Þolkappreið yfir hálendið frá Skagafirði til Þingvalla Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. ágúst 2021 15:08 Hermann hafði mjög gaman af keppninni og hvetur til þess að fleiri slíkar keppnir verði haldnar. Landssamband hestamanna Íslenski hesturinn sannaði enn og aftur hversu magnaður hann er í fjögurra daga þolkappreiða keppni yfir hálendið, sem lauk í gær. Hver knapi reið um 70 kílómetra á dag, tveir Íslendingar og tveir útlendingar. Landssamband hestamanna er að fara af stað með metnaðarfullt og spennandi verkefni, sem talið er að eigi eftir að geta borið hróður íslenska hestsins jafnvel enn lengra en nú er, og þá með áherslu á þol, kjark, kraft og íslenska náttúru. Um er að ræða þolkappreið þvert yfir landið, eða frá frá Skagafirði á Þingvelli í anda mongólíukappreiðanna þar sem hver knapi ríður 70 kílómetra á dag í óbyggðum Íslands. Fjögurra daga prufukeppni lauk í gær með fjórum liðum, Íslendingum og útlendingum. Hermann Árnason var einn af þeim, sem keppti. „Það gekk mjög vel, þetta var alveg ótrúlega vel heppnað myndi ég segja og mjög góð lið öllsömul en þau voru frá Eldhestum, Íslandshestum, Riding Iceland Saltvík og ég var nokkurskonar heiðursfélagi,“ segir Hermann. Hermann og Iðunn í þolkappreiðunum.Landssamband hestamanna Hvert lið var með þrjá hesta og einn keppanda en notaðir eru tveir hestar yfir daginn og kílómetrunum 70 á hverjum degi skipti á tvo hesta. Dýralæknir var með í för og fylgdist mjög vel með hestunum. Iðunn Bjarnadóttir með verðlaunin sín við hliðina á einum af hestinum, sem hún keppti á.Landssamband hestamanna Var ekki gaman að taka þátt í þessu? „Jú, gríðarlega gaman, þetta voru náttúrlega hörku keppendur.“ Var bara riðið stökk allan tíman eða? „Nei, nei, maður getur sagt að drýgst sé að fara góðan og drjúgan ferðahraða. Við vorum yfirleitt að ríða 35 kílómetra í einni beitt, auðvitað mega menn stoppa og teyma, vatna og allt svoleiðis. Menn verða þó að fara ríðandi af stað og koma ríðandi í mark,“ segir Hermann. Hermann segist vonast til að Landssamband hestamanna geri þolreiðakeppni á árlegum viðburðum hér eftir með nokkrum liðum til að vekja enn frekari athygli á hversu megnugur íslenski hesturinn er. Keppendurnir fjórir með verðlaun og hestana sína eftir vel heppnaða og skemmtilega keppi.Landssamband hestamanna Úrslit keppninnar voru þessi: Í fyrsta sæti var Iðunn Bjarnadóttir á 18 klst. og 40 mínútum, en hún keppti fyrir lið Riding Iceland Saltvík. Í öðru sæti varð Annie Whelan frá Bandaríkjunum á 18 klst. og 52 mínútum, en hún keppti fyrir lið Íslandshesta. Í þriðja sæti varð Hermann Árnason á 19 klst. og 3 mínútum, en hann keppti fyrir lið Hermanns hestaferða. Fjórði varð Musse Hasselvall frá Svíþjóð á 19 klst. og 4 mínútum en hann keppti fyrir lið Eldhesta. Frétt á vef Landssambands hestamanna um þolkappreiðarnar Landbúnaður Hestar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Landssamband hestamanna er að fara af stað með metnaðarfullt og spennandi verkefni, sem talið er að eigi eftir að geta borið hróður íslenska hestsins jafnvel enn lengra en nú er, og þá með áherslu á þol, kjark, kraft og íslenska náttúru. Um er að ræða þolkappreið þvert yfir landið, eða frá frá Skagafirði á Þingvelli í anda mongólíukappreiðanna þar sem hver knapi ríður 70 kílómetra á dag í óbyggðum Íslands. Fjögurra daga prufukeppni lauk í gær með fjórum liðum, Íslendingum og útlendingum. Hermann Árnason var einn af þeim, sem keppti. „Það gekk mjög vel, þetta var alveg ótrúlega vel heppnað myndi ég segja og mjög góð lið öllsömul en þau voru frá Eldhestum, Íslandshestum, Riding Iceland Saltvík og ég var nokkurskonar heiðursfélagi,“ segir Hermann. Hermann og Iðunn í þolkappreiðunum.Landssamband hestamanna Hvert lið var með þrjá hesta og einn keppanda en notaðir eru tveir hestar yfir daginn og kílómetrunum 70 á hverjum degi skipti á tvo hesta. Dýralæknir var með í för og fylgdist mjög vel með hestunum. Iðunn Bjarnadóttir með verðlaunin sín við hliðina á einum af hestinum, sem hún keppti á.Landssamband hestamanna Var ekki gaman að taka þátt í þessu? „Jú, gríðarlega gaman, þetta voru náttúrlega hörku keppendur.“ Var bara riðið stökk allan tíman eða? „Nei, nei, maður getur sagt að drýgst sé að fara góðan og drjúgan ferðahraða. Við vorum yfirleitt að ríða 35 kílómetra í einni beitt, auðvitað mega menn stoppa og teyma, vatna og allt svoleiðis. Menn verða þó að fara ríðandi af stað og koma ríðandi í mark,“ segir Hermann. Hermann segist vonast til að Landssamband hestamanna geri þolreiðakeppni á árlegum viðburðum hér eftir með nokkrum liðum til að vekja enn frekari athygli á hversu megnugur íslenski hesturinn er. Keppendurnir fjórir með verðlaun og hestana sína eftir vel heppnaða og skemmtilega keppi.Landssamband hestamanna Úrslit keppninnar voru þessi: Í fyrsta sæti var Iðunn Bjarnadóttir á 18 klst. og 40 mínútum, en hún keppti fyrir lið Riding Iceland Saltvík. Í öðru sæti varð Annie Whelan frá Bandaríkjunum á 18 klst. og 52 mínútum, en hún keppti fyrir lið Íslandshesta. Í þriðja sæti varð Hermann Árnason á 19 klst. og 3 mínútum, en hann keppti fyrir lið Hermanns hestaferða. Fjórði varð Musse Hasselvall frá Svíþjóð á 19 klst. og 4 mínútum en hann keppti fyrir lið Eldhesta. Frétt á vef Landssambands hestamanna um þolkappreiðarnar
Landbúnaður Hestar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira