Rafíþróttadeild stofnuð í Rangárvallasýslu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. ágúst 2021 16:31 Stjórn nýju Rafíþróttadeildar Dímons, frá vinstri, Ellert Geir Ingvason, gjaldkeri, Ágúst Leó Sigurðsson, varamaður, Magnús Þór Einarsson, ritari og Harpa Mjöll Kjartansdóttir, sem er formaður. Á myndina vantar Axel Edílon Guðmundsson en hann er varamaður í stjórn og jafnframt yfirþjálfari. Sigmar Valur Gylfason er svo nýkominn til liðs við deildina og ætlar að vera þjálfari í vetur. Aðsend Mikil tilhlökkun er hjá börnum og unglingum í Rangárvallasýslu, sem finna sig ekki í almennu íþróttastarfi því þar á að fara að opna rafíþróttadeild í fyrsta skipti þar sem boðið verður upp á glæsilega aðstöðu þar sem æfingar og keppnir í fjölbreyttum tölvuleikjum fara fram. Rafíþróttadeildir eru vinsælar víða um land og alltaf er verið að koma fleiri slíkum deildum á laggirnar. Á Suðurlandi eru deildir til dæmis í Vestmannaeyjum og á Selfossi en það hefur engin deild verið í Rangárvallasýslu, en það er að breytast núna. Harpa Mjöll Kjartansdóttir er ein af þeim foreldrum, sem stendur að stofnun deildarinnar, sem mun heita Rafíþróttadeild Dímons, kennt við íþróttafélagið í Rangárþingi eystra. „Rafíþróttir er það sem börn og ungmenni koma saman og spila tölvuleiki. Það sem við horfum fyrst og fremst með þessu er þetta forvarnargildi. Þetta er öðruvísi íþrótt, sem er ólík öllum öðrum. Þannig að þau börn, sem eru ekki að finna sig í hinum íþróttunum eru mögulega að finna sig í þessum íþróttum, þannig að við erum að vonast til að ná til þeirra barna, sem eru ekki í öðrum íþróttum. Þau eru þá að fara út, mæta á æfingar, hitta önnur börn og unglinga með sömu áhugamál undir handleiðslu þjálfara,“ segir Harpa Mjöll. Hér má sjá hluta af aðstöðu nýju deildarinnar í Rangárvallasýslu en hún er á Hvolsvelli.Aðsend Harpa Mjöll segir að lögð verði líka áhersla á fræðslu um hollt líferni, hvernig á að sitja við tölvuna og hver sé eðlilegur tími að sitja fyrir framan tölvu á hverjum degi. Þetta er greinilega mjög spennandi? „Já, við erum allavega mjög spennt, þannig að ég vona að aðrir séu spenntir með okkur.“ Á morgun, sunnudaginn 29. ágúst verður opið hús á Ormsvöllum 12 á Hvolsvelli þar sem nýja rafíþróttadeildin verður kynnt frá klukkan 13:00 til 17:00. Rangárþing ytra Rangárþing eystra Rafíþróttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Rafíþróttadeildir eru vinsælar víða um land og alltaf er verið að koma fleiri slíkum deildum á laggirnar. Á Suðurlandi eru deildir til dæmis í Vestmannaeyjum og á Selfossi en það hefur engin deild verið í Rangárvallasýslu, en það er að breytast núna. Harpa Mjöll Kjartansdóttir er ein af þeim foreldrum, sem stendur að stofnun deildarinnar, sem mun heita Rafíþróttadeild Dímons, kennt við íþróttafélagið í Rangárþingi eystra. „Rafíþróttir er það sem börn og ungmenni koma saman og spila tölvuleiki. Það sem við horfum fyrst og fremst með þessu er þetta forvarnargildi. Þetta er öðruvísi íþrótt, sem er ólík öllum öðrum. Þannig að þau börn, sem eru ekki að finna sig í hinum íþróttunum eru mögulega að finna sig í þessum íþróttum, þannig að við erum að vonast til að ná til þeirra barna, sem eru ekki í öðrum íþróttum. Þau eru þá að fara út, mæta á æfingar, hitta önnur börn og unglinga með sömu áhugamál undir handleiðslu þjálfara,“ segir Harpa Mjöll. Hér má sjá hluta af aðstöðu nýju deildarinnar í Rangárvallasýslu en hún er á Hvolsvelli.Aðsend Harpa Mjöll segir að lögð verði líka áhersla á fræðslu um hollt líferni, hvernig á að sitja við tölvuna og hver sé eðlilegur tími að sitja fyrir framan tölvu á hverjum degi. Þetta er greinilega mjög spennandi? „Já, við erum allavega mjög spennt, þannig að ég vona að aðrir séu spenntir með okkur.“ Á morgun, sunnudaginn 29. ágúst verður opið hús á Ormsvöllum 12 á Hvolsvelli þar sem nýja rafíþróttadeildin verður kynnt frá klukkan 13:00 til 17:00.
Rangárþing ytra Rangárþing eystra Rafíþróttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira