp nýtt kerfi þar sem horft er til þess að leiðrétta fortíðarvandann með jöfnun tekna vegna fortíðar og jöfnun tekna vegna samtíma. Jöfnun tekna Með jöfnun tekna vegna fortíðar er ætlun okkar að fjármagna sérstaklega lífeyrisréttindi í lífeyrissjóðum til að jafna stöðu ellilífeyrisþega varðandi áunnin réttindi til ellilífeyris úr sjóðunum. Lífeyrisuppbót hvers og eins er föst greiðsla ákveðin fyrir lífstíð sem tekur sömu breytingum og ellilífeyrir úr lífeyrissjóðum. Jöfnun vegna samtíma yrði framkvæmd með skattfrelsi (neikvæðum tekjuskatti) sem virkar eins og útgreiddur persónuafsláttur. Neikvæður tekjuskattur er mismunandi eftir því hvort einstaklingar eru í sambúð eða einir í heimili. Með neikvæðum tekjuskatti yrðu engar sérstakar skerðingar vegna atvinnutekna aðrar en fram koma í tekjuskattskerfinu og lækkandi neikvæðum tekjuskatti. Þessar breytingar hefðu veruleg áhrif á afkomu og tekjumöguleika ellilífeyrisþega þar sem endurbætur almannatryggingakerfisins munu skapa raunhæfan hvata til atvinnuþátttöku, auka frelsi og veita eldri borgurum aukinn ábata af lífeyrissparnaði. Fjárfestum í fólki Breytingin felur í sér leiðréttingu á kjörum þeirra eldri borgara sem standa verst fjárhagslega. Um leið geta eldri borgarar aukið tekjur sínar og tekið virkari þátt í atvinnulífinu með auknum sveigjanleika. Samfélagið mun njóta þekkingu þeirra, reynslu og starfsorku lengur og því verður samfélagslegur ábati mikill en kostnaðurinn lítill eða engin þar sem breytingin hefði jákvæð áhrif á ríkissjóð. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun