Sjáðu sjö mörk Blika, glæsimark Björns Daníel, ótrúlega innkomu Kristins og markið sem skaut HK upp úr fallsæti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2021 09:15 Stefán Alexander Ljubicic skaut HK upp úr fallsæti. Vísir/Hulda Margrét Alls fóru fimm leikir fram í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gær og var nóg um að vera. Hér að neðan má sjá öll mörkin sem litu dagsins ljós ásamt rauða spjaldinu sem fór á loft inn í Kór. Í Lautinni í Árbænum voru Blikar í heimsókn. Heimamenn hafa átt betri daga og segja má að Breiðablik sé í sjöunda himni eftir ótrúlegan 7-0 sigur sem skaut þeim á topp deildarinnar. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði tvívegis, Kristinn Steindórsson, Viktor Karl Einarsson, Davíð Örn Atlason og Árni Vilhjálmsson skoruðu eitt hver og þá varð Ólafur Kristófer Helgason fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Klippa: Fylkir 0-7 Breiðablik Í Kaplakrika voru Víkingar í heimsókn. Nikolaj Hansen – hver annar? – kom Víkingum yfir í fyrri hálfleik. Erlingur Agnarsson tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik en Björn Daníel Sverrisson minnkaði muninn með einu af glæsilegri mörkum sumarsins. Það dugði þó ekki til og fór það svo að leiknum lauk með 2-1 sigri Víkinga. Klippa: FH 1-2 Víkingur Leiknir Reykjavík komst óvænt yfir gegn KR þegar Daníel Finns Matthíasson skoraði á 66. mínútu. Aðeins fimm mínútum síðar jafnaði varamaðurinn – og vinstri bakvörðurinn – Kristinn Jónsson. Hann var svo aftur á ferðinni á 87. mínútu þegar hann tryggði KR mikilvægan 2-1 sigur. Klippa: KR 2-1 Leiknir R. HK vann mikilvægan 1-0 sigur á Keflavík í Kórnum. Stefán Alexander Ljubicic skoraði eina markið í síðari hálfleik en Keflavík missti mann af velli snemma leiks. Marley Blair sló þá til Ásgeirs Barkar Ásgeirssonar og fékk beint rautt spjald í kjölfarið. Klippa: HK 1-0 Keflavík KA vann nokkuð þægilegan 3-0 sigur á ÍA þökk sé mörkum Bjarna Aðalsteinssonar, Jakobs Snæs Árnasonar og Hallgríms Mar Steingrímssonar. Klippa: KA 3-0 ÍA Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik HK Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Í Lautinni í Árbænum voru Blikar í heimsókn. Heimamenn hafa átt betri daga og segja má að Breiðablik sé í sjöunda himni eftir ótrúlegan 7-0 sigur sem skaut þeim á topp deildarinnar. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði tvívegis, Kristinn Steindórsson, Viktor Karl Einarsson, Davíð Örn Atlason og Árni Vilhjálmsson skoruðu eitt hver og þá varð Ólafur Kristófer Helgason fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Klippa: Fylkir 0-7 Breiðablik Í Kaplakrika voru Víkingar í heimsókn. Nikolaj Hansen – hver annar? – kom Víkingum yfir í fyrri hálfleik. Erlingur Agnarsson tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik en Björn Daníel Sverrisson minnkaði muninn með einu af glæsilegri mörkum sumarsins. Það dugði þó ekki til og fór það svo að leiknum lauk með 2-1 sigri Víkinga. Klippa: FH 1-2 Víkingur Leiknir Reykjavík komst óvænt yfir gegn KR þegar Daníel Finns Matthíasson skoraði á 66. mínútu. Aðeins fimm mínútum síðar jafnaði varamaðurinn – og vinstri bakvörðurinn – Kristinn Jónsson. Hann var svo aftur á ferðinni á 87. mínútu þegar hann tryggði KR mikilvægan 2-1 sigur. Klippa: KR 2-1 Leiknir R. HK vann mikilvægan 1-0 sigur á Keflavík í Kórnum. Stefán Alexander Ljubicic skoraði eina markið í síðari hálfleik en Keflavík missti mann af velli snemma leiks. Marley Blair sló þá til Ásgeirs Barkar Ásgeirssonar og fékk beint rautt spjald í kjölfarið. Klippa: HK 1-0 Keflavík KA vann nokkuð þægilegan 3-0 sigur á ÍA þökk sé mörkum Bjarna Aðalsteinssonar, Jakobs Snæs Árnasonar og Hallgríms Mar Steingrímssonar. Klippa: KA 3-0 ÍA Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik HK Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira