Stígum saman inn í framtíðina í þjónustu við börn með alvarlegan geð- og þroskavanda Regína Ásvaldsdóttir skrifar 26. ágúst 2021 15:00 Þegar ég vann við garðyrkjustörf sumarlangt á Kópavogshæli fyrir margt löngu heyrði ég gjarnan skerandi óp úr einu af húsunum á staðnum. Þar var unglingsdrengur vistaður og fór þeim sögum af honum að hann væri hættulegur og því hlekkjaður niður við rúmið allan sólarhringinn. Þetta vakti með mér óhug og allar götur síðan verður mér hugsað til þessa fallega drengs, í umræðum um þjónustu við ungmenni sem eiga við alvarlegan geð- og þroskavanda að stríða. Þau eru sem betur fer ekki mörg, börnin og ungmennin sem eru skilgreind sem hættuleg sjálfum sér og öðrum og þurfa stuðning og gæslu allan sólarhringinn. Samkvæmt nýlegri skýrslu sem velferðarsviðin á höfuðborgarsvæðinu gerðu má áætla að þetta séu um 30 börn á landsvísu. Hvert barn þarf umönnun og gæslu tveggja til þriggja starfsmanna, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þegar sveitarfélögin tóku við rekstri málaflokks fatlaðs fólks árið 2011 „gleymdist“ að gera ráð fyrir kostnaði við vistun þessara barna. Sveitarfélögin þrýstu á samtal við ríkisvaldið um málið og úr varð skýrsla sem kom út árið 2013 þar sem talið var að á hverjum tíma væru 8–10 börn sem ættu við svo mikinn vanda að stríða að þau þyrftu stuðning og gæslu allan sólarhringinn. Niðurstaðan varð að það yrði stofnaður sérfræðingahópur á vegum ríkisins sem myndi meta hvert tilvik fyrir sig og greiða sveitarfélögum fyrir þjónustuna í völdum tilvikum. Það tók sjö ár að koma hópnum á laggirnar og vandinn hefur bara vaxið. Fjármagnið sem veitt er til sérfræðingahópsins nemur einungis um fjórðungi af þeim kostnaði sem sveitarfélögin bera, sem er um tveir milljarðar á ári. Þrátt fyrir ákall frá velferðarsviðum sveitarfélaga um að heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytin komi upp sérhæfðri þjónustu fyrir þennan hóp, sem glímir við einna alvarlegasta heilbrigðisvandamálið í íslensku samfélagi, kemur allt fyrir ekki. Vandi barnanna er gríðarlega flókinn og við höfum hvorki þekkingu né fólk til að koma upp úrræðum í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Einkaaðilar hafa því stigið inn í þetta tómarúm og á undanförnum árum hafa tvö fyrirtæki, Klettabær og Vinakot, komið á laggirnar úrræðum fyrir þessi börn og selt sveitarfélögunum pláss. Algengur kostnaður á hvert barn er um 60 til 80 milljónir á ári. Heilbrigðis- og búsetuþjónusta fyrir þennan hóp er því einkavædd þegjandi og hljóðalaust. Fyrirtækin hafa hinsvegar unnið þetta verkefni með miklum sóma. Foreldrar hafa tækifæri til fullrar þátttöku um málefni barna sinna, mörg þeirra hafa réttindagæslufólk sér við hlið og nauðung og þvingun er ekki beitt nema með tiltækum heimildum. Hins vegar má segja að ekki hafi verið byggð upp viðeigandi þekking og gagnreynd meðferð á vanda þessara barna. Þau hafa því í raun verið svipt þeirri heilbrigðisþjónustu sem þau eiga rétt á. Við sem störfum í velferðarþjónustu á landsvísu höfum margkallað eftir umræðu um þessi mál og að þessum börnum sé sýnd sú virðing að mótuð sé stefna um þjónustuna og hún fjármögnuð að fullu. Við viljum fyrst og fremst fá heilbrigðisráðuneytið að borðinu – en einnig alla þá fagaðila sem ættu að koma að málunum. Ekkert okkar vill fara tilbaka til fortíðar – tökum því höndum saman og sinnum þjónustu við viðkvæmasta hóp samfélagsins með þeim sóma sem hann á skilið. Höfundur er sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Félagsmál Regína Ásvaldsdóttir Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég vann við garðyrkjustörf sumarlangt á Kópavogshæli fyrir margt löngu heyrði ég gjarnan skerandi óp úr einu af húsunum á staðnum. Þar var unglingsdrengur vistaður og fór þeim sögum af honum að hann væri hættulegur og því hlekkjaður niður við rúmið allan sólarhringinn. Þetta vakti með mér óhug og allar götur síðan verður mér hugsað til þessa fallega drengs, í umræðum um þjónustu við ungmenni sem eiga við alvarlegan geð- og þroskavanda að stríða. Þau eru sem betur fer ekki mörg, börnin og ungmennin sem eru skilgreind sem hættuleg sjálfum sér og öðrum og þurfa stuðning og gæslu allan sólarhringinn. Samkvæmt nýlegri skýrslu sem velferðarsviðin á höfuðborgarsvæðinu gerðu má áætla að þetta séu um 30 börn á landsvísu. Hvert barn þarf umönnun og gæslu tveggja til þriggja starfsmanna, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þegar sveitarfélögin tóku við rekstri málaflokks fatlaðs fólks árið 2011 „gleymdist“ að gera ráð fyrir kostnaði við vistun þessara barna. Sveitarfélögin þrýstu á samtal við ríkisvaldið um málið og úr varð skýrsla sem kom út árið 2013 þar sem talið var að á hverjum tíma væru 8–10 börn sem ættu við svo mikinn vanda að stríða að þau þyrftu stuðning og gæslu allan sólarhringinn. Niðurstaðan varð að það yrði stofnaður sérfræðingahópur á vegum ríkisins sem myndi meta hvert tilvik fyrir sig og greiða sveitarfélögum fyrir þjónustuna í völdum tilvikum. Það tók sjö ár að koma hópnum á laggirnar og vandinn hefur bara vaxið. Fjármagnið sem veitt er til sérfræðingahópsins nemur einungis um fjórðungi af þeim kostnaði sem sveitarfélögin bera, sem er um tveir milljarðar á ári. Þrátt fyrir ákall frá velferðarsviðum sveitarfélaga um að heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytin komi upp sérhæfðri þjónustu fyrir þennan hóp, sem glímir við einna alvarlegasta heilbrigðisvandamálið í íslensku samfélagi, kemur allt fyrir ekki. Vandi barnanna er gríðarlega flókinn og við höfum hvorki þekkingu né fólk til að koma upp úrræðum í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Einkaaðilar hafa því stigið inn í þetta tómarúm og á undanförnum árum hafa tvö fyrirtæki, Klettabær og Vinakot, komið á laggirnar úrræðum fyrir þessi börn og selt sveitarfélögunum pláss. Algengur kostnaður á hvert barn er um 60 til 80 milljónir á ári. Heilbrigðis- og búsetuþjónusta fyrir þennan hóp er því einkavædd þegjandi og hljóðalaust. Fyrirtækin hafa hinsvegar unnið þetta verkefni með miklum sóma. Foreldrar hafa tækifæri til fullrar þátttöku um málefni barna sinna, mörg þeirra hafa réttindagæslufólk sér við hlið og nauðung og þvingun er ekki beitt nema með tiltækum heimildum. Hins vegar má segja að ekki hafi verið byggð upp viðeigandi þekking og gagnreynd meðferð á vanda þessara barna. Þau hafa því í raun verið svipt þeirri heilbrigðisþjónustu sem þau eiga rétt á. Við sem störfum í velferðarþjónustu á landsvísu höfum margkallað eftir umræðu um þessi mál og að þessum börnum sé sýnd sú virðing að mótuð sé stefna um þjónustuna og hún fjármögnuð að fullu. Við viljum fyrst og fremst fá heilbrigðisráðuneytið að borðinu – en einnig alla þá fagaðila sem ættu að koma að málunum. Ekkert okkar vill fara tilbaka til fortíðar – tökum því höndum saman og sinnum þjónustu við viðkvæmasta hóp samfélagsins með þeim sóma sem hann á skilið. Höfundur er sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun