Mannskæð sprengjuárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl Árni Sæberg og Kjartan Kjartansson skrifa 26. ágúst 2021 13:54 Afganar veifa vegabréfsáritunum að erlendum hermönnum til að reyna að komast úr landi við flugvöllinn í Kabúl í dag áður en mannskæð árás var gerð í mannþrönginni. Vísir/EPA Að minnsta kosti þrettán manns eru látnir eða særðir eftir mannskæða sprengju- og skotárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl í dag. Talsmaður talibana fullyrðir að konur og börn séu á meðal þeirra látnu. John Kirby, fjölmiðlafulltrúi bandaríska varnamálaráðuneytisins, staðfesti á Twitter að sprengingin hafi orðið við svonefnt Abbey-hlið flugvallarins. Fjöldi bandarískra og afganskra borgara hafi látið lífið eða særst. Þá hafi önnur sprenging átt sér stað við Baron-hótelið nærri hliðinu þar sem bresk yfirvöld hafa farið yfir skjöl breskra og afganskra borgara sem eiga rétt á brottflutningi frá landinu. Bandarískur embættismaður segir AP-fréttastofunni að hryðjuverkasamtökin Ríki íslams séu „örugglega talin“ hafa staðið að árásinni. Tveir sjálfsmorðssprengjumenn og nokkrir byssumenn eru sagðir hafa tekið þátt í árásinni. We can confirm that the explosion at the Abbey Gate was the result of a complex attack that resulted in a number of US & civilian casualties. We can also confirm at least one other explosion at or near the Baron Hotel, a short distance from Abbey Gate. We will continue to update.— John Kirby (@PentagonPresSec) August 26, 2021 Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir talsmanni talibana að í það minnsta ellefu manns séu látnir í árásinni, þar á meðal konur og börn. Verðir á vegum talibana hafi særst. Sky-fréttastöðin segir að þrettán manns hafi látist, þar á meðal börn, og hefur það eftir talibönum. Ekki er ljóst hvað skýrir misræmið í tölu látinna. Þá segir stöðina að tvær sprengingar hafi orðið. Update: Several people wounded in the blast close to Kabul airport have been taken to Emergency Hospital. #Afghanistan pic.twitter.com/qjdI4o7aGF— TOLOnews (@TOLOnews) August 26, 2021 Wall Street Journal fullyrðir að sprengja hafi sprungið inni í hóp Afgana sem reyndi að komast inn á flugvöllinn til að forða sér úr landi. Sjónarvottur segir blaðinu að sprengja hafi sprungið innan um þúsundir manna. Hann hafi séð fjölda særðra og verið sagt af mannfalli. Þrír banadrískir hermenn eru sagðir hafa særst í árásinni. AP-fréttastofan hefur eftir afgönskum karlmanni á staðnum að hann hafi séð fólk sem virtist látið og að hann hafi séð fólk sem hafði misst útlimi. Fréttaritarar bæði Sky og BBC hafa lýst aðstæðum þannig að sprenging eða sprengingar hafi orðið í fráveituskurði þar sem afganskir flóttamenn biðu eftir að farið væri yfir ferðaleyfi þeirra. Sjálfsmorðsprengjuárásarmaður hafi látið til skarar skríða og að annar árásarmaður hafi svo hafið skotárás. Í spilaranum hér fyrir neðan má fylgjast með fréttum Sky-sjónvarpsstöðvarinnar bresku af árásinni. Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu höfðu varað þegna sína við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabul höfuðborg Afganistans og ráðlagt þeim frá ferðalögum þangað. Þeim sem eru í mannmergðinni fyrir utan flugvöllinn var ráðlagt að yfirgefa svæðið. Hvíta húsið hefur staðfest að Joe Biden Bandaríkjaforseti hafi verið upplýstur um árásina. Afganistan Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
John Kirby, fjölmiðlafulltrúi bandaríska varnamálaráðuneytisins, staðfesti á Twitter að sprengingin hafi orðið við svonefnt Abbey-hlið flugvallarins. Fjöldi bandarískra og afganskra borgara hafi látið lífið eða særst. Þá hafi önnur sprenging átt sér stað við Baron-hótelið nærri hliðinu þar sem bresk yfirvöld hafa farið yfir skjöl breskra og afganskra borgara sem eiga rétt á brottflutningi frá landinu. Bandarískur embættismaður segir AP-fréttastofunni að hryðjuverkasamtökin Ríki íslams séu „örugglega talin“ hafa staðið að árásinni. Tveir sjálfsmorðssprengjumenn og nokkrir byssumenn eru sagðir hafa tekið þátt í árásinni. We can confirm that the explosion at the Abbey Gate was the result of a complex attack that resulted in a number of US & civilian casualties. We can also confirm at least one other explosion at or near the Baron Hotel, a short distance from Abbey Gate. We will continue to update.— John Kirby (@PentagonPresSec) August 26, 2021 Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir talsmanni talibana að í það minnsta ellefu manns séu látnir í árásinni, þar á meðal konur og börn. Verðir á vegum talibana hafi særst. Sky-fréttastöðin segir að þrettán manns hafi látist, þar á meðal börn, og hefur það eftir talibönum. Ekki er ljóst hvað skýrir misræmið í tölu látinna. Þá segir stöðina að tvær sprengingar hafi orðið. Update: Several people wounded in the blast close to Kabul airport have been taken to Emergency Hospital. #Afghanistan pic.twitter.com/qjdI4o7aGF— TOLOnews (@TOLOnews) August 26, 2021 Wall Street Journal fullyrðir að sprengja hafi sprungið inni í hóp Afgana sem reyndi að komast inn á flugvöllinn til að forða sér úr landi. Sjónarvottur segir blaðinu að sprengja hafi sprungið innan um þúsundir manna. Hann hafi séð fjölda særðra og verið sagt af mannfalli. Þrír banadrískir hermenn eru sagðir hafa særst í árásinni. AP-fréttastofan hefur eftir afgönskum karlmanni á staðnum að hann hafi séð fólk sem virtist látið og að hann hafi séð fólk sem hafði misst útlimi. Fréttaritarar bæði Sky og BBC hafa lýst aðstæðum þannig að sprenging eða sprengingar hafi orðið í fráveituskurði þar sem afganskir flóttamenn biðu eftir að farið væri yfir ferðaleyfi þeirra. Sjálfsmorðsprengjuárásarmaður hafi látið til skarar skríða og að annar árásarmaður hafi svo hafið skotárás. Í spilaranum hér fyrir neðan má fylgjast með fréttum Sky-sjónvarpsstöðvarinnar bresku af árásinni. Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu höfðu varað þegna sína við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabul höfuðborg Afganistans og ráðlagt þeim frá ferðalögum þangað. Þeim sem eru í mannmergðinni fyrir utan flugvöllinn var ráðlagt að yfirgefa svæðið. Hvíta húsið hefur staðfest að Joe Biden Bandaríkjaforseti hafi verið upplýstur um árásina.
Afganistan Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira