Stífar aukaæfingar þar sem Gummi Ben sýndi snilli sína skiluðu Höskuldi einu af mörkum sumarsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2021 13:01 Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, skoraði glæsilegt mark gegn Fylki. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik gjörsamlega kaffærði Fylki í leik liðanna í Pepsi Max deild karla í gær. Lokatölur 7-0 þar sem Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika, skoraði einkar glæsilegt mark. Það ásamt öllum sóknarleik liðsins var til umræðu í Stúkunni að leik loknum. „Blikarnir riðu bara á vaðið, voru frábærir og ótrúlega léttleikandi. Spiluðu þennan sóknarleik, það var dásamlegt að horfa á það. Það sem er skemmtilegt við liðið er hvað það eru margir sem taka þátt í sóknaraðgerðunum hjá þeim,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir er myndir rúlluðu af glæsimarki Höskuldar Gunnlaugssonar. „Þessi er að byrja marga leiki í hægri bakverði,“ skaut Guðmundur Benediktsson inn í. „Markaskorun dreifist. Árni (Vilhjálmsson) er búinn að vera frábær, Höskuldur líka. Jason Daði (Svanþórsson), allir í sóknarleik Breiðabliks eru virkir. Bæði í markaskorun, að leggja upp og það er erfitt við þá að eiga þegar þeir eru í þessum ham. Fylkir var reyndar ekkert að reyna mæta þeim svo þeir fengu að vaða uppi og spila sinn frábæra leik sem þeir eru þekktir fyrir,“ sagði Margrét Lára einnig. Í kjölfarið var sýnt frá viðtali við Höskuld að leik loknum þar sem hann fór yfir glæsimark sitt. Þakkaði hann Guðmundi, sínum fyrrum þjálfara vel og innilega fyrir. „Þetta var bara einhver tilfinning, ætlaði að snerta hann fyrst en svo lá hann svona helvíti vel fyrir manni. Þá rifjaði maður upp gamlar „volley“ æfingar sem Gummi Ben lét mann – eða niðurlægði mann eiginlega í – með því að sýna sjálfur. Ætli ég verði ekki að þakka Gumma fyrir þetta,“ sagði Höskuldur að endingu. Þetta frábæra mark og stórskemmtilega viðtal má sjá hér að neðan. Klippa: Þakkaði Gumma Ben fyrir Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu sjö mörk Blika, glæsimark Björns Daníel, ótrúlega innkomu Kristins og markið sem skaut HK upp úr fallsæti Alls fóru fimm leikir fram í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gær og var nóg um að vera. Hér að neðan má sjá öll mörkin sem litu dagsins ljós ásamt rauða spjaldinu sem fór á loft inn í Kór. 30. ágúst 2021 09:15 „Ég þakka Gumma Ben fyrir þetta“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, átti frábæran leik í 0-7 sigrinum á Fylki í Árbænum í kvöld. Höskuldur skoraði tvö mörk en seinna mark Höskulds var afar glæsilegt. 29. ágúst 2021 22:30 Umfjölun og viðtöl: Fylkir – Breiðablik 0-7 | Blikar rúlluðu yfir Fylkismenn í Lautinni Breiðablik skellti sér aftur á topp Pepsi Max deildarinnar með 0-7 stórsigri í Árbænum í kvöld. 29. ágúst 2021 22:03 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira
„Blikarnir riðu bara á vaðið, voru frábærir og ótrúlega léttleikandi. Spiluðu þennan sóknarleik, það var dásamlegt að horfa á það. Það sem er skemmtilegt við liðið er hvað það eru margir sem taka þátt í sóknaraðgerðunum hjá þeim,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir er myndir rúlluðu af glæsimarki Höskuldar Gunnlaugssonar. „Þessi er að byrja marga leiki í hægri bakverði,“ skaut Guðmundur Benediktsson inn í. „Markaskorun dreifist. Árni (Vilhjálmsson) er búinn að vera frábær, Höskuldur líka. Jason Daði (Svanþórsson), allir í sóknarleik Breiðabliks eru virkir. Bæði í markaskorun, að leggja upp og það er erfitt við þá að eiga þegar þeir eru í þessum ham. Fylkir var reyndar ekkert að reyna mæta þeim svo þeir fengu að vaða uppi og spila sinn frábæra leik sem þeir eru þekktir fyrir,“ sagði Margrét Lára einnig. Í kjölfarið var sýnt frá viðtali við Höskuld að leik loknum þar sem hann fór yfir glæsimark sitt. Þakkaði hann Guðmundi, sínum fyrrum þjálfara vel og innilega fyrir. „Þetta var bara einhver tilfinning, ætlaði að snerta hann fyrst en svo lá hann svona helvíti vel fyrir manni. Þá rifjaði maður upp gamlar „volley“ æfingar sem Gummi Ben lét mann – eða niðurlægði mann eiginlega í – með því að sýna sjálfur. Ætli ég verði ekki að þakka Gumma fyrir þetta,“ sagði Höskuldur að endingu. Þetta frábæra mark og stórskemmtilega viðtal má sjá hér að neðan. Klippa: Þakkaði Gumma Ben fyrir Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu sjö mörk Blika, glæsimark Björns Daníel, ótrúlega innkomu Kristins og markið sem skaut HK upp úr fallsæti Alls fóru fimm leikir fram í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gær og var nóg um að vera. Hér að neðan má sjá öll mörkin sem litu dagsins ljós ásamt rauða spjaldinu sem fór á loft inn í Kór. 30. ágúst 2021 09:15 „Ég þakka Gumma Ben fyrir þetta“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, átti frábæran leik í 0-7 sigrinum á Fylki í Árbænum í kvöld. Höskuldur skoraði tvö mörk en seinna mark Höskulds var afar glæsilegt. 29. ágúst 2021 22:30 Umfjölun og viðtöl: Fylkir – Breiðablik 0-7 | Blikar rúlluðu yfir Fylkismenn í Lautinni Breiðablik skellti sér aftur á topp Pepsi Max deildarinnar með 0-7 stórsigri í Árbænum í kvöld. 29. ágúst 2021 22:03 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira
Sjáðu sjö mörk Blika, glæsimark Björns Daníel, ótrúlega innkomu Kristins og markið sem skaut HK upp úr fallsæti Alls fóru fimm leikir fram í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gær og var nóg um að vera. Hér að neðan má sjá öll mörkin sem litu dagsins ljós ásamt rauða spjaldinu sem fór á loft inn í Kór. 30. ágúst 2021 09:15
„Ég þakka Gumma Ben fyrir þetta“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, átti frábæran leik í 0-7 sigrinum á Fylki í Árbænum í kvöld. Höskuldur skoraði tvö mörk en seinna mark Höskulds var afar glæsilegt. 29. ágúst 2021 22:30
Umfjölun og viðtöl: Fylkir – Breiðablik 0-7 | Blikar rúlluðu yfir Fylkismenn í Lautinni Breiðablik skellti sér aftur á topp Pepsi Max deildarinnar með 0-7 stórsigri í Árbænum í kvöld. 29. ágúst 2021 22:03