SELMA, sérhæft öldrunarteymi í heimaþjónustu Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 27. ágúst 2021 14:00 Með fjölgun aldraðra stöndum við frammi fyrir þeirri áskorun að mæta þjónustuþörfum þessa stækkandi hóps. Við þurfum sem samfélag að mæta fólki þar sem það er statt af virðingu og umhyggju. Tryggja fjölbreytta þjónustu sem uppfyllir allar gæðakröfur nútímans. Samstarf Heilbrigðisráðuneytisins og Reykjavíkurborgar hefur verið afar farsælt síðustu ár. Samningur um samþætta heimahjúkrun og félagslegra heimaþjónustu hefur skilað eldra fólki heildstæðari og betri þjónustu. Með stofnun sérhæfðs öldrunarteymis Reykjavíkurborgar, SELMU, bætum við þjónustu við aldraða í heimahúsum enn frekar. Stofnun teymisins á uppruna sinn í þungu ástandi á Landspítala. Heilbrigðisráðuneytið fól Velferðarsviði Reykjavíkurborgar að stofna og sjá um rekstur teymisins og nú stendur til að útvíkka starfsemi þess í samningi við Sjúkratryggingar Íslands, til að ná yfir allt höfuðborgarsvæðið og vera starfrækt um helgar. Þjónusta SELMU miðar að því að styrkja innviði heimahjúkrunar og auka þannig gæði þjónustunnar. Starfssemin er tvíþætt og felst í vitjunum hjúkrunarfræðinga og lækna í heimahús auk sérstakrar símaþjónustu og ráðgjafar og er markmiðið að með auknum stuðningi heim megi fækka sjúkrahúsinnlögnum aldraðra. Alls fengu 92 einstaklingar þjónustu teymisins á fyrstu sex mánuðum ársins 2020 og komið var í veg fyrir ferð á bráðamóttöku fyrir alls 75 einstaklinga á tímabilinu. Auk vitjana og símaráðgjafar hefur SELMA leitt að borðinu ólíka meðferðaraðila úr öllu félags- og heilbrigðiskerfinu til finna farsæla lausn á flóknum málum. Hingað til hefur verið mikil vöntun á slíkri samhæfingu milli kerfa, og ljóst að SELMA gegnir þar lykilhlutverki. Niðurstöður könnunar meðal hjúkrunarfræðinga í heimahjúkrun sýna fram á mikla gagnsemi SELMU, en tæp 90% hjúkrunarfræðinga töldu aðgengið að þjónustunni gott og rúm 80% töldu þjónustuna nýtast í að leysa þung og flókin mál innan heimahjúkrunar. Starfsemi sérhæfðs öldrunartreymis miðar að því að auka lífsgæði fólks sem fær þjónustu heim, styrkja innviði heimahjúkrunar og auka samstarf aðila innan heilbrigðis- og félagsþjónustu. Ljóst er að um mikilvægt samstarfsverkefni ríkis og borgar er að ræða sem mikilvægt er að efla enn frekar til framtíðar með áherslu á þverfaglegt samstarf og frekari samþættingu þjónustu. Samhliða nauðsynlegri uppbyggingu hjúkrunarheimila þarf að halda áfram að efla þjónustu heim, með fleiri sérhæfðum teymum til að sinna eldra fólki í heimahúsum. Mikilvægt er að hugmyndir um heilabilunarteymi og teymi til að sinna einstaklingum með fjölþættan vanda verði sem fyrst að veruleika. Leggja þarf áframhaldandi áherslu á nýsköpun og velferðartækni og eflingu fagstétta í heilbrigðisþjónustu. Með því sköpum við aldursvænt samfélag fyrir okkur öll. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri Grænna og varaformaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Eldri borgarar Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Með fjölgun aldraðra stöndum við frammi fyrir þeirri áskorun að mæta þjónustuþörfum þessa stækkandi hóps. Við þurfum sem samfélag að mæta fólki þar sem það er statt af virðingu og umhyggju. Tryggja fjölbreytta þjónustu sem uppfyllir allar gæðakröfur nútímans. Samstarf Heilbrigðisráðuneytisins og Reykjavíkurborgar hefur verið afar farsælt síðustu ár. Samningur um samþætta heimahjúkrun og félagslegra heimaþjónustu hefur skilað eldra fólki heildstæðari og betri þjónustu. Með stofnun sérhæfðs öldrunarteymis Reykjavíkurborgar, SELMU, bætum við þjónustu við aldraða í heimahúsum enn frekar. Stofnun teymisins á uppruna sinn í þungu ástandi á Landspítala. Heilbrigðisráðuneytið fól Velferðarsviði Reykjavíkurborgar að stofna og sjá um rekstur teymisins og nú stendur til að útvíkka starfsemi þess í samningi við Sjúkratryggingar Íslands, til að ná yfir allt höfuðborgarsvæðið og vera starfrækt um helgar. Þjónusta SELMU miðar að því að styrkja innviði heimahjúkrunar og auka þannig gæði þjónustunnar. Starfssemin er tvíþætt og felst í vitjunum hjúkrunarfræðinga og lækna í heimahús auk sérstakrar símaþjónustu og ráðgjafar og er markmiðið að með auknum stuðningi heim megi fækka sjúkrahúsinnlögnum aldraðra. Alls fengu 92 einstaklingar þjónustu teymisins á fyrstu sex mánuðum ársins 2020 og komið var í veg fyrir ferð á bráðamóttöku fyrir alls 75 einstaklinga á tímabilinu. Auk vitjana og símaráðgjafar hefur SELMA leitt að borðinu ólíka meðferðaraðila úr öllu félags- og heilbrigðiskerfinu til finna farsæla lausn á flóknum málum. Hingað til hefur verið mikil vöntun á slíkri samhæfingu milli kerfa, og ljóst að SELMA gegnir þar lykilhlutverki. Niðurstöður könnunar meðal hjúkrunarfræðinga í heimahjúkrun sýna fram á mikla gagnsemi SELMU, en tæp 90% hjúkrunarfræðinga töldu aðgengið að þjónustunni gott og rúm 80% töldu þjónustuna nýtast í að leysa þung og flókin mál innan heimahjúkrunar. Starfsemi sérhæfðs öldrunartreymis miðar að því að auka lífsgæði fólks sem fær þjónustu heim, styrkja innviði heimahjúkrunar og auka samstarf aðila innan heilbrigðis- og félagsþjónustu. Ljóst er að um mikilvægt samstarfsverkefni ríkis og borgar er að ræða sem mikilvægt er að efla enn frekar til framtíðar með áherslu á þverfaglegt samstarf og frekari samþættingu þjónustu. Samhliða nauðsynlegri uppbyggingu hjúkrunarheimila þarf að halda áfram að efla þjónustu heim, með fleiri sérhæfðum teymum til að sinna eldra fólki í heimahúsum. Mikilvægt er að hugmyndir um heilabilunarteymi og teymi til að sinna einstaklingum með fjölþættan vanda verði sem fyrst að veruleika. Leggja þarf áframhaldandi áherslu á nýsköpun og velferðartækni og eflingu fagstétta í heilbrigðisþjónustu. Með því sköpum við aldursvænt samfélag fyrir okkur öll. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri Grænna og varaformaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun