Bíræfnir bankaræningjar bundu gísla utan á flóttabíla sína Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2021 11:03 Ekki er vitað hve marga gísla ræningjarnir tóku. Bíræfnir og þungvopnaðir bankaræningjar fóru um miðborg borgarinnar Aracatuba í Brasilíu í morgun og rændu minnst þrjá banka. Skýldu ræningjarnir sér bakvið hóp gísla sem þeir höfðu tekið. Minnst fimmtíu glæpamenn komu að bankaránunum. Ræningjarnir eru sagðir hafa tekið fjölda manna í gíslingu og einhver þeirra tóku þeir með sér þegar þeir flúðu. Gíslar voru meðal annars bundnir utan á flóttabíla ræningjanna þegar þeir keyrðu á brott. Auk þess notuðu ræningjarnir meðal annars sprengiefni og kveiktu elda til að gera lögregluþjónum erfiðara um vik við að standa í hárinu á þeim. Ræningjarnir eru einnig sagðir hafa skotið á lögregluþjóna. Þá eru ræningjarnir sagðir hafa notað dróna til að fylgjast með ferðum lögreglu í borginni. Myndbönd og myndir af samfélagsmiðlum sýna óreiðuna sem ríkti í Aracatuba í morgun. Í frétt BBC segir ekki ljóst hvort einhverjir hafi fallið í átökunum og hvort einhverjir gíslar séu dánir. Miðlar í Brasilíu segja þó einhverja vera dána. Bankarán þykja algeng í Brasilíu og hefur þeim farið fjölgandi á undanförnum árum. Þar er oft um stóran hóp þungvopnaðra glæpamanna að ræða sem hafa jafnvel látið greipar sópa í heilu borgunum. Sjá einnig: Þungvopnaðir ræningjar létu greipar sópa í tveimur bæjum Brasilíu BBC hefur eftir herlögreglu Brasilíu að búið sé að ná tökum á miðbæ Aracatuba, eftir að ræningjarnir fóru þaðan. Ekki liggi fyrir hve marga gísla þeir hafi tekið og hvort þeim hafi verið sleppt. Hér að neðan má sjá myndbönd af ástandinu í borginni í morgun. Na fuga, os reféns foram amarrados nos veículos. Tentativa de impedir qualquer contra-ataque da polícia ao grupo. Deus guarde essas pessoas e todos de Araçatuba. Todas as agências bancárias do centro foram invadidas - informações preliminares. pic.twitter.com/lu0hBlcTCu— Yuri Macri (@yurimacri) August 30, 2021 Aflição total, meu Deus, oremos por todas essas pessoas que estão sendo feitas de reféns nesse mega assalto aqui em Araçatuba #Araçatuba #OremPorAraçatuba pic.twitter.com/lBo4Ti2rk0— thales (@thalespatrizzi) August 30, 2021 Caralho Araçatuba???! Mano do céu pic.twitter.com/hiusq0uVr1— Lucas Julioti (@JuliotiLucas) August 30, 2021 Brasilía Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira
Minnst fimmtíu glæpamenn komu að bankaránunum. Ræningjarnir eru sagðir hafa tekið fjölda manna í gíslingu og einhver þeirra tóku þeir með sér þegar þeir flúðu. Gíslar voru meðal annars bundnir utan á flóttabíla ræningjanna þegar þeir keyrðu á brott. Auk þess notuðu ræningjarnir meðal annars sprengiefni og kveiktu elda til að gera lögregluþjónum erfiðara um vik við að standa í hárinu á þeim. Ræningjarnir eru einnig sagðir hafa skotið á lögregluþjóna. Þá eru ræningjarnir sagðir hafa notað dróna til að fylgjast með ferðum lögreglu í borginni. Myndbönd og myndir af samfélagsmiðlum sýna óreiðuna sem ríkti í Aracatuba í morgun. Í frétt BBC segir ekki ljóst hvort einhverjir hafi fallið í átökunum og hvort einhverjir gíslar séu dánir. Miðlar í Brasilíu segja þó einhverja vera dána. Bankarán þykja algeng í Brasilíu og hefur þeim farið fjölgandi á undanförnum árum. Þar er oft um stóran hóp þungvopnaðra glæpamanna að ræða sem hafa jafnvel látið greipar sópa í heilu borgunum. Sjá einnig: Þungvopnaðir ræningjar létu greipar sópa í tveimur bæjum Brasilíu BBC hefur eftir herlögreglu Brasilíu að búið sé að ná tökum á miðbæ Aracatuba, eftir að ræningjarnir fóru þaðan. Ekki liggi fyrir hve marga gísla þeir hafi tekið og hvort þeim hafi verið sleppt. Hér að neðan má sjá myndbönd af ástandinu í borginni í morgun. Na fuga, os reféns foram amarrados nos veículos. Tentativa de impedir qualquer contra-ataque da polícia ao grupo. Deus guarde essas pessoas e todos de Araçatuba. Todas as agências bancárias do centro foram invadidas - informações preliminares. pic.twitter.com/lu0hBlcTCu— Yuri Macri (@yurimacri) August 30, 2021 Aflição total, meu Deus, oremos por todas essas pessoas que estão sendo feitas de reféns nesse mega assalto aqui em Araçatuba #Araçatuba #OremPorAraçatuba pic.twitter.com/lBo4Ti2rk0— thales (@thalespatrizzi) August 30, 2021 Caralho Araçatuba???! Mano do céu pic.twitter.com/hiusq0uVr1— Lucas Julioti (@JuliotiLucas) August 30, 2021
Brasilía Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira