„Hjarta“ kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu var ræst í sumar Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2021 10:12 Íbúar Suður-Kóreu fylgjast með fréttum af starfsemi Yongbyoun í Norður-Kóreu. AP/Ahn Young-joon Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) segir útlit fyrir að Norður-Kóreumenn hafi ræst kjarnakljúfur ríkisins í Yongbyon fyrr á þessu ári. Í árlegri skýrslu IAEA sem birt var um helgina segir að kveikt hafi verið á kljúfinum í júlí og kælivatn hafi verið losað frá Yongbyon. Kljúfurinn er fimm megavött og framleiðir plútóníum. Auðgað úran er einnig framleitt í Yongbyon en það eru helstu efnin sem notuð eru til framleiðslu kjarnorkuvopna. Meðal annars var notast við gervihnattamyndir til að greina aukin umsvif í Yongbyon. Umsvif sem IAEA segir áhyggjuvaldandi og skýr brot á samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. AP fréttaveitan segir yfirvöld í Norður-Kóreu hafa lýst Yongbyon sem hjarta kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins. Alþjóðasamfélagið hefur um árabil haft áhyggjur af starfseminni þar en ekki er vitað hve mikið úran og plútóníum hefur verið framleitt þar né hvar það er geymt. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, bauðst árið 2019 til þess að rífa Yongbyon á fundi með Donald Trump, þáverandi forseta Bandaríkjanna, og það í skiptum fyrir niðurfellingu viðskiptaþvingana gegn Norður-Kóreu. Því tilboði var þó hafnað þar sem það fól ekki í sér afvopnun Norður-Kóreu. Ríkið er talið reka nokkrar leynilegar rannsóknarstöðvar þar sem úran er auðgað og er talið að einræðisríkið hafi þegar framleitt tugi kjarnorkuvopna. Viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun einræðisríkisins strönduðu árið 2019, eftir nokkra fundi Kim og Trumps. Norður-Kóreumenn hafa sagt að þær muni ekki hefjast að nýju fyrr en viðskiptaþvinganir verði felldar niður. Í Bandaríkjunum hefur viðhorfið verið að það komi ekki til greina. Fyrst verði Kóreumenn að taka sín fyrstu skref í átt að afvopnun. Neita að taka upp tólið Yonhap fréttaveitan segir ráðamenn í Suður-Kóreu fylgjast grannt með gangi mála hjá nágrönnum sínum. Daglegum símtölum til Norður-Kóreu hafi ekki verið svarað í þessum mánuði eftir að ríkisstjórn Kim lýsti því yfir mikilli reiði vegna sameiginlegra heræfinga Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Kjarnorka Tengdar fréttir Hamfararigningar í kjölfar hitabylgju og þurrks í Norður-Kóreu Hamfararigningar og flóð hafa valdið miklu tjóni í Norður-Kóreu. Minnst ellefu hundruð heimili hafa skemmst og þúsundir hafa þurft að flýja undan flóðum. Þá hafa miklar skemmdir orðið á ræktunarlandi, vegum og brúm. 6. ágúst 2021 11:03 Vill áfengi og jakkaföt áður en afvopnunarviðræður hefjast aftur Norður-Kórea vill að alþjóðlegum viðskiptaþvingunum verði aflétt svo ríkið geti hafið útflutning málma og innflutning hreinsaðrar olíu, áður en viðræður um kjarnorkuafvopnun við Bandaríkin hefjast. 3. ágúst 2021 08:13 Fangelsi og jafnvel dauðadómur fyrir vörslu erlends afþreyingarefnis Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu hafa varað ungt fólk í landinu við því að nota slanguryrði jafnaldra sinna frá Suður-Kóreu og hvetja ungdóminn raunar til að halda sig við „staðlað norðurkóreskt mál.“ 18. júlí 2021 22:31 Xi og Kim heita nánari samvinnu Xi Jinping og Kim Jong Un, ráðendur Kína og Norður-Kóreu, hafa heitið því að auka samvinnu ríkjanna. Það gerðu þeir í skilaboðum sem þeir sendu hvorum öðrum á dögunum. Í skilaboðum til Xi sagði Kim að náið samband Norður-Kóreu og Kína væri nauðsynlegt í ljósi óvinveittra erlendra afla. 10. júlí 2021 23:14 Engin bóluefni í Norður-Kóreu, þrátt fyrir ítrekuð boð Rússar hafa boðist til að senda skammta af bóluefninu Spútnik 5 til Norður-Kóreu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt boð berst til Norður-Kóreu en Rússar hafa til að mynda boðið einræðisríkinu bóluefni áður. 8. júlí 2021 11:01 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Sjá meira
Kljúfurinn er fimm megavött og framleiðir plútóníum. Auðgað úran er einnig framleitt í Yongbyon en það eru helstu efnin sem notuð eru til framleiðslu kjarnorkuvopna. Meðal annars var notast við gervihnattamyndir til að greina aukin umsvif í Yongbyon. Umsvif sem IAEA segir áhyggjuvaldandi og skýr brot á samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. AP fréttaveitan segir yfirvöld í Norður-Kóreu hafa lýst Yongbyon sem hjarta kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins. Alþjóðasamfélagið hefur um árabil haft áhyggjur af starfseminni þar en ekki er vitað hve mikið úran og plútóníum hefur verið framleitt þar né hvar það er geymt. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, bauðst árið 2019 til þess að rífa Yongbyon á fundi með Donald Trump, þáverandi forseta Bandaríkjanna, og það í skiptum fyrir niðurfellingu viðskiptaþvingana gegn Norður-Kóreu. Því tilboði var þó hafnað þar sem það fól ekki í sér afvopnun Norður-Kóreu. Ríkið er talið reka nokkrar leynilegar rannsóknarstöðvar þar sem úran er auðgað og er talið að einræðisríkið hafi þegar framleitt tugi kjarnorkuvopna. Viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun einræðisríkisins strönduðu árið 2019, eftir nokkra fundi Kim og Trumps. Norður-Kóreumenn hafa sagt að þær muni ekki hefjast að nýju fyrr en viðskiptaþvinganir verði felldar niður. Í Bandaríkjunum hefur viðhorfið verið að það komi ekki til greina. Fyrst verði Kóreumenn að taka sín fyrstu skref í átt að afvopnun. Neita að taka upp tólið Yonhap fréttaveitan segir ráðamenn í Suður-Kóreu fylgjast grannt með gangi mála hjá nágrönnum sínum. Daglegum símtölum til Norður-Kóreu hafi ekki verið svarað í þessum mánuði eftir að ríkisstjórn Kim lýsti því yfir mikilli reiði vegna sameiginlegra heræfinga Suður-Kóreu og Bandaríkjanna.
Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Kjarnorka Tengdar fréttir Hamfararigningar í kjölfar hitabylgju og þurrks í Norður-Kóreu Hamfararigningar og flóð hafa valdið miklu tjóni í Norður-Kóreu. Minnst ellefu hundruð heimili hafa skemmst og þúsundir hafa þurft að flýja undan flóðum. Þá hafa miklar skemmdir orðið á ræktunarlandi, vegum og brúm. 6. ágúst 2021 11:03 Vill áfengi og jakkaföt áður en afvopnunarviðræður hefjast aftur Norður-Kórea vill að alþjóðlegum viðskiptaþvingunum verði aflétt svo ríkið geti hafið útflutning málma og innflutning hreinsaðrar olíu, áður en viðræður um kjarnorkuafvopnun við Bandaríkin hefjast. 3. ágúst 2021 08:13 Fangelsi og jafnvel dauðadómur fyrir vörslu erlends afþreyingarefnis Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu hafa varað ungt fólk í landinu við því að nota slanguryrði jafnaldra sinna frá Suður-Kóreu og hvetja ungdóminn raunar til að halda sig við „staðlað norðurkóreskt mál.“ 18. júlí 2021 22:31 Xi og Kim heita nánari samvinnu Xi Jinping og Kim Jong Un, ráðendur Kína og Norður-Kóreu, hafa heitið því að auka samvinnu ríkjanna. Það gerðu þeir í skilaboðum sem þeir sendu hvorum öðrum á dögunum. Í skilaboðum til Xi sagði Kim að náið samband Norður-Kóreu og Kína væri nauðsynlegt í ljósi óvinveittra erlendra afla. 10. júlí 2021 23:14 Engin bóluefni í Norður-Kóreu, þrátt fyrir ítrekuð boð Rússar hafa boðist til að senda skammta af bóluefninu Spútnik 5 til Norður-Kóreu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt boð berst til Norður-Kóreu en Rússar hafa til að mynda boðið einræðisríkinu bóluefni áður. 8. júlí 2021 11:01 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Sjá meira
Hamfararigningar í kjölfar hitabylgju og þurrks í Norður-Kóreu Hamfararigningar og flóð hafa valdið miklu tjóni í Norður-Kóreu. Minnst ellefu hundruð heimili hafa skemmst og þúsundir hafa þurft að flýja undan flóðum. Þá hafa miklar skemmdir orðið á ræktunarlandi, vegum og brúm. 6. ágúst 2021 11:03
Vill áfengi og jakkaföt áður en afvopnunarviðræður hefjast aftur Norður-Kórea vill að alþjóðlegum viðskiptaþvingunum verði aflétt svo ríkið geti hafið útflutning málma og innflutning hreinsaðrar olíu, áður en viðræður um kjarnorkuafvopnun við Bandaríkin hefjast. 3. ágúst 2021 08:13
Fangelsi og jafnvel dauðadómur fyrir vörslu erlends afþreyingarefnis Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu hafa varað ungt fólk í landinu við því að nota slanguryrði jafnaldra sinna frá Suður-Kóreu og hvetja ungdóminn raunar til að halda sig við „staðlað norðurkóreskt mál.“ 18. júlí 2021 22:31
Xi og Kim heita nánari samvinnu Xi Jinping og Kim Jong Un, ráðendur Kína og Norður-Kóreu, hafa heitið því að auka samvinnu ríkjanna. Það gerðu þeir í skilaboðum sem þeir sendu hvorum öðrum á dögunum. Í skilaboðum til Xi sagði Kim að náið samband Norður-Kóreu og Kína væri nauðsynlegt í ljósi óvinveittra erlendra afla. 10. júlí 2021 23:14
Engin bóluefni í Norður-Kóreu, þrátt fyrir ítrekuð boð Rússar hafa boðist til að senda skammta af bóluefninu Spútnik 5 til Norður-Kóreu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt boð berst til Norður-Kóreu en Rússar hafa til að mynda boðið einræðisríkinu bóluefni áður. 8. júlí 2021 11:01