Stígum saman inn í framtíðina í þjónustu við börn með alvarlegan geð- og þroskavanda Regína Ásvaldsdóttir skrifar 26. ágúst 2021 15:00 Þegar ég vann við garðyrkjustörf sumarlangt á Kópavogshæli fyrir margt löngu heyrði ég gjarnan skerandi óp úr einu af húsunum á staðnum. Þar var unglingsdrengur vistaður og fór þeim sögum af honum að hann væri hættulegur og því hlekkjaður niður við rúmið allan sólarhringinn. Þetta vakti með mér óhug og allar götur síðan verður mér hugsað til þessa fallega drengs, í umræðum um þjónustu við ungmenni sem eiga við alvarlegan geð- og þroskavanda að stríða. Þau eru sem betur fer ekki mörg, börnin og ungmennin sem eru skilgreind sem hættuleg sjálfum sér og öðrum og þurfa stuðning og gæslu allan sólarhringinn. Samkvæmt nýlegri skýrslu sem velferðarsviðin á höfuðborgarsvæðinu gerðu má áætla að þetta séu um 30 börn á landsvísu. Hvert barn þarf umönnun og gæslu tveggja til þriggja starfsmanna, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þegar sveitarfélögin tóku við rekstri málaflokks fatlaðs fólks árið 2011 „gleymdist“ að gera ráð fyrir kostnaði við vistun þessara barna. Sveitarfélögin þrýstu á samtal við ríkisvaldið um málið og úr varð skýrsla sem kom út árið 2013 þar sem talið var að á hverjum tíma væru 8–10 börn sem ættu við svo mikinn vanda að stríða að þau þyrftu stuðning og gæslu allan sólarhringinn. Niðurstaðan varð að það yrði stofnaður sérfræðingahópur á vegum ríkisins sem myndi meta hvert tilvik fyrir sig og greiða sveitarfélögum fyrir þjónustuna í völdum tilvikum. Það tók sjö ár að koma hópnum á laggirnar og vandinn hefur bara vaxið. Fjármagnið sem veitt er til sérfræðingahópsins nemur einungis um fjórðungi af þeim kostnaði sem sveitarfélögin bera, sem er um tveir milljarðar á ári. Þrátt fyrir ákall frá velferðarsviðum sveitarfélaga um að heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytin komi upp sérhæfðri þjónustu fyrir þennan hóp, sem glímir við einna alvarlegasta heilbrigðisvandamálið í íslensku samfélagi, kemur allt fyrir ekki. Vandi barnanna er gríðarlega flókinn og við höfum hvorki þekkingu né fólk til að koma upp úrræðum í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Einkaaðilar hafa því stigið inn í þetta tómarúm og á undanförnum árum hafa tvö fyrirtæki, Klettabær og Vinakot, komið á laggirnar úrræðum fyrir þessi börn og selt sveitarfélögunum pláss. Algengur kostnaður á hvert barn er um 60 til 80 milljónir á ári. Heilbrigðis- og búsetuþjónusta fyrir þennan hóp er því einkavædd þegjandi og hljóðalaust. Fyrirtækin hafa hinsvegar unnið þetta verkefni með miklum sóma. Foreldrar hafa tækifæri til fullrar þátttöku um málefni barna sinna, mörg þeirra hafa réttindagæslufólk sér við hlið og nauðung og þvingun er ekki beitt nema með tiltækum heimildum. Hins vegar má segja að ekki hafi verið byggð upp viðeigandi þekking og gagnreynd meðferð á vanda þessara barna. Þau hafa því í raun verið svipt þeirri heilbrigðisþjónustu sem þau eiga rétt á. Við sem störfum í velferðarþjónustu á landsvísu höfum margkallað eftir umræðu um þessi mál og að þessum börnum sé sýnd sú virðing að mótuð sé stefna um þjónustuna og hún fjármögnuð að fullu. Við viljum fyrst og fremst fá heilbrigðisráðuneytið að borðinu – en einnig alla þá fagaðila sem ættu að koma að málunum. Ekkert okkar vill fara tilbaka til fortíðar – tökum því höndum saman og sinnum þjónustu við viðkvæmasta hóp samfélagsins með þeim sóma sem hann á skilið. Höfundur er sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Félagsmál Regína Ásvaldsdóttir Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Þegar ég vann við garðyrkjustörf sumarlangt á Kópavogshæli fyrir margt löngu heyrði ég gjarnan skerandi óp úr einu af húsunum á staðnum. Þar var unglingsdrengur vistaður og fór þeim sögum af honum að hann væri hættulegur og því hlekkjaður niður við rúmið allan sólarhringinn. Þetta vakti með mér óhug og allar götur síðan verður mér hugsað til þessa fallega drengs, í umræðum um þjónustu við ungmenni sem eiga við alvarlegan geð- og þroskavanda að stríða. Þau eru sem betur fer ekki mörg, börnin og ungmennin sem eru skilgreind sem hættuleg sjálfum sér og öðrum og þurfa stuðning og gæslu allan sólarhringinn. Samkvæmt nýlegri skýrslu sem velferðarsviðin á höfuðborgarsvæðinu gerðu má áætla að þetta séu um 30 börn á landsvísu. Hvert barn þarf umönnun og gæslu tveggja til þriggja starfsmanna, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þegar sveitarfélögin tóku við rekstri málaflokks fatlaðs fólks árið 2011 „gleymdist“ að gera ráð fyrir kostnaði við vistun þessara barna. Sveitarfélögin þrýstu á samtal við ríkisvaldið um málið og úr varð skýrsla sem kom út árið 2013 þar sem talið var að á hverjum tíma væru 8–10 börn sem ættu við svo mikinn vanda að stríða að þau þyrftu stuðning og gæslu allan sólarhringinn. Niðurstaðan varð að það yrði stofnaður sérfræðingahópur á vegum ríkisins sem myndi meta hvert tilvik fyrir sig og greiða sveitarfélögum fyrir þjónustuna í völdum tilvikum. Það tók sjö ár að koma hópnum á laggirnar og vandinn hefur bara vaxið. Fjármagnið sem veitt er til sérfræðingahópsins nemur einungis um fjórðungi af þeim kostnaði sem sveitarfélögin bera, sem er um tveir milljarðar á ári. Þrátt fyrir ákall frá velferðarsviðum sveitarfélaga um að heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytin komi upp sérhæfðri þjónustu fyrir þennan hóp, sem glímir við einna alvarlegasta heilbrigðisvandamálið í íslensku samfélagi, kemur allt fyrir ekki. Vandi barnanna er gríðarlega flókinn og við höfum hvorki þekkingu né fólk til að koma upp úrræðum í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Einkaaðilar hafa því stigið inn í þetta tómarúm og á undanförnum árum hafa tvö fyrirtæki, Klettabær og Vinakot, komið á laggirnar úrræðum fyrir þessi börn og selt sveitarfélögunum pláss. Algengur kostnaður á hvert barn er um 60 til 80 milljónir á ári. Heilbrigðis- og búsetuþjónusta fyrir þennan hóp er því einkavædd þegjandi og hljóðalaust. Fyrirtækin hafa hinsvegar unnið þetta verkefni með miklum sóma. Foreldrar hafa tækifæri til fullrar þátttöku um málefni barna sinna, mörg þeirra hafa réttindagæslufólk sér við hlið og nauðung og þvingun er ekki beitt nema með tiltækum heimildum. Hins vegar má segja að ekki hafi verið byggð upp viðeigandi þekking og gagnreynd meðferð á vanda þessara barna. Þau hafa því í raun verið svipt þeirri heilbrigðisþjónustu sem þau eiga rétt á. Við sem störfum í velferðarþjónustu á landsvísu höfum margkallað eftir umræðu um þessi mál og að þessum börnum sé sýnd sú virðing að mótuð sé stefna um þjónustuna og hún fjármögnuð að fullu. Við viljum fyrst og fremst fá heilbrigðisráðuneytið að borðinu – en einnig alla þá fagaðila sem ættu að koma að málunum. Ekkert okkar vill fara tilbaka til fortíðar – tökum því höndum saman og sinnum þjónustu við viðkvæmasta hóp samfélagsins með þeim sóma sem hann á skilið. Höfundur er sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun