Mannskæð sprengjuárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl Árni Sæberg og Kjartan Kjartansson skrifa 26. ágúst 2021 13:54 Afganar veifa vegabréfsáritunum að erlendum hermönnum til að reyna að komast úr landi við flugvöllinn í Kabúl í dag áður en mannskæð árás var gerð í mannþrönginni. Vísir/EPA Að minnsta kosti þrettán manns eru látnir eða særðir eftir mannskæða sprengju- og skotárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl í dag. Talsmaður talibana fullyrðir að konur og börn séu á meðal þeirra látnu. John Kirby, fjölmiðlafulltrúi bandaríska varnamálaráðuneytisins, staðfesti á Twitter að sprengingin hafi orðið við svonefnt Abbey-hlið flugvallarins. Fjöldi bandarískra og afganskra borgara hafi látið lífið eða særst. Þá hafi önnur sprenging átt sér stað við Baron-hótelið nærri hliðinu þar sem bresk yfirvöld hafa farið yfir skjöl breskra og afganskra borgara sem eiga rétt á brottflutningi frá landinu. Bandarískur embættismaður segir AP-fréttastofunni að hryðjuverkasamtökin Ríki íslams séu „örugglega talin“ hafa staðið að árásinni. Tveir sjálfsmorðssprengjumenn og nokkrir byssumenn eru sagðir hafa tekið þátt í árásinni. We can confirm that the explosion at the Abbey Gate was the result of a complex attack that resulted in a number of US & civilian casualties. We can also confirm at least one other explosion at or near the Baron Hotel, a short distance from Abbey Gate. We will continue to update.— John Kirby (@PentagonPresSec) August 26, 2021 Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir talsmanni talibana að í það minnsta ellefu manns séu látnir í árásinni, þar á meðal konur og börn. Verðir á vegum talibana hafi særst. Sky-fréttastöðin segir að þrettán manns hafi látist, þar á meðal börn, og hefur það eftir talibönum. Ekki er ljóst hvað skýrir misræmið í tölu látinna. Þá segir stöðina að tvær sprengingar hafi orðið. Update: Several people wounded in the blast close to Kabul airport have been taken to Emergency Hospital. #Afghanistan pic.twitter.com/qjdI4o7aGF— TOLOnews (@TOLOnews) August 26, 2021 Wall Street Journal fullyrðir að sprengja hafi sprungið inni í hóp Afgana sem reyndi að komast inn á flugvöllinn til að forða sér úr landi. Sjónarvottur segir blaðinu að sprengja hafi sprungið innan um þúsundir manna. Hann hafi séð fjölda særðra og verið sagt af mannfalli. Þrír banadrískir hermenn eru sagðir hafa særst í árásinni. AP-fréttastofan hefur eftir afgönskum karlmanni á staðnum að hann hafi séð fólk sem virtist látið og að hann hafi séð fólk sem hafði misst útlimi. Fréttaritarar bæði Sky og BBC hafa lýst aðstæðum þannig að sprenging eða sprengingar hafi orðið í fráveituskurði þar sem afganskir flóttamenn biðu eftir að farið væri yfir ferðaleyfi þeirra. Sjálfsmorðsprengjuárásarmaður hafi látið til skarar skríða og að annar árásarmaður hafi svo hafið skotárás. Í spilaranum hér fyrir neðan má fylgjast með fréttum Sky-sjónvarpsstöðvarinnar bresku af árásinni. Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu höfðu varað þegna sína við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabul höfuðborg Afganistans og ráðlagt þeim frá ferðalögum þangað. Þeim sem eru í mannmergðinni fyrir utan flugvöllinn var ráðlagt að yfirgefa svæðið. Hvíta húsið hefur staðfest að Joe Biden Bandaríkjaforseti hafi verið upplýstur um árásina. Afganistan Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
John Kirby, fjölmiðlafulltrúi bandaríska varnamálaráðuneytisins, staðfesti á Twitter að sprengingin hafi orðið við svonefnt Abbey-hlið flugvallarins. Fjöldi bandarískra og afganskra borgara hafi látið lífið eða særst. Þá hafi önnur sprenging átt sér stað við Baron-hótelið nærri hliðinu þar sem bresk yfirvöld hafa farið yfir skjöl breskra og afganskra borgara sem eiga rétt á brottflutningi frá landinu. Bandarískur embættismaður segir AP-fréttastofunni að hryðjuverkasamtökin Ríki íslams séu „örugglega talin“ hafa staðið að árásinni. Tveir sjálfsmorðssprengjumenn og nokkrir byssumenn eru sagðir hafa tekið þátt í árásinni. We can confirm that the explosion at the Abbey Gate was the result of a complex attack that resulted in a number of US & civilian casualties. We can also confirm at least one other explosion at or near the Baron Hotel, a short distance from Abbey Gate. We will continue to update.— John Kirby (@PentagonPresSec) August 26, 2021 Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir talsmanni talibana að í það minnsta ellefu manns séu látnir í árásinni, þar á meðal konur og börn. Verðir á vegum talibana hafi særst. Sky-fréttastöðin segir að þrettán manns hafi látist, þar á meðal börn, og hefur það eftir talibönum. Ekki er ljóst hvað skýrir misræmið í tölu látinna. Þá segir stöðina að tvær sprengingar hafi orðið. Update: Several people wounded in the blast close to Kabul airport have been taken to Emergency Hospital. #Afghanistan pic.twitter.com/qjdI4o7aGF— TOLOnews (@TOLOnews) August 26, 2021 Wall Street Journal fullyrðir að sprengja hafi sprungið inni í hóp Afgana sem reyndi að komast inn á flugvöllinn til að forða sér úr landi. Sjónarvottur segir blaðinu að sprengja hafi sprungið innan um þúsundir manna. Hann hafi séð fjölda særðra og verið sagt af mannfalli. Þrír banadrískir hermenn eru sagðir hafa særst í árásinni. AP-fréttastofan hefur eftir afgönskum karlmanni á staðnum að hann hafi séð fólk sem virtist látið og að hann hafi séð fólk sem hafði misst útlimi. Fréttaritarar bæði Sky og BBC hafa lýst aðstæðum þannig að sprenging eða sprengingar hafi orðið í fráveituskurði þar sem afganskir flóttamenn biðu eftir að farið væri yfir ferðaleyfi þeirra. Sjálfsmorðsprengjuárásarmaður hafi látið til skarar skríða og að annar árásarmaður hafi svo hafið skotárás. Í spilaranum hér fyrir neðan má fylgjast með fréttum Sky-sjónvarpsstöðvarinnar bresku af árásinni. Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu höfðu varað þegna sína við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabul höfuðborg Afganistans og ráðlagt þeim frá ferðalögum þangað. Þeim sem eru í mannmergðinni fyrir utan flugvöllinn var ráðlagt að yfirgefa svæðið. Hvíta húsið hefur staðfest að Joe Biden Bandaríkjaforseti hafi verið upplýstur um árásina.
Afganistan Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira